— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/06
Eru samkynhneigðir óguðlegir?

Þjóðkirkjan er þröngsýnt fyrirbrygði!

Þjóðkirkjan er augljóslega algerlega steinrunnið fyrirbæri. Í gær þá hafnaði kirkjuþing að leyfa prestum að gefa saman samkynhneigða. Þetta er ansi þröngsýnt viðhorf að mér finnst. Menn berja sér á brjóst og benda í Biblíuna. Þetta er óguðlegt athæfi HALELÚJA !! Ég viðurkenni alveg að ég er ekki mjög biblíufróður maðu, en samhvæmt mínum skilningi þá eru allir menn jafnir fyrir Guði. Og Jesú sagði," Í húsi föður míns eru margar vistarverur" Minn skilningur á því er að Guð skilningsríkur, og tekur á móti ÖLLUM. Já og þar af leiðandi samkynhneigðum! Ef Guð er almáttugur þá ætti hann að hafa mátt til að skilja að ást milli samkynhneigðra er ekkert verri en ást gagnkynhneigðra.

Persónulega þá finnst mér besta lausnin vera sú að setja þetta í hendur prestana sjálfra. Þá gætu prestar valið sjálfir hvort þeir gefa saman samkynhneigða eður ei. Biblían var nú einusinni samin fyrir c.a 2000 árum og ýmislegt hefur breyst síðan þá...

   (47 af 97)  
5/12/06 02:01

Offari

Mér finnst að það ætti að reka þá presta sem neita samkynhneigðum um giftingu. Þetta er einfaldlega misrétti sem á ekki að líðast. Það er alltaf verið að berjast fyrir jafnrétti kynjana auðvita eiga kynlausir líka sinn rétt.

5/12/06 02:01

Isak Dinesen

Ég á erfiðast með að skilja hvaða tilgang samkynhneigðir sjá í því að gifta sig í kirkju sem virðist ekkert hafa viljað með þá að hafa allan þennan tíma.

5/12/06 02:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér er andskotans sama hver sé vígður af þessum klerkum . Ég trúi ekki á guð Hinsvegar er ég sanfærður umm að ef hún væri til skildi hún leggja blessun sína yfir jafngildi allra án tilits til kynþáttar eða kyns,

5/12/06 02:01

krossgata

Hvað er að því að gifta sig hjá borgardómara eða sýslumanni? Ég gerði það og mitt hjónaband er takk fyrir ekkert ómerkilegra en þeirra sem gifta sig í kirkju. Mér finnst það nú ekki brýnasta réttindamálið að fá að gifta sig í kirkju. Fyrr vildi ég sjá að til dæmis öryrkjar gætu lifað mannsæmandi lífi og þyrftu ekki að niðurlægja sig við að betla peninga fyrir nauðþurftum af maka eða ættingjum.

5/12/06 02:02

krossgata

Ég hef nú alltaf skilið það þannig að Guð taki á móti öllum og allir séu jafnir fyrir honum, en ekki sé öll verk eða hegðun góð. Minnir að ég hafi lesið þetta ung að árum í kristinfræðitíma eins og það hét.

Hef séð þetta étt eins og með börnin okkar, við elskum þau þó þau geri eitthvað af sér, en við leggjum ekki endilega blessun yfir óleyfilegar athafnir. Ef fólk velur að trúa á Guð þá hefur það valið reglur hans heimilis og þessar eru þær. Ef það er ekki hægt að sætta sig við andrúmsloft þessa heimilis þá einfaldlega gerist maður ekki hluti af fjölskyldunni.

5/12/06 02:02

Anna Panna

Mín skoðun? Ég gekk úr þjóðkirkjunni í dag.
Mér finnst ekkert að því, eins og Krossgata segir, að giftast hjá sýsla en stofnun sem prédikar umburðarlyndi og kærleik án þess að sýna það í verki sýnir hræsni að mínum dómi.

Góður vinur minn er samkynhneigður en tilheyrir jafnframt bókstafstrúuðum söfnuði (ath. nú er ég ekki að tala um þjóðkirkjuna en þetta gerist líka innan hennar) og þessir tveir heimar takast mjög mikið á í honum.

Hann ólst upp í trúnni áður en hann uppgötvaði samkynhneigð sína, af hverju á að henda honum úr trúfélaginu fyrir það eitt að það opinberast fyrir honum þegar hormónarnir taka völdin á táningsárum að hans tilfinningar snúast í átt að karlmönnum?

