— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/06
Trúlegt

Stutt og e.t.v. óljóst, en ég þarf ekki að segja meira og þið þurfið ekki alltaf að vita allt.

-*-

Sannleikurinn svíður mest
sálartetrið lúna.
Fortölur og lygar lést
leika sér með trúna.

Það sem jafnan þótti best,
þykir verra núna

-*-

   (6 af 27)  
1/11/06 06:01

Dula

Jú maður kannast við svona.

1/11/06 06:01

Offari

Ég tel mig lesa allt úr þessu kvæði.

1/11/06 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Flott

1/11/06 06:02

Upprifinn

úff.

1/11/06 06:02

krossgata

Og allt í heiminum hverfult. Afar upplýsandi óljóst kvæði. Skál!

1/11/06 07:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Trúverðugt kvæði.
- - -

Trúin flytur fjöll
furðu oft með hraði
(bara ekki öll
á alveg rétta staði).

1/11/06 07:02

krumpa

Jamm - mjög upplýsandi - þarf ekki að segja meir. Líka flott hjá Z.Natan - að venju.

1/11/06 07:02

Heiðglyrnir

.
.
.
Viðar-hurð þó vel sé fest
veðrast og-vill fúna.

1/11/06 01:01

Dexxa

Jebb.. hljómar kunnulega.. því miður.

1/11/06 03:00

Sjöleitið

Magnað kvæði. Þó truflar mig eilítið endarím í þriðja vísuorði, þ.e. lést. Mig skortir skynbragð til að átta mig á merkingarlegu samhengi þess. En merki það léttast, þá er það flott.

2/11/06 04:00

Kondensatorinn

Magnað og
Takk.

2/11/06 02:02

hvurslags

Já þetta er gríðarvel ort, eins og við má búast af höfundinum.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.