— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Dónakarlar

Sumum er nú bara ekki viðbjargandi sko...

Það hefur eflaust komið fram áður að ég vinn við að skenkja fólki kaffi og með því og eitthvað svona sterkara um helgar. Sumir eiga það nú til þegar þeir eru komnir í glas að verða örlítið fjölþreifnir og láta stundum út úr sér ótrúlega gullmola. Þetta fylgir bara starfinu og maður sjóast í því að hafa stjórn á fólki og láta það ekki komast upp með of mikinn dónaskap. Yfirleitt bregður manni ekkert sérstaklega í brún þó slegið sé í rass eða reynt að faðma mann yfir borðið, þetta eru bara fullir karlar sem fá eflaust móral yfir hegðun sinni daginn eftir.

Þó gerðist það um daginn að mér varð nú barasta allri lokið!

Maður kemur að afgreiðsluborðinu um miðjan dag inni í miðri viku. Ungur maður, harðgiftur og barnmargur (ég semsagt kannaðist við hann). Ég spyr auðvitað hvort ég geti aðstoðað.
„Ha...“ segir maðurinn annars hugar.
„Get ég aðstoðað þig eitthvað“ segi ég hærra.
„Hmm...“ heyrist þá í karli.
„Get ég gert eitthvað fyrir þig...“ segi ég skýrt og greinilega.
„Já,“ segir hann skyndilega og mjög ákveðið.

Horfir svo dreymandi augnaráði á barminn á mér og segir:

„HOPPAÐU“

Ég fraus alveg. „Ne... veistu nei held ekki...“

„Nei þá fæ ég bara svart kaffi hjá þér.“

Helvítis maðurinn! Það er óþolandi þegar fólk nær að slá mann svona út af laginu!

   (15 af 27)  
2/12/05 23:01

Þarfagreinir

[Engist um]

Ætli þú verðir ekki að vanda orðalagið betur næst?

2/12/05 23:01

blóðugt

Trúðu mér ég hef ekki spurt nokkurn mann að þessu síðan þetta gerðist!

2/12/05 23:01

Galdrameistarinn

Þú hefðir bara átt að segja "OK!" og hoppa.
Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér.

2/12/05 23:01

Offari

Það er sem sagt hægt að slá þig út af laginu!
Ég sem hélt að þú þoldir allt!

2/12/05 23:01

blóðugt

Kannski ekki augliti til auglitis!

2/12/05 23:01

Bangsímon

Ég hefði pottþétt hoppað. En ég er náttla ekki með brjóst, þannig að það er ekki alveg að marka. Þetta er samt sniðugur dónaskpaur. Þegar ég verð dónakarl ætla ég að muna þetta trix.

2/12/05 23:01

Haraldur Austmann

Hoppaðu.

2/12/05 23:01

blóðugt

[Urrar á Harald]

2/12/05 23:01

Upprifinn

Þetta gefur heilmiklar upplýsingar.
Það er sem sagt þess virði að sjá þig hoppa?

2/12/05 23:02

Óðinn

já þessi maður er klárlega fagmaður, það er hægt að slá alla útaf laginu en með svona snilld, HVER ER ÞESSI MAÐUR?

2/12/05 23:02

Hermir

Gott að hann bað þig ekki um heilnudd og Flateyjarbók.

2/12/05 23:02

albin

Ef ég hefði vitað að þetta rataði hingað, þá hefði ég hugsað mig tvisvar um.
-
Nú er ég strax farinn að sjá eftir þessu.
-
Tekuru afsökunarbeiðni mína gilda?

2/12/05 23:02

Ívar Sívertsen

Til hvers að hoppa? Mér finnst hreyfðar myndir asnalegar...

2/12/05 23:02

Ugla

Hann hefði sko fengið svarta kaffið sitt med de samme hjá mér.
Heila sjóðandi könnu í klofið. Kannski að það hefði fengið hann til að hoppa!

2/12/05 23:02

Kondensatorinn

Hvert þó í hoppandi .

2/12/05 23:02

feministi

Það var þá þetta sen Einar Örn söng um hérna um árið.

2/12/05 23:02

Grýta

Var þetta nokkuð hann Mangi langi?

2/12/05 23:02

Jarmi

Kannski vildi hann sjá hvort þú værir efni í Fegurðarsamkeppni Vestfjarða. Annars virðist vera einhver skortur þar. Ég held þú ættir að skella þér.

2/12/05 23:02

Nermal

Og þú varðst alveg hoppandi vond?

2/12/05 23:02

blóðugt

Öss þið eruð ekkert nema dónakarlar!

3/12/05 00:00

Vamban

Ég verð að fara að venja komur mínar á þennan stað!

3/12/05 00:01

fagri

Hæ, hó, hopp og hí.

3/12/05 00:01

Ferrari

Þetta er snild

3/12/05 00:02

Gaz

*hoppar*
Ég er ekki dónakarl! Ég er dónakerling!

Hinsvegar þá er þetta náttúrulega ekkert skemmtilegt að láta slá sig svona út af laginu. Næst þegar hann kemur inn þá geturu látið hann hafa bollan og sagt "hoppaðu".

3/12/05 00:02

blóðugt

Neits! Segi sko ekkert meira við hann en ég þarf!

3/12/05 00:02

Steinríkur

[Skrifar þennan hjá sér]
Þessi á líka skilið að fá Thule...

3/12/05 00:02

Ívar Sívertsen

Hvernig er það, nennir enginn að spila ólsen hér?

3/12/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Jú, ég.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.