— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/05
Heimild um horfna stúlku

Þessi sálmur er heimild um litla stúlku sem einu sinni var hrekklaus og hamingjusöm. Stúlku sem einu sinni geymdi hjá sér sakleysi barnæskunnar og trúna á Guð sem henni var kennt að væri öllum svo góður. Þetta er heimild um stúlku sem upplifði atburði sem breyttu henni fyrir lífstíð, á óteljandi vegu.<br /> <br /> Sálmurinn er allra fyrsta tilraun þessarar barnungu stúlku til þess að setja hugsanir og tilfinningar í ljóð. Hún kunni ekkert í bragfræði, en kaus þó þessa leið til þess að tjá sig.<br /> <br /> Á fullorðinsárum ætlaði þessi stúlka að endurskrifa ljóðið samkvæmt ströngustu reglum, en hætti við. Það er jú ekki hægt að breyta fortíðinni. Því skal ljóðið, eins og fortíðin, standa óbreytt.


-*-

Þið hurfuð líkt og sólin sest að kveldi,
hurfðuð líkt og hiti bræðir hjarn.
Sitjið nú í guðsins ástareldi.
Hvert og eitt er drottins elskað barn.

Minningin um ykkur hlýjar hjartað
þó sorgin sitji yfir okkur enn.
Hlýja lífsins sólin ykkar bjarta
á himnum skín og dafnar bæði í senn.

Ást er eitt sem aldrei getur dáið
við elskum ykkur áfram ár og síð.
Þið hoppið um, á lífsins akri sáið,
lifandi hjá Guði alla tíð.

-*-

   (12 af 27)  
3/12/05 22:01

Ugla

Fallegt og sorglegt.

3/12/05 22:01

Heiðglyrnir

[Fær ryk í augað] Já blóðugt mín, það búa miklar tilfinningar þarna að baki..Samhryggist litlu stúkunni og óska henni velfarnaðar og hamingju í öllu sem að hún tekur sér fyrir hendur.

3/12/05 22:01

Haraldur Austmann

Úff...hvað er hægt að segja annað en að taka undir með Uglu?

3/12/05 22:01

Leir Hnoðdal

Afar tilfinningalegt og sorglegt. Góðar minningar eru gull, það skulum við líka hafa í huga í samskiptum okkar við okkar nánustu, á morgun gæti verið of seint að segja fyrirgefðu eða taka utanum einhvern. Ég spyr mig af hverju eru allir alltaf að fara og aðir á förum ?? Ég er orðin þreittur á jarðarförum, einhvernvegin svona búinn að fá nóg í bili af dauða.

3/12/05 22:01

Sæmi Fróði

Hugljúft og rétt hjá þér að vera ekki að breyta þessu. Blessuð sé minning þeirra látnu.

3/12/05 22:01

Bangsímon

Þetta hreyfði við mér. Rosa flott.

3/12/05 22:01

Nætur Marran

Ekki hefði ég lagt í að lesa þetta ef ég væri ný búin að missa barn eða lítið systkini. Bráðfallegur sálmur. Haltu þessu áfram.

3/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

[Tárast]

Hugljúft, dimmt og drungalegt í senn.

3/12/05 22:02

Dexxa

En fallegt og drungalegt...

3/12/05 22:02

Nermal

Tifinningaríkt og fallegt á sinn dimma hátt. Alveg óþarft að skemma með ströngum bragfræðireglum.

3/12/05 23:01

krumpa

Gullfallegt!

3/12/05 23:01

Glúmur

Þessu skaltu aldrei krukka í, þar er ég sammála þér.
Það er undarlegt ástandið sem hugurinn getur farið í við missi. Ráðvilltur en samt skýr, tómur en samt á hundrað, dofinn en samt tilfinninganæmur. Stundum finnst mér ég sjá þessi einkenni í skrifum fólks og sé votta fyrir þeim hjá þér. Þetta er vel gert.

3/12/05 23:02

ZiM

Þetta er ljóð sem að snerti mig. Ekki á slæman hátt.

4/12/05 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það er ekki auðvelt að finna orð við hæfi tilað leggja hér í belg.
Glúmi tókst það hinsvegar, svo ljómandi að ég hef engu þar við að bæta frá eigin brjósti.
Læt þó fylgja mínum ágætustu kveðjum eftirfarandi tilvitnun í hið fornkveðna:

Deyr fé.
Deyja frændr.
Deyr sjálfr ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getr.

4/12/05 00:01

Sundlaugur Vatne

[missir tár] Blessunin.

4/12/05 00:01

Skabbi skrumari

Já, sammála öllum hér fyrir ofan... salút.

4/12/05 00:01

blóðugt

Takk fyrir mig. Þið verðið bara að afsaka þunglyndisleg félagsrit. Ég finn bara ekki hjá mér sérstaka þörf til þess að skrifa þegar ég er í hæstu hæðum.

4/12/05 03:01

Kiddi Finni

Mikið er þetta fallegt... og sorglega snertandi. Guð geymi þá látnu. Takk, Blóðugt, fyrir að birta þetta.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.