— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/08
Bráðlæti

Það er ekki þolinmæðini fyrir að fara hjá sumum fyrirtækjum

Það er alveg ótrúlegt hve sum fyrirtæki eru áfjáð í að innheimta sína aura. Þannig er allaveganna málið með Kreditkort HF. Ég er með kort frá þeim og hef ávalt staðið vel í skilum við þá. Eins og vanalega fékk ég reikning fyrir síðasta tímabil, ekkert út á það að setja. Ég var aðeins seinn að borga þetta sinnið. Gjalddagi var 4. maí, og ég borgaði örfáum dögum síðar. Svo fékk ég innheimtuviðvörun frá fyrirtækinu. Sú var dagsett 6. maí!! Sumsé aðeins tveimur dögum eftir gjalddaga. Mér finnst þetta déskoti lítil þolinmæði hjá þeim, sérstaklega ef maður tekur með í reikningin að bankar voru lokaðir 1. 2. og 3. maí. Mér finnst allt í lagi að bíða með ítrekanir í svona viku eða svo. Ég hélt nú líka að það ætti fremur að slaka á innheimtuaðgerðum í þessu þjóðfélagsástandi en hitt.

   (15 af 97)  
5/12/08 12:01

Jarmi

Ef þeir biðu í 48 klst þá gáfu þeir þér 178.000 sekúndur til að framkvæma aðgerð sem tekur um 180 sekúndur að framkvæma í heimabanka. Þú fékkst sumsé um það bil 1.000 fresti til að standa í skilum við fyrirtæki sem veitir þér það traust að borga fyrir þig vörur að andvirði tugi ef ekki hundruði þúsunda á mánuði. Og það án þess að þú þurfir að bera það undir þá hvað á að kaupa.

5/12/08 12:01

B. Ewing

Settu kortið í tóma mjólkurfernu, fylltu hana af vatni og settu fernuna með kortinu í frystinn. Það ætti að sýna þeim í tvo heimana! [Ljómar upp]

5/12/08 12:02

Nermal

Tek það fram að ég er EKKI með heimabanka.

5/12/08 12:02

Hvæsi

<Hrökklast og allt það>

EKKI MEÐ HEIMABANKA ?

Hver ertu eiginlega ?

5/12/08 13:00

Ívar Sívertsen

Ert þú með tímavélina? Ég hélt að allir sem væru netvæddir væru með heimabanka.

5/12/08 13:01

blóðugt

Ég borgaði reikning á eindaga, fékk daginn eftir ítrekun sem var dagsett á eindaga. Merkilegt.

5/12/08 16:00

Bismark XI

Ekki er ég með heimabanka enda er það alger óþarfi.

5/12/08 16:00

Einstein

Ég er ekki með síma, enda algjör óþarfi.

Þú áttir að borga reikning 4. maí og ert hissa á að fá innheimtuviðvörun (ekki ítrekun eða innheimtuaðgerðir) tveimur dögum síðar? Voru þeir með einhverjar hótanir?

6/12/08 01:01

albin

Bráðum verða læti.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.