— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/07
Hvar er ritið?

Hérna um daginn setti ég inn eitt stykki félagsrit. Fjallaði það um vandlætingu mína á frammferði breta í okkar garð. En nú er það skyndilega gufað upp! Var það fjarlægt af ritstjórn? Var eitthvað í ritinu sem var ósæmilegt eða særandi? Fór ég útfyrir einhverjar reglur? Ég fjarlægði það allaveganna ekki sjálfur. Voru það kanski stafsetningarvillurnar sem voru að fara fyrir brjóstið á fólki?

Ef það eru stafsetningavillurnar þá finnst mér það andskoti fjandi skítt. Þetta hefur verið vandamál hjá mér í gegnum alla mína skólagöngu og hefur valdið mér hugarangri oft á tíðum. Það væri því ágætt að fólk myndi líta aðeins framhjá smávægilegum..já eða jafnvel stórvægilegum stafsetningavillum og spái kannski aðeins meira í því sem ég er að skrifa. Kannski viljið þið bara að ég hætti að skrifa félagsrit........

   (25 af 97)  
31/10/07 13:01

Lepja

Varstu að brjóta lög? Ég hef alltaf haft þetta bad boy feeling frá þér.

31/10/07 13:01

Andþór

Þetta hlýtur að vera einhver tæknigalli. Það getur enginn fjarlægt félagsrit nema eigandi þess og stjórnandi síðunnar.
Ólíklegt þykir mér að Enter ritskoði þig þannig að einhver tæknigalli hlýtur þetta að vera.

Ég fyrir mitt leyti vill alls ekki að þú hætti að skrifa félagsrit.

31/10/07 13:01

Lepja

Ef hann var að brjóta hegningarlög þá finnst mér alveg líklegt að Enter hafi hent þessu út.

Í hegningarlögunum, gr. 95. segir: [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.][Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í
frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi
aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]
L. 101/1976, 10.gr. L. 47/1941, 2. gr.

31/10/07 13:01

albin

Þetta er nú meira væluritið, búhú.... Óþarfi að fara að grenja Það er enginn að spilla fyrir þér, Þú hefur bara klúðrað því að vista ritið. Ósköp einfalt. Ekki var brundriti finngálknsins eytt. Sem betur fer, enda eitt af mínum uppáhalds.

Enter, eða ritstjórn eyða ekki félagsritum fyrir stafsetningarvillur, og ef svo ótrúlega vildi til að þeir hafi haft puttana í því, þá hefðir þú verið aðvaraður í tölvupósti eða einkaskilaboðum. Það getur alltaf gerst að það sem að maður skrifar vistast ekki. Margvíslegir misbrestir geta valdið því.

Sástu félagsritið einhverntíman á forsíðunni EFTIR að þú taldir þig vista? Og voru komin komment við það?

31/10/07 13:01

Jarmi

Hahahaha, þú ert nú meiri pungurinn alltaf. Góður.

31/10/07 13:02

Lokka Lokbrá

Ég man eftir riti þínu Nermal . Það var um að sparka í lyggjandi.. (með y í stað i ) og það voru komnar þó nokkrar athugsemdir við það.

31/10/07 13:02

albin

Já, nú man ég eftir þeim titli.
En samt sem áður er líklegast, að um eigin mannleg mistök sé að ræða. Það voru nú ekki höfð svo stór orð ef ég man rétt í ritinu, að fráleitt er að því hafi verið eytt af þeim sem lyklavöldin hafa hér.

31/10/07 13:02

Huxi

Bannsett breska leyniþjónustan er komin með fituga puttana inn um allt hér í Baggalútíu. Það er spurning hvort ég verði ekki að fara að virkja starfsmenn mína í PRESSECPOL til gagnnjósna og jafnvel að eyða félaxritununum hans Jarps. Hann hlýtur einhverstaðar að rita félaxrit, helvítis kallinn.

31/10/07 13:02

Nermal

Ég get þá augljóslega gert mistök úr fjarlægð. Ég varla kom við tölvu síðastliðna helgi. Var fyrir norðan, skaut inn einu commenti á mitt eigið rit. Og albin SKÍTTÍ HNEFANN Á ÞÉR!!!

31/10/07 13:02

albin

Rólegur gæðingur, þó hægðir séu þér ofarlega í huga þessa stundina. Lestu þetta "félagsrit" bara yfir aftur, og reyndu að sannfæra mig ekki um að þetta sé ekki vælurit.

Varla helduru að það hafi verið svo mikið púður í horfna ritinu að "einhver" hafi ekki séð sér annað fært en að láta það hverfa þegjandi og hljóða laust.

31/10/07 13:02

Texi Everto

Skrumgleypirinn sjálfsagt.

31/10/07 13:02

krossgata

Sammála Texa.

31/10/07 13:02

Jarmi

Vertu ekkert að hlusta á albin. Ég er viss um að þú ert nógu harðkjarna til að vera ritskoðaður.

[Hlær og slær sér á lær]

31/10/07 13:02

Skabbi skrumari

Það er búið að vera eitthvað fokk í gangi með Gestapó... getur verið að gagnagrunnurinn sem heldur uppi Gestapó sé að hrynja:

Warning: mysql_connect(): Too many connections in /var/www/virtual/www.baggalutur.is/html/gestapo/db/mysql4.php on line 48

Warning: mysql_error(): supplied argument is not a valid MySQL-Link resource in /var/www/virtual/www.baggalutur.is/html/gestapo/db/mysql4.php on line 330

Warning: mysql_errno(): supplied argument is not a valid MySQL-Link resource in /var/www/virtual/www.baggalutur.is/html/gestapo/db/mysql4.php on line 331
phpBB : Alvarleg villa

Could not connect to the database

31/10/07 13:02

Andþór

Já fékk þetta líka áðan.

31/10/07 13:02

Offari

Er Baggalútur að fara á hausinn?

31/10/07 13:02

Ívar Sívertsen

Getur verið að Næturdrottningin hafi verið að fikta?

31/10/07 13:02

Jóakim Aðalönd

Ég held að Ívar hafi verið að fikta. Hann er kerfisstjóri...

31/10/07 14:00

Andþór

Var Ívar að fitla við sig aftur?

31/10/07 14:00

Jóakim Aðalönd

Já, það er óhugnanlegt, ekki satt? Mwahahahaha!

31/10/07 14:01

hlewagastiR

Ég fjarlægði þetta og bið þig að hafa þig hægan framvegis.

31/10/07 14:01

Wayne Gretzky

Af hverju er stafsetningin svona léleg?

Annars skil ég þetta ekki, þ.e.a.s hví ritinu var eytt.

31/10/07 14:01

Dexxa

Þetta hlítur að vera tæknigalli. Mér fannst þetta bara gott rit hjá þér og get ekki séð að ástæða hafi verið fyrir því að eyða ritinu.

31/10/07 14:01

albin

hlewagastiR, ertu einhver tjallasleikja?

31/10/07 14:02

hlewagastiR

Neinei, er komst bara yfir lykilorðið hans Nermals, fór inn sem hann og eyddi þessu. Bara til að skaprauna honum. Ég er nefnilega illmenni, sjáðu til.

31/10/07 14:02

albin

Ég vissi að þú værir það. En var yfir eitthvað að komast? Ég hefði giskað fyrst á nótta, prump, hægðir og kynlíf ekki endilega í þessari röð.

31/10/07 14:02

hlewagastiR

Það var Næturgagnið en nú er hann búinn að breyta því, vísast í eitthvað af því sem þú nefndir.

31/10/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Þú ert snjall hlebbi minn. Greind þín verður varla mæld, svo mikil er hún.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.