Á hann allt í einu ekki sama rétt og aðrir? Á hann ekki rétt á að vera sá sem hann er; trúaður, samkynhneigður maður?

5/12/06 02:02

Schrödinger Kisinn

Ég er sammála krossgötu! Þjóðkirkjan er félag sem setur sínar eigin reglur og ef þú villt ekki fara eftir þeim þá getur þú bara slept því að vera félagi.
Það mætti líkja þessu við skáta sem villdi ekki fylgja einu ákvæði í skátalögunum og færi fram á að fólk sem villdi ekki fara eftir þessu ákvæði fengi samt að ganga í skátana á grundvelli jafnréttis!

5/12/06 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Nú held ég krossgátan mín að dýrkendur guðs
hafi túlkað boðskapið mismunandi i biblíuni er kveðið um um að konur skuli halda kjafti og spurja mann sinn ráða þegar heim er komið í sömu bók er talað um að gríta konur til dauða , að þær skuli hylja hár sitt osfr Hvort orð Íslensku þjóðkyrkjunnar séu einu sönnu orð guðsins læt ég vera ósagt . Ef til er alsmáttugur guð þá er hann ekki starfi sínu vaxinn , því slík er eymdinn og óréttlætið í heimi okkar allra.

5/12/06 02:02

Anna Panna

Arg, ég veit að Baggalútur er ekki vettvangurinn fyrir rauheimamál eeeeeen...
Það er ekkert auðvelt að slökkva á trúnni þegar maður hefur verið alinn upp í henni. Samkynhneigð er líffræðileg, ekki val, það er engan vegin boðlegt að fólk þurfi að velja á milli þess að vera samkynhneigður og að geta ræktað sína trú.
Einstaklingurinn getur ekki breytt kynhneigð sinni (nema að vera tilbúinn til að láta biblíu-þusarana heilaþvo sig) frekar en sá sem situr í hjólastól getur staðið upp að kvöldi dags.

Samkvæmt biblíunni má heldur ekki snerta konur á blæðingum og það er synd að vera örvhentur. Nú hef ég líka heyrt talað um að breyta ritningargreinum þannig að það sé ekki allt miðað við karlmenn þar sem staða konunnar er allt önnur í dag en hún var í samfélagi sem var til fyrir þúsundum ára.
Af hverju má kirkjan uppfæra suma hluti til að vera í takt við nútímann en ekki aðra?

5/12/06 02:02

Þarfagreinir

Þjóðkirkjan má auðvitað setja sínar eigin reglur, og okkur er frjálst að ákveða að vera í henni eða ekki á grundvelli þeirra, en þá þykir mér hjákátlegt að kalla slíkt fyrirbæri Þjóðkirkju og reka hana sem ríkisstofnun sem ríkisvaldið er skyldugt með lögum að borga undir og styðja á allan annan hátt.

Aðskilja þetta strax takk.

5/12/06 02:02

Carrie

Ég hef aldrei skilið sjónarmið kirkjunnar manna að neita að gifta samkynhneigða og heldur ekki afhverju samkynhneigðir sækjast eftir að fá að gifta sig í kirkju sem samþykkir þá greinilega ekki. Og nú brenn ég örugglega í helvíti fyrir að láta svona út úr mér eða var það e-r önnur kirkja?
Eina ástæða fyrir því að ég myndi gifta mig í kirkju væri af því sumar kirkjur eru fallegar og rómantískar. Kannski líka fyrir ömmu, hún þekkir ekki annað.

5/12/06 02:02

Tigra

Sumum samkynhneygðum er örugglega alveg sama hvort þeir mega gifta sig í kirkju eða ekki og gifta sig bara borgaralega, en aðrir eru heitttrúaðir og það er fyrst og fremst á þeim sem er brotið.
Eins og Anna segir... það er enginn sem á að geta sagt þér að þú sért ekki jafn öðrum kristnum mönnum, sama hvað þú gerir í svefnherberginu.
Hvernig er það svo... tveir karlar geta t.d. gift sig ef annar fer í kynskiptiaðgerð.
Afhverju má maður verða öðruvísi að innan ef maður lítur "rétt út"?
Hvað er að því að koma bara fram eins og maður er og vera stoltur af því að vera öðruvísi?

