— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/06
Svona er ástin bara.....

Ég hef orðið var við að sumir hér inni eru að dissa mig og Næturdrottninguna mína fyrir að vera of væmin, gera of mikið af því að skiptast á ástarjátningum og fagurgala á hinum ýmsustu þráðum hérna. Sumir virðast jafnvel vera að eltast við finna eitthvað sen við höfum skrifað í þessa átt.

Ég verð bara að biðja fólk afsökunar ef það verður eitthvað súrt yfir þessu. Málið er að þetta er í fyrsta sinn sem ég finn þessa tilfinningu, þ.e tilfinninguna að vera ástfanginn og hefur það því tekið ansi stórann toll af huga mínum. Svo hafa nú sumir verið að koma með svakalega bersögul félagsrit og svo drulla yfir okkur í næsta orði. En það er önnur saga. Ég er ástfanginn og bara svakalega ánægður með það og ættla ekki að láta misbiturt fólk skemma það.

   (43 af 97)  
31/10/06 01:02

Offari

Iss þetta er bara öfund í okkur. Til hamingu með ástina hún er dásamleg.

31/10/06 01:02

Herbjörn Hafralóns

Það var nú oft heitt í kolunum í Teningahöllinni þegar við Offari héldum þar til með kátum drottningum. Sumum þótti jafnvel nóg um en ég óska ykkur Næturdrottningunni alls hins besta í raunheimum sem og á Gestapó.

31/10/06 01:02

Grýta

Já já. Til hamingju með það og Næturdrottningin líka.

31/10/06 01:02

albin

Það er ekkert að ástarjátningum eða ást yfir höfuð. Síður en svo. Þetta er tiltölulega eðlilegur hlutur, lítið smitandi.
Hinsvegar verð ég að viðurkenna að mér finnst það ekki endilega sérstök ástæða til að bergmála það linnulaust á öðrum hverjum þræði. Það verður að viðurkennasts að meðalhófsreglunar hefur líklega eigi verið gætt nægilega í hófi.

En nú hefur þú (og þeir sem slíkt stunda af móð) einstakt tækifæri til að draga úr því (að hafa þetta á flestum þráðum (já ég veit um þræði sem hafa sloppið)), því til er alveg sérdeilis príðilegur þráður sem er einstaklega séhannaður af henni dulmögnuðu Dulu ef ég man rétt, og hentar einstaklega afar vel einmitt til slíkra nota. Þar er grá upplagt að hlaða inn ástarjátningum af öllum toga og engin ástæða til að spara þær þar. Allir sem heimsækja þann þráð vita hvað þar gæti verið að finna og geta ekki við neinn sakast finnist þeim full mikið játað.

31/10/06 01:02

albin

Já og njótiði vel.

31/10/06 01:02

Aulinn

Æji þegiðu bara.

31/10/06 01:02

Kondensatorinn

Ást er ekki verra viðfangsefni en annað.

31/10/06 02:00

krossgata

Turtildúfuhöllin er prýðilegur staður. Skál!

31/10/06 02:00

Anna Panna

Afsakið langlokuna en ég verð... [Kippir Nermal niður af bleika skýinu eitt augnablik]

Öööhhhh... sorrí en „...ef það verður eitthvað súrt yfir þessu”?? Þetta er bara eins og þegar maður geymir mjólkina uppi á borði allan daginn, hún verður súr. Þetta var allt voða sætt í vor þegar þið byrjuðuð á þessu en nú er þetta búið að vera uppi á borðinu í allt sumar og fram á haust og er bara... já... súrt og þreytandi.

Ég vona að þið fyrirgefið mér þessi stóru orð, ég óska ykkur ekkert nema hamingju (í hinum sk. raunheimum), þið virðist svo sannarlega hafa verið heppin að hitta hvort annað en vitiði... ég þarf ekki (og vil ekki) einu sinni vita svona mikið um ástarmál bestu vina minna, hvað þá (nánast) bláókunnugs fólks.
Og eins og áður hefur komið fram eru þó nokkuð mörg önnur pör virk hérna inni, vafalaust einhver sem eru ástfangin í fyrsta skipti en sjá þó ekki ástæðu til að blása það um víðlendur Gestapósins, einfaldlega af því að þetta á illa heima hérna.

