— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/05
Óveður

Stundum þykknar ekki bara í lofti.

Bylur vindur, boli næðir,
ber að utan, hávært slær.
Barnsins litla hjartað hræðir,
höggva, lemja gustir skæðir.

Lævís hvílir minning, mara,
mæðan kenndi eina nótt;
í rokinu, þá fjöllin fara,
fram þau leita, af því bara.

Ungann litla ógnin neyddi,
allt að missa, sættast við.
Barnið sá en aldrei eyddi,
engan plástur fékk á meiddi.

Ennþá getur óbilgjarni
úfinn kárinn hrætt og skelft.
Ungri konu, aftur barni,
illa svíður. Rok á hjarni.

   (16 af 27)  
2/12/05 15:00

albin

Ég gæti ekki leikið þetta eftir. [Klappar]

2/12/05 15:00

dordingull

Þetta er ljómandi gott.

2/12/05 15:00

Jóakim Aðalönd

Stórfínt ljóð, eða bljóð, eins og ég kalla ljóðin þín bljóðugt.

2/12/05 15:00

Furðuvera

Magnað, magnað!

2/12/05 15:00

Skabbi skrumari

Glæsilegt... þú ert ljómandi ljóðskáld...

2/12/05 15:00

Jarmi

Maður verður algjörlega að vefja sig í sængina eftir að hafa lesið þetta yfir.

2/12/05 15:00

blóðugt

Þakka fyrir mig, þið eruð voða góð við nýgræðinginn.

2/12/05 15:00

Offari

Fallegt takk.

2/12/05 15:01

Þarfagreinir

Nöturlegt er það. Fínt.

2/12/05 15:01

Hvæsi

[Hitar sér kakó, kveikir í arninum og vefur sig inní teppi]

Skál.

2/12/05 15:01

Heiðglyrnir

.
.
.
Álög legg á allan vind
öruggt geri húsið
Snara allan snjó og bind
snarlega um hlíð og tind
.
Fyrir blóðugt..!.. Vel gert mín kæra..meira svona..!..

2/12/05 15:01

blóðugt

Þakka þér fyrir vísuna Heiðglyrnir minn, og ykkur hinum einnig fyrir orðabelgina.

2/12/05 15:01

Grýta

Uff! Mér verður kalt.
Góður sálmur blóðugt.

2/12/05 15:01

Haraldur Austmann

Snilld! Tek ofan hárkolluna.

2/12/05 15:01

Mjási

Ljóðið þitt er frábært.
Ég ætla að fara í peisu.

2/12/05 15:02

Sundlaugur Vatne

Stök snilld, kæra skáldsystir.
[setur upp hatt og tekur ofan fyrir blóðugu]

2/12/05 15:02

Vladimir Fuckov

Afar glæsilegt og eigi finnst oss rjett að kalla yður nýgræðing hjer. Sjerlega drungaleg stemmning.

2/12/05 16:01

Sæmi Fróði

Ljómandi fínar vísur.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.