Ég er ekki í þjóðkirkjunni og hef ekki hátt álit á henni.
Kristni finnst mér fallegt trúarbragð í grunninn... en óttalega mengað eitthvað í dag.

5/12/06 02:02

Offari

Ef kirkjan er ríkisstofnun þá ber henni að sinna samkynhneigðum líka. Samkynhneigðir eru þegnar ríkisins og eiga að fá sömu réttindi og gagnkynheigðir þegnar ríkisins. Er þegnum Baggalúts bannað að vera hommi eða LESBÍA?

5/12/06 02:02

Þarfagreinir

Hárrétt hjá þér Offari; þetta er einmitt kjarni málsins. Kirkjan er annað hvort ríkisstofnun sem sinnir öllum þegnunum, eða sjálfstæð stofnun sem velur og hafnar hverjum hún sinnir. Hún getur ekki setið báðum megin borðsins, að minnsta kosti ekki svo sómi sé að.

5/12/06 02:02

krossgata

Ég sé það ekki sem fyrirstöðu, að kirkjan gefi ekki saman samkynhneigða, fyrir að þeir getir ræktað sina trú. Vígt samband af presti er ekki forsenda þess. Það er hægt að rækta trú sína þó kirkjan, prestur eða Guð sé ekki beðinn um að blessa þetta samband.
Kirkjan er náttúrulega í vandræðum með þetta af því þetta er þjóðkirkja og það í landi þar sem er trúfrelsi. En það er einfaldlega ekki trúfrelsi í landi þar sem er þjóðkirkja.
En svo er annað að í allri ofvöxnu réttlætiskenndinni okkar í nútímanum, þar sem allir eiga að hafa rétt til alls og ekki má segja þetta fólk um hóp fólks og ekki utanbæjarmaður um utanbæjarmann, þá virðist mega úthrópa kristna kirkju öllum ljótum orðum sem finnast og yfirleitt er þá stutt í að einstaklingarnir séu úthrópaðir líka, en það taka fáir upp hanskann fyrir þá. Íslenska þjóðkirkjan sem stofnun er orðin heldur "óheppin í framan" eins og sagt er um afskræmd andlit, en það er sjaldnast hún sem finnur fyrir ofvaxinni réttlætiskennd okkar almúgans. Það eru oftar einstaklingarnir innan hennar, sem örugglega flest er ágætis fólk.
(Þess ber að geta að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir 14 árum síðan, svo ég tek ekki upp hanskann fyrir einstaklingana sem einn tryggur meðlimur þjóðkirkjunnar).

5/12/06 03:00

Kondensatorinn

Í mínum huga er þjóðkirkjan stofnun dálítið eins og ríkisútvarpið sem hefur ekkert með guð eða samkynhneigð að gera .
Stofnun sem þjónar sjálfri sér fyrst og fremst.
Það er örugglega til nóg af kirkjum eða klerkum sem geta innlimað og pússað saman þá sem eru ekki í náðinni hjá ríkiskirkjunni.

5/12/06 03:00

Mikki mús

Nei samkynhneigðir eru ekkert endilega óguðlegir. Sjálfsagt einhverir þeirra þó, en alls ekki allir.
Ef þú ert að spyrja um hvort samkynhneigðir séu guði þóknanlegir þá segi ég já. Guð býr innra með hverjum manni, sé hann trúaður, hvort sem hann er samkynhneigður eða ekki.
En svo er það allt annar handleggur hvort íslenska þjóðkirkjan sé guði þóknanleg.
Ég er hlyntur aðskilnaði ríkis og kirkju, því ef hin ríkisstyrkta þjóðkirkja ætlar að hamla réttindi samkynhneigðra er hún ekki í takt við tímann í því samfélagi sem hlúir að henni. Þjóðkirkjan getur þá bara átt sig sjálf og verið íhaldssamur og gamaldags sértrúarsöfnuður.

5/12/06 03:00

hvurslags

Maður hefur oft séð gagnrýni á Þjóðkirkjuna og kristna trú í formi fáránlegra tilvitnana í Mósebók og önnur rit þar sem er farið yfir "lög og reglugerðir" sem kristnir menn eiga að fara eftir.

Þar má finna ákvæði á borð við að fráskilið fólk megi ekki giftast aftur, menn sem snerti konur sínar (eða sitji í sama stól og þær hafi) á blæðingum eigi að segja skilið við þær eða enda í helvíti (að sjálfsögðu fær samkynhneigt fólk sína útreið þar) og ótal margt fleira sem ekki nokkrum manni dettur í hug að taka mark á.