Það er nú samt enginn að tala um að þið eigið að láta eins og þið þekkið ekki hvort annað, bara að slaka aðeins á „nermal er að elda-næturdrottningin er að fara að borða matinn sem nermal er að elda, ætli fólk fatti það, fliss-fliss-glott” og álíka innleggjum og þetta mun hætta að vera svona mikið bitbein.
En hvað eruð þið annars eiginlega að kvarta, þið fenguð heila höll undir ykkur, það er nú meira en margur póinn hefur fengið!

[Hendir Nermal aftur upp á bleika skýið] ...Aaaaand stay there!!!

31/10/06 02:00

Huxi

Fyrir alla muni njótið þess að vera skotin hvort í öðru, það er bara gaman. En fyrir alla muni notið turtildúfnakofann sem hún Dula gaf svona fólki sem er í ykkar ástandi. Annars förum við hin bara að öfundast. Og ef einhverjum þykir vera farið að súrna í ástarpungunum þá verður bara að hafa það. Ef þið farið eftir öllum reglum um háttsemi og vandað málfar þá er ekkert við þessu að segja.
En hvað veit ég svo sem ...

31/10/06 02:00

Stelpið

Til hamingju með að hafa fundið ástina. Megið þið endilega vera sem duglegust að tjá ást ykkar hvort á öðru... en eru ekki til persónulegri, nánari og skemmtilegri leiðir til þess en að setja inn innlegg á spjallsvæði á netinu fyrir allra augum? Svosem augliti til auglitis, SMS eða MSN? Bréfdúfur með gamaldags ástarbréf eða tækniórangútan með einkaskilaboð?
Og tek heils hugar undir pistil Önnu Pönnu.
[Veifar til Nermals uppi á bleika skýinu]

31/10/06 02:00

Dula

Lífið er yndislegt og það getur orðið mun yndislegra ef öll dýrin í skóginum eru bestu vinir, Takk fyrir að vera til og þið Nermal og Næturdrottning eruð náttúrlega yfirmáta ástfangin, komið í höllina og þar getið þið gengið að eldheitum ástarjátningum sem vísum, og svo getið þið laumast kannski eitthvað á óteljandi félagsritum. Sumum finnst þetta kannski vera einsog að kasta alltaf sex teningum í tveim sex leiknum eða jafnvel koma með já og nei spurningu á annaðhvort eða þræðinum. Elskurnar mínar þið getið kannski ekki fengið nóg af þessu akkúrat núna en smám saman verður þetta einsog að vera í partý þar sem par er að nánast gera það ofan í bolluskálinni allan tímann, svolítið út úr kú.
Takk fyrir frábær komment þið sem minnist á turtildúfuhöllina og bið Nermal og Næturdrottninguna margfaldlega velkomin þangað.

31/10/06 02:00

Gísli Eiríkur og Helgi

knús

31/10/06 02:00

Grágrímur

Einhver sagði einhvertímann 'Mér finnst ekkert í heiminum jafn merkilegt og mín eigin fullnæging og ekkert í heiminum jafn ómerkilegt og fullnæging annarra'... veit ekki af hverju en þetta virðist eiga vel við hérna...

31/10/06 02:00

Leiri

Ég fagna því, með fölskvalausri gleði, þegar fólk tjáir sig á svo innilegan, sannan og opinskáan hátt og dregur nánast ekkert undan. Það er tilbúið að deila sínu með öðrum og skammast sín ekki fyrir neitt. Það er sjaldséð á þessum tímum neyslu, hraða og firringar. Ég þakka innilega fyrir þessu fallegu innlegg og vona að þau verði hér áfram um ókomna tíð, sem oftast og sem víðast. Skál og til hamingju!

