— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 2/11/03
Heimsins furðulegasta mynd hjá meistara Maddin ?

Heimsins tregafyllsta tónlist er án efa meðal heimsins furðulegustu mynda

Vestur-Íslendingurinn Guy Maddin er þekktur fyrir stórfurðulegar og afar súrrealískar bíómyndir. Líklega vakti hann fyrst athygli fyrir um 15 árum með mynd sinni Sögur af Gimlispítala (Tales from the Gimli Hospital), mynd er gerist seint á 19. öld meðal Vestur-Íslendinga. Umræddur spítali er sá furðulegasti er vér höfum séð, fyrir utan fólk voru þar kýr, hænur o.fl. húsdýr og hjúkkurnar svo mikið málaðar að minnti helst á vændiskonur. Svo var myndin svarthvít og leit út fyrir að uppundir 100 ára gömul, hljóð sérkennilegt og óskýrt og atburðarásin öll hin furðulegasta. Sannkallaður hvalreki fyrir þá Íslendinga er hrifnir eru af verulega furðulegum bíómyndum en þetta var einmitt sú mynd er upphaflega vakti áhuga vorn á slíkum myndum.

Á kvikmyndahátíð þeirri er nú er að ljúka var mynd Maddins, Heimsins tregafyllsta tónlist (The Saddest Music in the World) á meðal mynda er sýndar voru. Strax á fyrstu sekúndum myndarinnar sáum vér kunnuglegt handbragð: Myndin var í svarthvítu, myndin afar kornótt og á köflum rispuð, stundum var eins og fitu hefði verið smurt á linsu myndavélarinnar (einkum áberandi nærri hornunum) og 'svarthvítt' hafði oft á tíðum nánast bókstaflega merkingu, þ.e. lítið sást af grátónum. Nokkur stutt innskot komu í lit, flest nokkuð draumkennd, en þau voru í svipuðum stíl eða jafnvel enn furðulegri en það sem var í svarthvítu, myndin rispuð og óskýr og litirnir sterkir 'pastellitir'. Raunar má segja að eigi sé bara um að ræða bíómynd í hefðbundinni merkingu heldur e.k. sjónrænt listaverk (vér vissum eiginlega ekki alveg hvaða orð vér áttum að nota hér). Fyrir þá er bara hafa séð 'venjulegar' bíómyndir er raunar að sumu leyti illmögulegt að lýsa þessu. Allmargir hafa séð myndir á borð við Delicatessen og City of the Lost Children og eru myndir Maddins að ýmsu leyti skyldar þeim nema bara miklu furðulegri.

Myndin gerist árið 1933 í Winnipeg, mitt í kreppunni miklu en Winnipeg hafði nýlega verið lýst daprasta borg heims af útvarpsstöð í London. 'Bjórbarónessa' nokkur ákveður að efna til keppni um tregafyllstu tónlist í heimi, er því af þessum sökum að vissu leyti hægt að segja að myndin sé stórfurðulegur söngleikur. Er tilgangur keppninnar að auka bjórsöluna með þeim rökum að dapurt fólk drekki meira en glatt fólk. Sjálf virtist bjórbarónessan eigi hamingjusöm, hafði misst báða fætur í slysi mörgum árum áður eftir að fullur læknir sagaði af henni rangan fót í kjölfarið. Keppendur eru hinir fjölskrúðugustu en mest ber á föður er keppir fyrir Kanada og sonum hans, annar keppir fyrir Serbíu og hinn fyrir Bandaríkin. Virðist þarna mega greina ádeilu á Bandaríkin (auk ýmissa vísana) því Bandaríkjamaðurinn hyggst vinna keppnina hvað sem það kostar, m.a. með því að múta þeim keppendum er falla úr leik til að ganga til liðs við sig og setur hann á svið mikið sjónarspil með stórri, undarlegri sviðsmynd og fjölda þátttakenda og einkennist það allt af mikilli 'glysgirni'. Er hann áður en yfir lýkur kominn með til liðs við sig m.a. Indverja til að leika eskimóa í fáránlegum búningum o.fl. Óvænt vandamál kemur þó upp undir lokin. Fyrirkomulag keppninnar er hið furðulegasta, 'liðin' mætast tvö og tvö og leika tónlist sína en í miðju kafi heyrist hátt hljóð er gefur til kynna að komið sé að hinu liðinu. Liðið er kemst áfram fær í verðlaun ferð niður rennibraut ofan í risastóran bjórfylltan pott. Áður en yfir lýkur verða hinar undarlegustu uppákomur, m.a. fær bjórbarónessan gefins gerfifætur úr gleri sem holt er að innan og fyllt af bjór ("my leg isn't as filled with beer as yours" er lauslega eftir haft ein tilvitnun úr myndinni). Sjá má mikið og skrítið hugmyndaflug í myndinni, m.a. e.k. almenningsfarartæki er vér áttuðum oss eigi á hvort var strætisvagn, lest, skriðdreki eða jafnvel kafbátur (það var gengið inn í það um op á þakinu skjátlist oss eigi).

