— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/05
Væmni

-Úr dagbók viðkvæmu grenjuskjóðunnar og óþroskuðu frekjunnar.

Það er ótrúlegt hvað maður verður væminn af því að grenja. A.m.k. verð ég það. Lengi á eftir hugsa ég um allskonar hluti sem geta svo valdið því að ég grenja bara meira. Ég er víst bara svona; ekki mikil grenjuskjóða en þegar eitthvað grætir mig þá er ekki svo auðvelt að skrúfa fyrir. Merkilegt hvað allt þetta fólk í heiminum getur valdið manni miklu hugarangri.

Ég verð samt að segja (að fenginni reynslu í samskiptum við mjög erfiða manneskju í mínu lífi) að ég vil frekar vera viðkvæm grenjuskjóða og nett-óánægð með sjálfa mig heldur en að vera eitt stórt, sjálfumglatt "ÉG" og halda mig ofur-sanngjarna og réttláta og yfir alla gagnrýni hafna. Viðkvæma grenjuskjóðan særir ekki nærri því eins marga í kringum sig eins og þetta stóra, sjálfumglaða "ÉG" sem veður áfram yfir allt og alla og er of eigingjarnt og latt til þess að rækta eða sinna nokkrum samböndum í lífi sínu.

Ef það væri hægt að skilja við ættingja, færi ég til sýslumanns á mánudaginn.

   (8 af 27)  
1/11/05 04:01

Þarfagreinir

Það er hollt að grenja við og við. Fínt að taka þetta í törnum bara eins og vorhreingerningar.

1/11/05 04:01

blóðugt

Já, það er sosem rétt. Þetta var þá bara hausthreingerningin.

1/11/05 04:01

Haraldur Austmann

Djísös - er grenjað í öllum hornum hérna?

1/11/05 04:02

Loxosceles Reclusa

Pant vera eitt stórt, sjálfumglatt „ÞÚ".

1/11/05 04:02

Ugla

Sumt fólk verður maður bara að loka á til að halda sönsum og líða vel.

1/11/05 05:00

Upprifinn

Þú velur þer vini. En situr uppi með ættingjana.

1/11/05 05:00

Þarfagreinir

Ég vil helst vera eitt stórt.

1/11/05 05:01

Salka

Tregafullu tárin þín
trauðla áttu skilin
Viðkvæmni með vætu dvín
Veistu! sólin ennþá skín.

1/11/05 05:01

Finngálkn

Það eru bara aumingjar sem grenja! - Vertu maður kona og skjóttu viðkomandi!

1/11/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Ekki láta svona ættingja kúska þig. Segðu viðkomandi að hún/hann fari í taugarnar á þér og þar fram eftir götum.

1/11/05 05:01

blóðugt

Ef það væri nú hægt. Hún hlustar ekki á það sem ég segi, sem allir segja! Hún er fullkomin og yfir gagnrýni hafin. Hvað svo sem vandamálið er þá á hún aldrei nokkra sök á því. Allt sem hún gerir er rétt og vandamálin eru alltaf öðrum að kenna. Hún fæddist svona fullkomin og verður svona fullkomin um aldur og ævi, ekkert fær því breytt.

1/11/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Össs...

1/11/05 05:01

blóðugt

Einmitt.

1/11/05 06:00

feministi

Þú ert ömurleg frænka og ég er ekkert eins sjálfselsk og þú segir. Ættingjar sökka.

1/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Já, þar er ég sammála. Bíða bara eftir því að önd hrökkvi upp af til að eignast peningana mína!

1/11/05 06:01

Þarfagreinir

Áttu ekki frekar við að þeir bíði eftir að þú gefir upp öndina?

1/11/05 06:01

Nermal

Þetta er öðruvísi hjá okkur karlmönnunum. Það þarf sterkann karlmann til að gráta... og einhvern enn sterkari til að benda á hann og hlæja......

1/11/05 07:01

blóðugt

[Stelur viskíinu hennar feminista]

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.