— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/07
Umferðarmenningin

Upplifun mín á búsetuni í Reykjavík

Nú hef ég búið í Reykjavík um nokkurt skeið og tekið eftir ýmsu í umferðini. Í fyrsta lagi eru allir alveg ótrúlega mikið að flýta sér. Ef hámarkshraðinn er 60 þá er ekið á 80 - 90 og svo frammvegis. Það er spænt frammúr manni alveg vinstri hægri ef maður ekur á löglegum hraða. Merkilega oft nær maður svo viðkomandi á næstu ljósum, þannig að sjaldnast hagnast menn á ofsaakstrinum.

Svo virðist orðið tillitssemi vart vera til í orðabók ökumanna. Samt virðast flestir vilja að ég sýni þeim tillitssemi og gefi þeim eftir pláss á akreynini sem þeir vilja komast inná. Ég reyni að gera mitt besta.

Afreynar virðast einnig flækjast fyrir mörgum bílstjórum. Þegar ég ættla að taka beyju og það er afreyn til staðar þá nota ég hana alla, svona til að greiða fyrir umferðini sem er á eftir mér. Alltof margir sveigja bara inná afreynina örfáum metrum áður en hún endar, svína jafnvel fyrir mann.

Ég held að ef menn væru ekki með þennann æsing og ofsa í umferðini, já og sýndu hvor öðrum tillitsemi og greiðvikni þá gengi umferðin mun betur og hraðar. Menn græða sjaldnast á ofsa og þjösnaskap.

   (32 af 97)  
3/12/07 09:01

Galdrameistarinn

EFtir að hafa verið í Þýskalandi og Danmörk nú um tíma þá langar mig ekkert til að keyra í umferðinni í Reykjavík þegar ég kem næst til landsins enda er það staðreynd að 99% ökumanna kann ekkert að keyra.

3/12/07 09:01

Hvæsi

Ef maður horfir í eigin barm, þá er það hugarástand manns hverju sinni sem stjórnar því hvernig er best að keyra.
Í dag finnst manni kanski í lagi aðfara uppí 95 á miklubraut, en á morgun kemur samviskupæling og þá heldur maður sig á löglegum hraða.
Svo er það annað, og það er að sama hvernig maður er sjálfur, þá er alltaf eitthvað að næsta ökumanni.
Þeir sem fara framúr manni eru undantekningarlaust bandóðir brjálæðingar, og þeir sem tefja mann eru gamlir bjánar.
Stundum er ég "bandóði brjálæðingurinn" og stundum er ég "gamla fíflið" Og reykvíkingar eru ekkert verri en aðrir. Ég hef keyrt á spáni, Kanarí, Grikklandi og fleyri stöðum og þar er umferðin mun verri.

3/12/07 09:01

krossgata

Mér finnst þægilegra að keyra í Orlando (milljónaborg) á annatíma en á Íslandi. Skiptir þá ekki máli hvort Reykjavík eða aðrir staðir eiga í hlut. Íslendingar upp til hópa haga sér eins og fífl í umferðinni, sama hvaðan þeir koma. Flestir halda líklega að umferðarreglur sé eitthvað sem á bara að nota í öðrum löndum.

3/12/07 09:02

Jarmi

Mér finnst mjög auðvelt að keyra í Reykjavík, en að keyra í Kaupmannahöfn er fáránlega erfitt.

3/12/07 09:02

hundinginn

Nöldur!

3/12/07 10:00

Ívar Sívertsen

Ég skrifaði einu sinni félagsrit um þennan málaflokk. Annars margt til í þessu.

3/12/07 10:01

B. Ewing

Þetta er alveg satt. Enda eru vegalengdir í Reykjavík þannig að fólk eyðir um 2-3 klst á hverjum degi í bílnum. Það miunar um minna þegar fólk er að vinna 10 tíma vinnudag, eyðir 3 tímum í neysluna og á sér 4 tíma frístundapakka að auki. Eftir standa um 4-5 klukkustundir sem á að nota í heimilishald, uppeldi og svefn.

ERGO: Reykvíkingar eru ósofnir og úrillir í umferðinni. [Ljómar upp]

3/12/07 10:01

Bleiki ostaskerinn

Eftir að hafa setið í leigubíl í new york þá prísa ég mig alsæla með umferarmenningu íslendinga. Þar sem voru 2-3 beygjuakreinar, var bara ein akrein sem tók á móti þessum þremur sem þurftu að beygja samtímis, og þetta var spurning um hver var frekastur og hver var fljótastur að veifa næsta manni með löngutöng upp í loft.

3/12/07 10:01

Dexxa

Hehehe.. ég er alveg sammála þér Nermal ;)

3/12/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er ofboðslega leiðinlegt félaxrit.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.