— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/08
Fálkaorðan

Ef ég er að fara með fleipur þá tek ég þetta rit út.

Nú um áramótin voru ellefu Íslendingar sæmdir hinni Íslensku Fálkaorðu. Örugglega allt hið ágætasta fólk sem hefur vafalaust átt þessa vegtyllu inni. En það er einn maður sem ég held að hafi aldrei fengið Fálkaorðuna. Ég er ekki að tala um mig ef einhver heldur það. Ég er að tala um eðalsnillinginn Þórhall Sigurðsson, eða Ladda. Laddi hefur skemmt landanum í ein 40 ár, og er að mínu mati fyndnasti maður Íslandssögunar. Laddi hefur skapað margar óborganlegar persónur sem flestir landsmenn þekkja mjög vel. Gaurar eins og Dr. Saxi, Eiríkur Fjalar, Magnús og Dengsi eru bara lítið brot af því sem þessi snillingur hefur skapað. Mér finnst hann eiga inni Stórriddarakross fyrir allt sem hann hefur fært þjóðini og allann þann hlátur sem hann hefur skapað á undangengnum 40 árum.

   (17 af 97)  
1/12/08 12:01

Grágrímur

Dengsa? Virkilega?

1/12/08 12:02

B. Ewing

Þú verður einfaldlega að setjast við skriftir.
Frá http://www.forseti.is/Forsida/Falkaordan/
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir.
~
~
Tilnefningar sendast orðunefnd:

Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík

1/12/08 12:02

krossgata

Já, það er ekki öllum gefið að koma öðrum til að hlæja. Ég er viss um að Laddi fær einhvern tíma einhvers konar viðurkenningu fyrir undrameðalið hláturinn.

1/12/08 12:02

Álfelgur

Sammála... Laddi á þetta alveg inni.

1/12/08 12:02

Isak Dinesen

Hann er auðvitað snillingur í að gera grín að þroskaheftum og hefur um langt skeið kennt börnum landsins þann góða sið.

1/12/08 12:02

hvurslags

Hefur Ómar Ragnarsson fengið orðu?

1/12/08 12:02

Fíflagangur

Laddi á ekkert skilda fálkaorðu.
Það er hins vegar allt önnur saga með Eirík Fjalar.

1/12/08 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Laddi, já. Hann hefur vissulega gert margt feykisnjallt um dagana & glatt margan Frónbúann.

Ég gæti bezt trúað að karlinn hafi verið ofarlega á orðulistanum alveg framað Elsu Lund-comebackinu í nýlegri auglýsingaseríu fyrir Zik-Zak kvenfataverzlanirnar. Sá karakter er að mínu viti barasta einfaldlega of óþægilega óþolandi tilað nokkur heilvita maður geti haft gaman að.

1/12/08 13:01

Nornin

Mér hefur aldrei fundist Laddi fyndinn og sonur hans hefur greinilega lært af pabba sínum því mér stökk ekki bros undir "gamanmáli" sem hann flutti á lokakvöldi ráðstefnu sem ég sótti í haust.

Laddi á ekki skilda fálkaorðuna frekar en ég.

1/12/08 13:01

Garbo

Magnús er lang flottastur.

1/12/08 13:01

Skabbi skrumari

Bjössi Bolla var alltaf bestur.

1/12/08 13:01

Texi Everto

Lék hann í Bonanza?

1/12/08 13:02

Allaballi

koss

1/12/08 13:02

Nermal

Ég er ekki fjarri því að Ómar hafi fengið orðuna. Ef ekki þá á hann hana verðskuldaða. Sérstaklega þegar tekið er mið af því að lúðar eins og Kristján Þór Júlíusson fyrvrerandi bæjarstjóri á Akureyri hafa fengið þessa orðu.

1/12/08 14:00

Einstein

Þykir það nokkuð fínt nú til dags að fá fálkaorðu? Er þessu ekki spreðað um eins og spilum?

1/12/08 14:00

Dexxa

Laddi er einfaldlega snillingur að mínu mati, og mér finnst hann eiga fálkaorðuna skilið. [Ljómar upp]

1/12/08 14:02

Texi Everto

Laddi er svipað hæfileikaríkur og Geir Ólafs og Björn Bjarna.

1/12/08 14:02

Offari

Ég hef aldrei fengið fálkaorðuna. En Ástþór er búinn að lofa mér orðu þegar hann verður forseti.

1/12/08 15:00

Texi Everto

Laddi er fyndinn.
[Fokkar flissandi á eftirTrausta S. Maack til móts við ðö sunsong]

1/12/08 15:01

Nermal

Don't fokk so klós!!

1/12/08 16:00

Sundlaugur Vatne

Bíddu við. Ef Laddi skapaði Dr. Saxa, Eirík Fjalar og Dengsa...? Ertu að segja mér að þeir séu þá bræður? [Klórar sér í höfðinu] Mér finnst þeir ekki einu sinni líkir.

2/12/08 04:00

albin

Laddi er bara trésmiður.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.