Þetta vilja svo þjóðkirkjuprestar og margt kristið fólk réttlæta með því að Gamla Testamentið innihaldi ýmislegt sem Nýja Testamentinu hafi ætlað að gera bragarbót á. Þar kemur Jesús með boðskap sem inniheldur náungakærleik, að allir séu jafnir fyrir Guði og fleira í þeim dúr. Hins vegar tekur hann einnig skýrt fram að ef maður leggist með öðrum manni eins og um konu sé að ræða er það stór synd og gróft brot á reglum kristindómsins.

Gott og vel. Út frá þessu er sumpartinn skiljanlegt að halda samkynhneigð inni sem broti á reglum Kristninnar, maður hefur séð fáránlegri hluti hjá trúfélögum.

En að það skuli viðgangast í trúfélagi sem á að heita Þjóðkirkjan, rekin af ríkinu er á allan hátt hneysklanlegt og fyrirlítanlegt. Þjóðkirkjan má hunskast til að eiga fyrir sínum eigin útgjöldum sé nægjanlegur grundvöllur fyrir því hjá þjóðinni.

Að kirkjuþingið skuli hafa hafnað giftingum samkynhneigðra á meðan trúfélagið er Þjóðkirkja er ótrúleg, ótrúleg hræsni og fyrirlitlegt! Ég varð virkilega reiður þegar ég las um nýafstaðið kirkjuþing og mun láta það verða mitt fyrsta verk þegar ég kem heim á skerið að segja mig úr Þjóðkirkjunni.

5/12/06 03:00

U K Kekkonen

Ég verð nú að benda á eitt, hvers vegna á kirkja að breyta því sem hún er byggð á? Það er engin að banna samkynhneigðum að koma í kirkju eða dæma þau.
Ég hef ekkert á móti því að samkynhneigðir geti látið gifta sig hjá sýslumanni en ég sé engin rök fyrir að gifta þau í kirkju, sorry. Enginn er neiddur í þjóðkirkjuna eða önnur trúfélög.
-Eg held að Schrödinger Kisinn hafi hitt naglann á höfuðið "Ég er sammála krossgötu! Þjóðkirkjan er félag sem setur sínar eigin reglur og ef þú villt ekki fara eftir þeim þá getur þú bara slept því að vera félagi.
Það mætti líkja þessu við skáta sem villdi ekki fylgja einu ákvæði í skátalögunum og færi fram á að fólk sem villdi ekki fara eftir þessu ákvæði fengi samt að ganga í skátana á grundvelli jafnréttis!"
Sjálfur er ég í þjóðkirkjunni og verð það áfram, og í allri einlægni verð ég að segja að ég verð vonsvikin ef Luterska kirkjan fer að gifta samkinhneigða. Ekki það að ég hafi nokkuð á móti samkynhneigðum og þau hafa fullan rétt á að lifa sínu lífí eins og þeim sýnist.

5/12/06 03:00

U K Kekkonen

"Þjóðkirkjan má auðvitað setja sínar eigin reglur, og okkur er frjálst að ákveða að vera í henni eða ekki á grundvelli þeirra, en þá þykir mér hjákátlegt að kalla slíkt fyrirbæri Þjóðkirkju og reka hana sem ríkisstofnun sem ríkisvaldið er skyldugt með lögum að borga undir og styðja á allan annan hátt.

Aðskilja þetta strax takk."
Gagtu úr þjóðkirkjuni! og þá fara þínir skattar ekki í að halda henni uppi.

5/12/06 03:00

Grágrímur

Ég hef lítið um málið að segja sem ekki hefur komið fram áður... finnst bara fyndið þegar Gunnar í Krossinum kallar samkynhneigð synd...

Já Gunnar, Ofát og græðgi er líka synd þannig að þegar þú hefur lést um 60 kíló skal ég kannski taka þig alvarlega...

5/12/06 03:01

Gvendur Skrítni

Ég veit ekki með samkynhneigða en ég er allavega guðlegur.

