— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Upprifinn
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 2/11/07
Böggullinn

Kannski er ég bara neikvćđur og leiđinlegur,

Hvernig sem ég kjammsa á hennar nafni,
og kanna mína vasa ráđalaus.
Lofa ađ allri synd ég alltaf hafni,
almćttiđ ţađ virđist telja raus.
Og áfram má ég blankur hrista haus.

Og viljugur ţó verkum á mig bćti,
og vanda mínum reyni ađ henda út.
Eftir henni lendi í öđru sćti,
ţó allflestra hún herđa virđist sút.
Og hún er bara krónugrey međ kút.

   (42 af 115)  
2/11/07 08:02

Offari

Núna er ţađ bara í tísku ađ vera blankur. Ţannig ađ ţú tollir í tískunni.

2/11/07 08:02

Skabbi skrumari

Ţér tókst vel ađ böggla ţetta út úr ţér... [Glottir eins og fífl]... Skál

2/11/07 08:02

Villimey Kalebsdóttir

Góđur Uppi!

2/11/07 08:02

Álfelgur

Flott!

2/11/07 09:00

Regína

Tja, ţú ert kannski ekki bara neikvćđur og leiđinlegur ...

2/11/07 09:00

Kífinn

Ha, var ţetta ekki ástarkvćđi?
Ég elska ţig líka Hakuchi. <heldur á glasi og ţambar líkt hann getur> Hver er hann? Viltu vera forritari allt ţitt líf?
Ég hélt ađ grćnmetisćtur vćru feministar...en skrítiđ, ţetta er líklega allt saman fjölskylda.

2/11/07 09:00

Villimey Kalebsdóttir

[Klórar sér afskaplega mikiđ í höfđinu]

2/11/07 09:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Fint skrambi flott

2/11/07 09:00

Kondensatorinn

Vel mćlt

2/11/07 09:01

krossgata

Hún međ kút og viđ međ akkeri.
[Dćsir]

2/11/07 09:01

Kífinn

Ţví má bćta viđ fyrra innlegg ađ ţessi skáldskapur er til fyrirmyndar, skál fyrir Upprifnum!

2/11/07 09:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skemmtilega kveđiđ, ađ hćtti höfundar.

Reyndar er stuđlasetningin ađ mínu mati dulítiđ veikburđa í miđlínum beggja erinda – en ţađ má e.t.v skođast sem smekksatriđi, ţarsem sambćrileg stuđlamynstur má finna í kveđskap Steins Steinarrs frá fyrrihluta ferils hans. Afsakiđ annars ţetta röfl; & skál fyrir prýđilegu kvćđi !

2/11/07 09:02

Upprifinn

alltaf gott ađ fá raus frá ţér Snati, ég mun ekki taka nokkuđ tillit til ţess ađ ţessu sinni. [glottir eins og fífl.]

2/11/07 10:01

Wayne Gretzky

Flott en mér finnst stuđlasetningin, eins og Z, svoldiđ dottin niđur.

2/11/07 10:01

Sundlaugur Vatne

Vel gert, kćri skáldbróđir.

Upprifinn:
  • Fćđing hér: 29/9/05 23:51
  • Síđast á ferli: 29/8/23 02:32
  • Innlegg: 16116
Eđli:
Ómótstćđilega myndarlegur og skemmtilegur kall á besta aldri.
Frćđasviđ:
Sérfrćđingur í ţví sem ég tel mig hafa vit á hverju sinni.
Ćviágrip:
Fćddist hér feimin og undirgefinn um áriđ. kynntist skáldskaparmálum og ánetjađist allsvakalega um tíma en hef nú náđ ţeim tökum á fíkninni ađ ég tek frekar túra en ađ liggja hér alla daga. Náđi embćttum í krafti frekju og peningagjafa til ákveđinna stofnanna auk ţess ađ misnota takmarkađa skáldagáfu til hins ýtrasta.