— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/11/06
Jólakveðja

Þetta var skrifað í væmniskasti í nótt, vonandi er það í lagi.<br /> Verum glöð og kát um jólin og þakklát fyrir það sem við eigum. Hafið það öll sem best!<br /> Gleðileg Jól kæru Gestapóar!

Með hækkandi skærri og skínandi sól
skulum við halda' okkar gleðileg jól.
En hugsum til þeirra er þjást mega nú
er þiggjum við gjafir í friði og trú

Hugsum til þeirra, er hélar á grund,
sem hamingjan gleymir á jólanna stund.
Hugsum til þeirra er svíður nú svengd
er sitjum að borðunum, ánægð og sprengd.

Munum að streðið og stríðið hjá þeim,
strembið það gæti víst sótt okkur heim.
Gleðjumst því vinir í sælu og sátt
og sofnum svo þakklát í jólanna nátt.

   (3 af 27)  
3/11/06 00:01

Huxi

Já, þetta var ég líka að huxa, en þú orðar það bara svo miklu betur en ég. Gleðileg jól.

3/11/06 00:01

Galdrameistarinn

Fallegt og hugljúft hjá þér.
Gleðileg jól.

3/11/06 00:01

Andþór

Gleðileg jól. [Skál]

3/11/06 00:01

Texi Everto

[Spilar undir á munnhörpuna]

3/11/06 00:01

Upprifinn

Fallegt. og gleðileg jól.

3/11/06 01:00

Ívar Sívertsen

Maður verður eitthvað svo klökkur við allan þennan kveðskap... flott! Gleðileg jól!

3/11/06 01:01

krossgata

Falleg hugsun, gleðileg jól.

3/11/06 02:00

B. Ewing

Gleðilegu jólin, millijólin, áramótin og langt inn í næsta ár. [Ljómar upp] Afar fallega hugsað. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að vinna um mið jól eins og svo margir fórnfúsir einstaklingar í heimnum.

3/11/06 02:01

Dula

Gleðilega hátið sömuleiðis Blóðugt mín.

3/11/06 02:01

Regína

Ég hélt ég hefði kvittað hér í gær? [Klórar sér í höfðinu]. En þetta er glæsilegt væmniskast. Gleðileg jól!

3/11/06 03:01

Skabbi skrumari

Gleðlileg jól og takk fyrir að lífga upp á Gestapó... en væmin ertu alldrei... Skál

3/11/06 03:01

Sundlaugur Vatne

Gleðilega hátíð, kæra skáldsystir. Það er ekki ofof að segja að ekki ertu aðeins stórskáld... þú ert þjóðskáld.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.