31/10/06 02:00

Vímus

Elsku kallinn minn, í guðanna bænum njóttu þess meðan það endist. Það er svo andskoti stuttur tími hvort eð er.
Annars mætti halda að þú hafir aldrei lent í þessu áður og hafir enga hugmynd um að yfirleitt fer þetta allt til andskotans.fyrr eða síðar.

31/10/06 02:00

Grágrímur

Það sem Vímus sagði...

31/10/06 02:00

Skabbi skrumari

Heyrðu Nermal... það er líka til Ástarljóðaþráður... þú ert velkominn þangað... skál og til hamingju...

31/10/06 02:00

Jarmi

Fyndið.

31/10/06 02:01

Nornin

Ég verð að vera sammála albin, önnu og stelpinu.

Þetta er rosalega fallegt og ég óska ykkur báðum til hamingju, ég veit sjálf hversu dásamlegt það er að vera ástfangin, enda hef ég aldrei upplifað jafn sterkar tilfinningar til nokkurs manns eins og ég finn í garð Ewings.
Við erum á rósrauðu skýi í raunheimum, en drögum línuna við að vera með sífelldar ástarjátningar á netinu, það er ekki einu sinni eins persónulegt.

Þetta er ekki öfund eða leiðindi í ykkar garð.
Þið verðið bara að vita hvar og hvenær það er við hæfi að útblása ást ykkar á hvort öðru og í hvaða tilfellum það er þreytandi. Annars verður þetta eins og Dula sagði: parið sem er nánast að gera það í bolluskálinni.
Þegar þetta er orðið svona mikið þá lítur það næstum út eins og sýndarmennska.

Njótið þess að vera ástfangin, þið eigið það skilið.
Njótið þess að eiga hvort annað, það er ekkert í heiminum jafn mikilvægt.
En njótið þess endilega í einrúmi.

31/10/06 02:01

Vladimir Fuckov

Svo gætu Nermal og Næturdrottningin auðvitað í sameiningu stofnað laumupúkaþráð [Ljómar upp].

31/10/06 02:01

Billi bilaði

Geta biskuparnir okkar ekki bara vígt þau saman í nafni Enters?

31/10/06 02:01

Tina St.Sebastian

Það ætti ekki að vera mikið mál.

31/10/06 02:01

Billi bilaði

Nermal, vantar þig svaramann?

31/10/06 02:01

Skabbi skrumari

Það hafa áður farið fram hátíðlegar athafnir hér á Gestapó... t.d. gengu Mikill Hákon og Frelsishetjan í það heilaga á einu fylleríinu...

31/10/06 02:01

Huxi

Það er mál til komið að þessir bráðabirgðabiskupar fari að gera eitthvað..

31/10/06 02:01

Litla Laufblaðið

Já. ég verð að vera sammála Nornu, Önnu, albin og Stelpinu o.fl.

Fínt hjá ykkur að vera ástfangin. Það er ég líka. En ég hrópa það ekki út um allt hérna inni. Ég viðurkenni að ég gerði það dálítið fyrst þegar við Limbri byrjuðum að vera skotin. Skrifaði 1-2 félagsrit og ég veit ekki hvað.
En það var líka dálítið öðruvísi, því við bjuggum jú í sitthvoru landinu og gátum hreinlega ekki sagt þetta augnliti til augnlitis. Við gátum ekki knúsað hvort annað þegar við vildum.
Það getið þið.
Núna þegar við búum saman, og höfum gert í tæp 2 ár. Þá tjáum við okkur ekki um þetta hér. Enda kemur ást okkar ykkur ekkert við! [Blikkar]

Ég hef oft pælt í því hvort fólk sem blæs ást sína svona út á netheimum, gera það jafn mikið í raunheimum. Segið þið jafn oft "ég elska þig kútur" í raunheimum og hér?

En í alvöru. Það er enginn að segja þetta bara til þess að vera leiðinlegur. Flestir sem skrifa langlokurnar hérna, tala af reynslu. Það getur verið góð hugmynd að læra af reynslunni.

Góðar stundir.