5/12/06 03:01

Þarfagreinir

Ég hef aldrei verið í Þjóðkirkjunni, en ég hef einhvern veginn alltaf efast dálítið um að ekkert af mínu skattfé fari í neitt henni tengdri. En það er hins vegar aukaatriði. Aðalprinsippið er það að ríkið skuli styðja þessa kirkju formlega umfram aðrar og vera skyldug, lögum samkvæmt, til að styðja við bakið á henni - ekki einungis fjárhagslega, heldur líka siðferðilega. Ég sé bara því miður ekki tilganginn með slíku fyrirkomulagi í lýðræðisríki. Ef Ísland er svona kristið land, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að sleppa því að neyða þessari kirkju upp á þjóðina með lögum.

5/12/06 03:01

kolfinnur Kvaran

Þú getur ekki gerst Hindúi, þú verður að fæðast sem slíkur. Ekki er mikið jafnrétti í því eða hvað?

5/12/06 03:01

Tigra

Voðalega finnst mér sumt hérna skringilega orðað.
Þið talið um trúna eins og þetta sé bara einhver klúbbur sem hægt er að segja sig úr og í eftir hentisemi og fíling.
Ef maður er kristinn, þá trúir maður einfaldlega á kristna trú, og það er ekkert hægt að hætta því svo einfaldlega.
Fullt af öðrum söfnuðum sem vilja gefa þau saman? Jú örugglega... en kannski eru þau einfaldlega bara ekki þess trúar?
Borgaraleg gifting er góð og blessuð... en fyrir mjög trúað fólk (sem mér virðist fæstir íslendingar vera þessa dagana) þá snýst giftingin ekki bara um skattaafslátta og tryggingu á arfi, heldur um annað og meira, nefnilega trúna.
Gefa sig saman og fá blessun guðsins þeirra.

Það fá þau ekki hjá borgarstjóranum eða öðrum trúfélögum.

5/12/06 03:01

hundinginn

Ef jeg má. Jeg tel eingan í dag vera að hnýta neitt í samkynhneigða. Enda hafa þeir jafnan rjett á við aðra sauði í landinu. En eitt finnst mjer athugavert. Það er, að sje kirkja það sem hún á að vera, hlítur hún að fara eftir þeim lögmálum sem standa í ritningunni. Trú á Guð er ekki trú á heiminn og mennina sem í honum búa, heldur trú á Guð sem orðið og lögmálið og sköpunin kemur frá. Kanski er Guð miskunsamur og rjettlátur. En hann vill að mínum skilningi ekki að lögmál hans sje teigt og togað. Hvar endar ástin og rjettlætingin? Jeg meina, ef jeg vill giftast systur minni, er það þá ekki minn rjettur? Og á jeg þá ekki rjett á því að Guð gefi sína blessun yfir það? Koddabítar og saur sugur. Veit einhver um leg til leigu í 9 mánuði?

5/12/06 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ætli samkynhneigðir séu nokkuð óguðlegri en gengur & gerist með fólk almennt . . .

5/12/06 04:00

Magnús

Ég geri ráð fyrir að mikill meirihluti fólks sem vill leyfa samkynhneigðum að gifta sig í kirkju sé hvorki mjög trúað né sæki kirkju yfirleitt. Kirkjan sem ég þekki er orðin að hlæilegum brandara ef tveir karlmenn geta farið að "kvæna" sig þar.
Hvernig dettur fólki í hug að kalla það sjálfsögð mannréttindi að fá að gifta sig því sem það vill láta gifta sig? Kirkjan getur ekki látið þröngva hverju sem er upp á sig ef hún á að vera það sem hún hefur verið í þúsund ár.
Kannski misskil ég eðli samkynhneigðar og hef fordóma gagnvart henni en það er augljóst mál að sumir hérna misskilja eðli kirkjunnar.

5/12/06 04:01

hvurslags

U K Kekkonen segir: "Ég hef ekkert á móti því að samkynhneigðir geti látið gifta sig hjá sýslumanni en ég sé engin rök fyrir að gifta þau í kirkju, sorry. Enginn er neiddur í þjóðkirkjuna eða önnur trúfélög."

Þessi er það sama og prestar mæltu á kirkjuþinginu nýafstöðnu. En finnst þér ekki eitthvað bogið við þetta á meðan hún titlar sig Þjóðkirkjan? Með þessum orðum geta þeir ekki verið Þjóð-kirkja ef þeir geta ekki þjónað öllum þegnum samfélagsins. Það liggur í augum uppi.