Það verður að segjast eins og er að myndin er eigi fyrir hvern sem er en vér skemmtum oss konunglega (eða forsetalega). Líklega finnst meirihluta fólks hér á ferðinni hundleiðinlegt, fáránlegt og óskiljanlegt bull, einkum ef 'staðlaðar' Hollywoodmyndir eru í uppáhaldi. Sjálfur vill Maddin eigi meina að myndir hans séu "intellectually overwhelming" ef vér munum rétt það sem hann sagði í viðtali í útvarpinu á dögunum. Líklega er lítið um að mynd þessi fái miðlungseinkun hjá fólki. Raunar þarf eigi annað en að líta á umsagnir á netinu til að renna stoðum undir þetta. Vér getum eigi stillt oss um að birta af handahófi brot úr fáeinum umsögnum:

"The weirdest movie of the summer. OK, the year."
"The script is hilarious and the cast, particularly McKinney and Fox, are superb."
"Beckons with a seductive and unforgettable melody."
"The effect is so distancing that all but the most adventurous filmgoer will have trouble sitting through all 100 minutes of it."
"Another slice of bizarre, movie-mad brilliance from Winnipeg's Guy Maddin."
"His movies are boring, unchallenging and incredibly pretentious."
"an insanely audacious satire"
"...if you love surreal films, this ranks up there with the best of them"
"Deliriously eccentric."
"Chances are that those who haven't bolted for the door after the first 15 minutes will love it; others could be driven to drink."
"Any film where a beer baroness's glass leg (filled with beer) shatters when a high note is struck is okay by me."
"One of the worst films I've ever seen."
"This is an excellent film, as bizarre and otherworldly as anything by David Lynch,"
"At moments the taste is flat, but this brew has a head on it. It's the strangest Canadian export since Glenn Gould."
"... so stuffed with Maddin-ess that it never manages to get past the glorious surfaces."
"For the first time ever I feel I've seen something so odd that I find it impossible to form any sort of critical opinion on it"
"Little more than an elaborate stunt, created almost exclusively in post-production."

Sjálfir skemmtum vér oss frábærlega og gefum vér myndinni 5 stjörnur en margir eru eflaust algjörlega ósammála og gæfu 0-1 stjörnu. Aðrir gæfu 4-5 stjörnur en fáir líklega 2-3.

Og ljúkum vér þar með langhundi þessum og vonum að einhver hafi nennt að lesa þetta.

   (57 af 102)  
2/11/03 02:01

Skabbi skrumari

Frábær gagnrýni, maður fyllist löngun til að sjá þessa mynd til að dæma hana sjálfur... efast um að ég eigi þó eftir að rekast á hana á vídeóleigum...

2/11/03 02:01

Heiðglyrnir

Hér eru eldri myndir meistara Maddin, ekki eru það ýkjur að þessi vestur-landi okkar bindur sína bagga öðrum hnútum en meðaltalið, hef sjálfur séð "og á í safninu" sögurnar af gimlispítalanum og "CEREFUL 1992 " eða "VARLEGA" alveg mögnuð upplifun. Eftir ýtarlega rannsókn á sínum tíma fann ég út að þessar myndir voru bara til í Ameríska kerfinu en ekki okkar, þannig að ekki eru miklar líkur á myndbandaleigunum, en hægt er að versla þær á netinu, þ.e. panta spólur eða diska ekki niðurhala.

The dead father 1986 Short movie
Tales from the Gimli hospital 1988 .
Archangel 1990 .
Careful 1992 .
Odilon redon 1995 Short movie
Twilight of the ice nymphs 1997 .

2/11/03 02:01

Barbie

Þakka greinargóða gagnrýni og frábært félagsrit. Hver veit nema ég kíkji á þessa við tækifæri - þ.e. ef ég er rétt stemmd, annars þýðir það ekkert.

2/11/03 02:01

Nykur

Sýndist fyrst að þessi gagnrýni væri á Maddit myndirnar, ég anda léttar nú er ég hef lesið þessa gagnrýni að eigi er verið að rægja Maddit, það gæti ég aldrei þolað!

5/12/06 06:00

Carrie

Þessi hljómar vel. [Ljómar upp]

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.