31/10/06 02:01

Nermal

Mér finnst fólk líka ýkkja soldið um fjöldan af innleggjum. Ég hef skrifað í heild yfir 13.000 innlegg, og ég held að innann við 1% af þeim séu rósbleikar ástarjátningar

31/10/06 02:01

Mikki mús

Nú nú eru þið Nermal og Næturdrottning orðin par? Jæja til hamingju með það.

31/10/06 02:01

Næturdrottningin

Úfffff.. þetta eru meiri langlokurnar. Ég segi bara fyrir mig að við höfum að vera aðallega að segja eitthvað fallegt í þræðinum "Segðu eitthvað fallegt" Eða er maður að misskilja það eitthvað. Og það er ekki eins og við séum að þessu í öllum þráðum, en jú við notum Turtildúfuhöllina. Takk fyrir hana Dula.
Svo er annað við getum ekki knúsast og sagt hvort öðru hvað við elskum hvort annað mikið þegar við viljum. Það getur verið að það sé kannski líka þess vegna að við erum í sitthvoru landshorninu.
En takk samt fyrir góðar ábendingar og við tökum þetta til skoðunnar.

31/10/06 02:01

albin

Allt er best í hófi

31/10/06 02:01

Isak Dinesen

Ást er (bara)...

Að spamma hvert annað á spjallsvæði.

31/10/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku skötuhjú ég vildi ég væri í ykkar fótsporum .Fyrir mér megið þið tjá ykkur um ykkur hvar sem er og hvenær sem er . Ég vona að þið sigrið þögnina og gráa lit hversdagsleikans . Knús

31/10/06 02:02

Hakuchi

Ást er svo dýrmætt orð að það ætti ekki að vera fjöldaframleitt.

Minna er meira.

31/10/06 03:00

Upprifinn

Notiði meira einkaskilaboð það er miklu skemmtilegra og svona aðeins meira prívat en það er allt í lagi að viðra þetta stundum. Allavega alger óþarfi að vera neitt feiminn við að láta aðra vita hvað ykkur finnst um hvort annað, við höfum bara gott af því mörg hver að vera minnt á hvað það er yndislegt að elska einhvern.

31/10/06 03:00

Jarmi

Drepfyndið.

31/10/06 03:01

Vímus

Allt er þegar þrennt er Jarmi Sjarmi. Ef þú kíkir aftur á þetta er ég hræddur um að þú deyir úr hlátri og það vil ég ekki.
Humm! Hvernig áttu að lesa þetta nema kíkja í þriðja sinn?

31/10/06 03:01

Jarmi

[Drepst út hlátri]

31/10/06 04:00

Jóakim Aðalönd

Ást og sambönd af hverskyns tagi (nema viðskiptasambönd og netsambönd) eru handbendar djöfulsins og á að höndla þau sem slík: Kveða þau niður!

31/10/06 05:00

Dula

Jóakim! ÖSSS svona segir maður ekki.

31/10/06 05:01

Þarfagreinir

Jóakim segir þetta oft.

31/10/06 05:01

Dula

Það mætti alveg halda að hann sé bitur og pipraður en þar sem hann er yngri en ég þá getur það ekki verið.

31/10/06 06:02

kolfinnur Kvaran

Magn framyfir gæði... eða var það öfugt?

31/10/06 11:02

gregory maggots

Ég er (og hef lengi verið) sammála Norninni, Önnu, Stelpinu, Albin og Laufblaðinu.

Nermal og Næturdrottning: þið eruð ekki eina fólkið sem hafið verið að upplifa „hina einu sönnu ást” í fyrsta sinni síðastliðið ár, en komm on! fyrr má nú rota en dauðrota. Haldið raunheimaást í Raunheimum! Og ég neita að samþykkja að fjarlægðin hafi eitthvað með þetta að gera. Það eru til samskiptaforrit og -tæki á borð við MSN-spjall, Skype, síma, SMS-skilaboð og tölvupóst. Sem við hin í fjarsambandi notumst við og gengur vel.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.