— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Það er svo undarlegt...

Ég á bestu vinkonu sem mér þykir auðvitað alveg svakalega vænt um. Hún er bara að valda mér svo miklum áhyggjum þessa dagana. Ég hef áhyggjur af því að hún sé að verða komin í eitthvað voðalegt rugl, í einkalífinu þá.
Strákurinn sem hún er búin að vera að dandalast með undanfarið er bara alls ekkert góður strákur! Hann er jú alveg ágætlega góður við hana svona stundum, en þess á milli alveg hrikalega vondur. Verri en ég gæti fyrirgefið nokkrum manni. Ég ætla ekki að fara mikið út í smáatriði en hegðun hans er í grófum dráttum þannig að hann hundsar hana, svarar ekki þegar hún hringir, heilsar ekki úti á götu og sýnir henni dónaskap þegar hún gengur harðar að honum að tala við sig. Eftir kannski heila viku af svona hegðun hringir hann allt í einu, spyr hvort hann megi koma í heimsókn og hún leyfir honum það! Ég hef margsinnis orðið svo sótöskuill út í hana fyrir að láta bjóða sér þetta! Ég vil ekki skipta mér of mikið af svo ég fái hana ekki upp á móti mér, en ég segi mína skoðun hikstalaust ef hún spyr. Hún veit að ég er ill út í hann og skilur mig, það er það sem ég skil ekki! Hún skilur að ég sé ill út í hann, hún er ill út í hann, en samt sem áður lætur hún vaða yfir sig!

Á ég bara sitja hjá og bíða eftir því að allt springi? Ég er ekki viss um að ég geti horft upp á hana kveljast viku eftir viku til þess eins að hitta vel á hann einu sinni og einu sinni! Svo malar hún um það í tvo, þrjá daga á eftir hvað hann sé æðislegur, bara búin að gleyma öllu þessu slæma! Ég hinsvegar get ekki gleymt því.

‹Dæs›

   (17 af 27)  
2/12/05 01:00

Bangsímon

Ástin er stundum staurblind.

2/12/05 01:00

Bjargmundur frá Keppum

Ást er ekki til á pappírum og hana er ekki hægt að færa í verð = Verðlaus og tilgangslaus þvæla.

Þrá og Græðgi, hinsvegar, eru tilfinningar sem eitthvað fútt er í!

2/12/05 01:00

Jarmi

Á ég að senda þér handrukkara yfir eina helgi?
Við komumst svo bara seinna að því hvernig þú borgar hann.

2/12/05 01:00

Mosa frænka

Hljómar erfitt. Best er örugglega að halda áfram að vera góð vinkona. Hún þarf að vinkonu að halda. Hlusta, segja skoðun ef hún spyr, en ekki fá hana upp á móti þér. Hún hefur mun meiri von á að rífa sig burt frá þessum skíthæl ef hún á góða vinkonu sem hlustar.

Gangi þér vel.

2/12/05 01:00

Þarfagreinir

Það eru svona hlutir sem fá mann stundum til að halda að konur vilji helst menn sem fara illa með þær. Kannski er það rétt í sumum tilfellum, þótt sorglegt sé.

Heimurinn væri almennt séð miklu betri og einfaldari ef fólk kæmi alltaf fram hvort við annað af hreinskilni og virðingu.

2/12/05 01:00

blóðugt

Ég þoli ekki svona gaura! Ef ég væri ekki svona siðprúð og góð stúlka (hehemm) væri ég búin að berjann!

2/12/05 01:00

Aulinn

Þetta hljómar alveg eins og vinkona mín! Helvítis asnar eru þessir menn...

[Urrar úr sér líf og sál]

2/12/05 01:00

Nornin

Sumir karlmenn (og kvenmenn líka) virðast fá eitthvað út úr því að fara illa með aðra. Hann er sennilega bara að nota hana (kynlíf er sterkt aðdráttarafl) en kannski er eitthvað meira á bakvið. Sýnist samt ekki á því sem þú ritar.
Hef verið í þessari stöðu sjálf og þetta er vondur staður til að vera á.
Núna er ég bara asnalega mikið skotin í manni sem vill ekkert með mig hafa. Það er skárra en að hann þykist af og til hafa áhuga...

2/12/05 01:00

krumpa

Ég á svona vinkonu líka - hún verður bara reið ef ég gagnrýni kostagripinn hennar. Hún hefur jafnvel haldið því fram að ég sé bara öfundsjúk!!! Best er að gera ekki neitt - vera bara til staðar þegar og ef allt springur. Annars er hætta á að vinskapurinn skaðisr meira en ,,sambandið"...

2/12/05 01:01

fagri

Fólk verður nátturulega að læra af reynslunni, ekki er hægt að hafa vit fyrir vinum sínum endalaust.

