— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/06
Nei-kvæði

Ég þarf ekki samband við vinalínu Rauða krossins - þetta er innblásið af öðrum.

Allt hvað af tekur ég reyni og reyni,
reyni uns sárin mig nísta' inn að beini
Þá loks eitthvað gengur ég glopra því niður
sá grátlegur virðist mér tíðkast ósiður

Mann skyldi' ekki undra þó yrð'úr mér lítið
þó æti að fullu mig sjálfskaparvítið.
Aumingjans myndi þó allsenginn sakna
ef alein ég sofnaði' og myndi ekki vakna.

Tæpast til kirkju þeir kroppinn minn færðu
í kirkjugarðsmoldinni varla þeir hrærðu
Urðuð við túnfótinn eða' uppá fjalli
og allsengu tímt á mig líkræðuspjalli

Kannski þeir jafnvel mér köstuðu' í sæinn;
í kuldanum máske mig grafa í snæinn.
Ég barasta held að ég hætti að reyna
og hendi mér sjálf fyrir brimsorfna steina...

   (7 af 27)  
31/10/06 18:01

Tigra

Vá. Magnað!
Ég fékk alveg hroll.

31/10/06 18:01

Skabbi skrumari

Frábært... salút...

31/10/06 18:01

Sundlaugur Vatne

Hryllilega glæsilegt, kæra skáldsystir

31/10/06 18:01

hvurslags

Já þetta er stórkostlega kveðið.

31/10/06 18:01

B. Ewing

Vel ort, en láttu bara ekki verða af þessu.

31/10/06 18:01

Hvæsi

Sammála Búbbanum, hinkraðu örlítið.

Vel gert.

31/10/06 18:01

Upprifinn

Djöfull ertu góð.

31/10/06 18:01

Heiðglyrnir

.
.
.
.
blóðugt 18/10/07 01:48 KVEÐIST Á
.
Lyf ég þrái visnun við
(vantar í mig ljóðin)
svo ort ég geti kvæðaklið.
Kannski' ef magnýlpillur bryð...
.
• Svar • Heiðglyrnir 18/10/07 02:24 KVEÐIST Á
.
Brutt þú getur blóðugt mín
byrgðir Lyfju allar
En ósköp ljóða listin þín
lítið á það kallar

31/10/06 18:01

Grágrímur

Flott (með stórú effi).

31/10/06 18:01

Grýta

Flott og sterkt kvæði blóðugt.

31/10/06 18:02

krossgata

Stórgott. Ég held þó aumingjans yrði saknað alla vega á kvæðaþráðunum hér - að því gefnu að auminginn sért þú. En sé hann annar þá veit ég ekki.

31/10/06 18:02

Vladimir Fuckov

Hafi verið einhver vafi á að þjer væruð einn allra fremsti gesturinn hjer á sviði kveðskapar er sá vafi hjer með horfinn.

31/10/06 18:02

Þarfagreinir

Hrikalegt.

31/10/06 18:02

Suðurgata sautján

Mjög gott !

31/10/06 18:02

Vímus

Þetta er vægast sagt, óhugnanlega flott.
Í þessum félagsritum leynist mikið af vel ortum ljóðum sem væri gaman að taka saman og setja á sérstakan þráð svo þau yrðu aðgengilegri. Mætti kalla hann Úrvalsljóð.

31/10/06 18:02

blóðugt

Þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð, en ég endurtek það sem stendur í umsögn um sálminn - hann er innblásinn af öðrum. Ég er ekki auminginn, a.m.k. ekki þarna hehe.

31/10/06 18:02

blóðugt

Hmm, ég biðst afsökunar á vöntun greinarmerkja á stöku stað, þetta var skrifað í belg og biðu og greinilega birt á sama hátt.

31/10/06 19:00

Upprifinn

hverjum er ekki sama um greinarmerki og stóra stafi

31/10/06 19:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gríðarlega gott.
Vladimir orðaði sína athugasemd svo vel að ég kýs að taka undir með honum fremur en að orðlengja þetta neitt frekar.

31/10/06 19:00

Andþór

Takk fyrir mig, þetta er tær snilld.

31/10/06 19:00

Huxi

Þér er fleira til lista lagt en að seyja eitthvað ljótt um gestapóann á undann... Þetta er mjög vel kveðið.

31/10/06 19:00

feministi

Þú ert nú helvíti fær í ljóðabröltinu. Ég fékk í það minnsta hækkaðan blóðþrýsting og andþrengsli.

31/10/06 19:01

Billi bilaði

Úrvals rit. <Skálar>

31/10/06 19:01

Isak Dinesen

Þumla upp.

31/10/06 19:02

Kondensatorinn

Fallega harmþrungið og þjóðlegt.

31/10/06 19:02

Regína

Þetta er nú ekki besta ljóðið þitt blóðugt.

31/10/06 20:00

blóðugt

Enda var það ekki markmiðið.

31/10/06 20:00

Regína

Nei, ég átti heldur ekki við það. Það var bara svo gaman að lesa hin.

31/10/06 21:00

Bölverkur

Það er svo væmið að segja: Það er skáld á meðal vor!
Þess vegna segi ég nú bara: HÚRRA.

31/10/06 21:00

Upprifinn

en húrra er danska.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.