Það er bullandi óréttlæti að nýfædd börn á Íslandi eru sjálfkrafa skráð í Þjóðkirkjuna. Börn eru fædd trúlaus, hvort þau halda trúleysinu eftir því sem þau vaxa upp eða taka kristni, gyðingdóm eða hvað annað, er svo mismunandi.

Kekkonen nefnir einnig að maður þurfi ekki að borga Þjóðkirkjunni skatt ef maður skráir sig úr henni. Mér finnst þó rétt að benda á að innan Háskólans er náttúrulega guðfræðideildin sem hluti fjármagnsins fer í. Sú deild starfar hins vegar ekki eftir vísindalegum forsendum eins og allar hinar deildirnar og er því skiljanlega beittur þyrnir í augum háskólasamfélagsins.

5/12/06 04:01

U K Kekkonen

Þjóðkirkja er einfaldlega leifar af konungsstjórn. Öll norðurlöndin eru Lutersk og með þjóðkirkju af þeim sökum. Ætti að aðskilja ríki og kirkju? hví ekki, allavegana sé ég ekki neint vandamál þar.
Með guðfræðideildina ég held að mera af okkar skattfé fari í ruglið á Alþingi, margfaldan lífeyri þingmanna, og annað bruðl og verð ég að segja að ég hef meiri áhyggjur af því.
Þjóðkirkjan er þjóðkirkja vegna þess að hún er sú kirkja sem ríkisvaldið hefur kosið að hafa. Eg fynst þér það þá rétt að við neiðum hana upp á þá sem ekki hafa á henni áhuga.
Börn fylgja trú móður þegar þau eru skráð svo ef móðirin er í þjóðkirkjuni er barnið skráð þar líka.

5/12/06 04:01

U K Kekkonen

Magnús sló naglann á höfuðið.

5/12/06 04:01

Regína

hvurslags: Börn eru ekki sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna per se. Þau eru sjáflkrafa skráð í trúfélag móður (veit ekki hvers vegna bara er miðað við móður, en finnst það ekkert verra í þessu annars karlmiðaða þjóðfélagi ) hvort sem það er þjóðkirkjan eða aðrir söfnuðir, utan kirkju eða jafnvel önnur trúarbrögð.

5/12/06 05:00

hundinginn

Jeg segi bara. Samvistir, kynlíf, yrðlingar, uppeldi, tippatott, hott hott, ekki svo hot! Eða hvað ?... Veit ekki. Skál!

5/12/06 05:00

hvurslags

Ég biðst afsökunar, fór og athugaði málin og þetta er að sjálfsögðu rétt hjá Kekkonen og Regínu með skráningu barns í trúfélag móður, ég ruglaðist aðeins.

Kekkonen segir að frekar ætti að draga úr hinu meinta bruðli sem viðgengst á Alþingi, það er sosum rétt ef hann getur þá fært rök fyrir því, en það breytir því þó ekki að mismununin og bruðlið sem fer í guðfræðideildina er jafn fáránlegt. Við erum greinilega sammála um að aðskilja ríkið og kirkjuna, fleygja hinni ó-akademísku guðfræðideild úr háskólanum og koma á alvöru trúfrelsi á Íslandi.

5/12/06 05:02

Blástakkur

Ég tilbið núna rassinn á Hank. Ég varð fyrir uppljómun fyrir tilstuðlan GAZ. Enda hef ég alltaf verið mest fyrir pulsur með brauðinu eintómu.

5/12/06 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég sagði mig úr þjókirkjunni fyrir 11 árum vegna þess að ég missti trúna. Það var ekki á neinni hneyxlun byggt eða því um líkt. Ég bara þroskaðist og vitkaðist um leið.

Annars eru trú og stjórnmál hundleiðinleg umræðuefni og eiga heima annarsstaðar.

5/12/06 02:00

hvurslags

"Annars eru trú og stjórnmál hundleiðinleg umræðuefni og eiga heima annarsstaðar."

Mér finnst nú reyndar þau umræðuefni hin skemmtilegustu, en það er kannski rétt að þau eigi heima annars staðar. Það er þó ekki oft sem maður sér svona málefnalega umræðu hérna á Lútnum.

5/12/06 02:01

Nermal

Ég ættla nú ekki að láta einhverja önd stjórna hvað ég skrifa hér. Ég skrifa bara það sem mig langar. Þakka góð viðbrögð.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.