2/12/05 01:01

Myrkur

Er svo ekki yfirleit vaninn að fólk sem hagar sér svona þ.e. gaurinn í þessu tilviki, á við eitthvað vandamál að stríða. Á erfitt með að bindast eða hleypa fólki nálægt sér. Alls ekki að ég sé að afsaka svona hegðun en þetta er ekki eðlilegt að fólk láti svona.

2/12/05 01:01

Stelpið

Mín vinkona hefur verið í svona ,,sambandi" í að verða 4 ár, ég hef reynt allt sem ég get til að láta hana sjá að hún eigi betra skilið og hún er sammála því - en fer samt alltaf aftur í gamla farið.
Þannig að já, ég reyni bara að styðja hana, hlusta á hana og hugga þegar þess þarf, meira getur maður ekki gert.
Þetta er eitthvað sem manneskjan sjálf verður að rífa sig upp úr.

2/12/05 01:01

Don De Vito

Gefðu mér bara nafn og kennitölu og þá redda ég þessu bara fyrir þig...

2/12/05 01:01

Vladimir Fuckov

Svona mál eru erfið. Það sem stundum virðist halda svona samböndum gangandi er sú von/trú að sú er í því er geti fengið þann sem hún er með til að breytast. Þannig myndu vondu hliðarnar (sem eru margar) á honum allt í einu hverfa. Það gerist hins vegar sjaldan og aldrei nema hann vilji sjálfur breytast. Manneskja er vjer þekkjum vel til lenti í svona sambandi á síðasta áratug. Það var á allan hátt vont samband en byggðist einmitt mikið til á þessu.

Sem betur fer tók það hana 'einungis' um tvö ár (líklega vel sloppið) að átta sig á að þetta gekk alls ekki upp og sleit hún þá sambandinu. Þá tók við væl frá fyrrverandi um að hann gæti ei lifað án hennar o.s.frv. en sem betur fer var hún föst fyrir, hlustaði eigi á það og þetta tók að lokum enda án alvarlegra eftirmála.

Eftir að hafa fylgst með þessu 'ruglsambandi' liggur við að hvarfli stundum að oss (sbr. það sem Þarfagreinir og Nornin nefna) að leiðin að hjarta kvenna sje að fara illa með þær, jafnvel berja þær. 'Vandamálið' er (sem betur fer) að slíkt gætum vjer eigi.

Erfitt er líklega fyrir yður að breyta skoðunum vinkonu yðar á þessu máli á hliðstæðan hátt og ólíklegt er að hún geti breytt stráknum er um ræðir. Best er líklega að gera það sem Mosa, krumpa o.fl. benda á.

2/12/05 01:01

Jarmi

Já Vlad, sem betur fer getum við ekki fengið það af okkur að berja konur.
Ég veit ekki með þig, en ég get vel fengið það af mér að lemja þá sem gera slíkt aftur á móti... og hef gert.

2/12/05 01:01

Jóakim Aðalönd

Málid er einfalt; benda henni á hvad thad er miklu betra ad vera einhleypur.

2/12/05 01:01

Jenna Djamm

Elskan mín það er miklu betra að eiga góða vinkonu heldur en slæman kærasta.
Haltu áfram að vera vinkona hennar og leyfðu henni sjálfri að rekast á og læra af eigin mistökum.
Reyndu svo með lagni að benda henni á að hún á betur skilið.

2/12/05 01:01

Offari

Ástin er óútreiknanleg, og að reyna að skipta sér af annara ástarmálum gerir illt verra. Hún verður sjálf að sjá hvernig hún vill hafa það, en vertu henni til halds og trausts áfram,því hún þarf líka á vinum að halda.

2/12/05 01:01

blóðugt

Takk fyrir orðabelgina öll sömul. Ég skil alveg og veit að ég má ekki skipta mér of mikið af. Það er bara svo erfitt! Þau eru ekki einu sinni kærustupar þannig að enginn getur hætt með neinum. Það sem mér þykir verst er að þetta tilstand er svo farið að draga hana út í meira sukk. Þegar við fáum okkur í glas þá verður hún oftar en ekki ofurölvi og endar oft í einhverri vitleysu í sambandi við gaurinn.

Æi... urg! Langar bara að lemjann...

Það er allt of erfitt að horfa á einhvern sem manni þykir vænt um láta fara svona illa með sig.

2/12/05 01:02

Nermal

Það virðist vera þannig að eftir þvi sem menn eru verri því meiri kvennhylli njóta þeir. Og sumir virðast alveg vera boðnir og búnir til að nota það út í ystu æsar. Auðvitað er best að þú sért til staðar fyrir hana og vonandi áttar hún sig bráðum á villu síns vegar og þá á hún góða vinkonu til að halla sér að.

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.