— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 3/12/04
Plastumbúðir, minni og heilabú

Umbúðaþjóðfjelagið í hnotskurn

Hvers vegna í moldríkum, minnislausum minkum þurfa sumir smáhlutir að vera í svo rammgerðum umbúðum að eigi er nokkur leið að ná þeim úr þeim án þess að beita til þess áhöldum úr málmum eða öðrum sterkbyggðum efnum (demantar myndu henta vel) ? Fyrir skömmu gripum vjer til aðgerða er miðuðu að því að gera oss auðveldara að stela svo lítið beri á gögnum úr nálægum tölvum ef vjer komum auga á eitthvað merkilegt í þeim. Fjárfestum vjer því í sk. USB-minnislykli. Skemmst er frá að segja að hann var innpakkaður í svo harðar og vandlega samanfestar plastumbúðir að eigi sáum vjer neina leið til að opna umbúðirnar með höndunum án þess að eiga á hættu að stórskemma innihaldið. Gripum vjer því til nálægs hjálpartœkis úr málmi, þ.e. skrúfujárns. Örstuttu síðar, eftir eina smá skeinu á fingri, lítilsháttar átök og algjöra eyðileggingu umbúðanna tókst ætlunarverk vort og vjer gátum stoltir hafist handa við að stela gögnum.

En svona plastumbúðum getum vjer einungis gefið eina stjörnu og er það fyrir að hlífa innihaldinu nokkuð vel. Vilji hinsvegar svo illa til að það sjeum vjer sem sjeum svo tregir að sjá eigi hvernig unnt er að opna svona umbúðir á einfaldari hátt á þessi stjörnugjöf við um heilabú vort í þeim tilvikum þar sem berjast þarf við umbúðir af nákvæmlega þessari tegund.

   (47 af 102)  
3/12/04 07:01

Finngálkn

Það liggur við að maður þurfi að grípa til sprengiefna til þess að opna hlauppokann sinn á nammidögum - þetta er ótrúlegur fjandi.

3/12/04 07:01

Hakuchi

Mig hefur lengi grunað að umbúðir af þessu tagi séu til þess að tryggja að ekki sé hægt að skila vörunum aftur. Oft bjóða búðir upp á að hægt sé að skila vörum óuppteknum ef einstalingar eru óánægðir. Oft notar fólk vöruna aðeins, hún hentar máski ekki, þá pakkar það vörunni aftur í umbúðirnar og skilar svo. Nú eru þessar umbúðir svo harðgerðar að það verður að slátra þeim til að prófa þær til að byrja með. Þannig að þetta er eins konar Catch 22.

3/12/04 07:01

Júlía

Rammgerðar umbúðir þekki ég af eigin raun. Því hef ég tamið mér að ganga ævinlega demantskreytt, þar sem skrúfjárn og skæri eru ekki allstaðar vel séð.

3/12/04 07:01

Galdrameistarinn

Var einmitt að fjárfesta í hjálpartæki sem var innpakkað í þar til gerðar umbúðir er þér minnist á í pistli yðar. Því er fljótlegast að taka fram að ráðist var á umbúðirnar með öflugum járnaklippum vegna fyrri reynslu af umbúðum sem slíkum. Ónýtum skærum og nett brjálaðri eiginkonu.

3/12/04 07:01

Nornin

Mikið er ég sammála þér Vladimir. Ég keypti einmitt tæki ætluð til hlustunar (headphones) um daginn og var í 20 mínútur að ná þeim úr umbúðunum. Þegar það loks hafðist (með aðstoð slátrarahnífs og vírklippa) þá virkaði helv.. draslið ekki eins vel og ég hafði vonað [brestur í grát] og ekki gat ég skilað því vegna þess að umbúðirnar voru í frumeindum á stofugólfinu.
Bölvað plast.

3/12/04 07:01

Finngálkn

Kæra Norn: þú ert náttúrlega bara heimsk kerling sem gætir ekki kveikt á sjónvarpi án leiðarvísis.

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Svo ég taki nú upp hanskann fyrir Nornina þá verð ég að segja að Finngálknið ætti nú að taka sig til og læra mannasiði og hætta að öfundast út í þá sem kunna að meðhöndla sjónvörp og önnur rafræn tæki.

En hvað þetta fjelaxrit varðar þá er ég hjartanlega sammála! Maður nær alltaf að rispa viðkomandi hlut eða skemma á einhvern hátt þannig að ekki er hægt að skila eintakinu. Þetta er eins og með rafmagnstækin með innbyggðu ábyrgðarklukkunni. sama dag eða daginn eftir að tækið rennur úr ábyrgð þá bara blúbb, tæki bilað eða ónýtt. Ekkisens markaðsmógúlar og mammonsmonster!

3/12/04 07:01

Vestfirðingur

Halló! Sagði ég smjér? Erum vjer vjérgjarnar? Hvenær ætlar þú að læra að tala eins og maður, stráksi? Ertu ekki farinn að taka þig sjálfan helst til alvarlega? Farinn að vanda þig með fansí málfari og veseni. Einmitt soldið eins og orðabókin. Geturðu ekki slappað af og þarftu stöðugt að vera tala eins og þú sért í skjalfræði? Hættu þessu, takk! Það getur vel verið að svona talsmáti gangi þegar selja selja á bló djobb á Búnaðarþinginu, en ég meina hu? Taka sig á, strákur!

3/12/04 07:02

Jóakim Aðalönd

Hvernig er það, varst þú ekki hættur Vestfirðingur? Ég var a.m.k. að vona það.

Félaxritið: Hjartanlega sammála.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Ég hef einnig lent í því að nærri því brjóta nýja geisladiskinn við að ná honum úr sínu hólfi. Það er óþolandi þegar að tapparnir (eða hvað skal kalla) sem halda geisladisknum í hulstrinu eru svo stífir að ef ekki væri fyrir sveigjanleika disksins þá mynd þeir brotna.

Plús það að ég kvartaði yfir gölluðum tölvuleik og þá var ég spurður hvort að ég hafi sveigt diskinn og eitthvað. Því að það gæti einmitt skemmt gögnin.

Nei halló þetta er bara rip off. Maður þarf að sveigja eða brjóta diskinn (skemma hann) til að ná honum úr hulstrinu og þá dettur hann úr ábyrgð...

3/12/04 08:01

Tigra

Ég hef einmitt lent í þessu sem Frelli er að tala um. Ótrúlega pirrandi, ég er alltaf dauðhrædd um að brjóta geisladiskinn.
Annars lenti ég í svona dómsdags plastumbúðum bara núna seinastliðin sunnudag.
Það vildi þannig til að ég keypti mér blekhylki til að prenta út ritgerð, en það var hægara sagt en gert að ná skrattans hylkinu út úr plast draslinu.
Það er óþarfi að hafa plastið á þykkt við Feita Einbúann!

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.