— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/05
Jól fyrir alla

Sumir fá ekki neitt

Já nú er farið að styttast í blessuð jólin hér á Íslandi svo og annarsstaðar í veröldini. Neyslugeðveikin er sett á hámarks afköst og sumt fólk fer hreynlega yfirum af neyslu. Það þarf að toppa alla aðra í að gefa flottar gjafir. Safapressa er víst það vinsælasta í dag.... kvikindi sem kostar yfir 10 þús kall.

Ég gef nú ekki svona dýrar gjafir. Mínar gjafir kosta flestar í grend við 2000 krónurnar, enda er það hugurinn sem gildir en ekki verðmæti gjafarinnar.

Með þetta í huga áhvað ég að styrkja pakkasöfnun sem stendur yfir á Glerártorgi núna. Ég keypti tvær ódýrar gjafir aukalega, rétt 400 kr stykkið. Sæta kisu og risaeðlu. Þetta fer undir jólatréð á eftir. Ég merki þetta ekki með nafni, enda er ég ekki að þessu til að fá þakklæti. Vona bara að þetta gleðji lítið hjarta um jólin.

Ég hvet alla til að gera hið sama. Slaka ögn á í neysluklikkunini og gefa eina littla gjöf til viðbótar.

   (62 af 97)  
2/11/05 08:01

Mallemuk

Heir heyr.

2/11/05 08:01

Dula

Þú hefur hjarta úr gulli, þú dásamlegi maður.

2/11/05 08:01

albin

Auli, nú ertu búinn að segja frá hvað er í pakkanum. Fátt spillir nú spenningnum meira.

Annars gott framtak.

2/11/05 08:01

Dula

Ha ha ha albin, færð þú svona pakka.[hæðnisglott] Ertu ekki orðinn of gamall

2/11/05 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Jólsveinninn er ekki til bara grýla

2/11/05 08:01

krossgata

Það eru Stekkjarstaurar og Giljagaurar um allt og allir hinir hrekkjalómarnir.
[Glottir]
En ég er sammála Nermal og skutla óundirrituðum pökkum undir jólatré og sendi einhverja peningalús út í heim. Það er sama hversu fúll maður er sjálfur út í skrumið, það er fullt af fólki að halda hátíð og aðrir sem vilja gjarnan eiga aðeins betri tíð en geta það ekki með góðu móti án hjálpar.

2/11/05 08:01

Gaz

Ég gef engar jólagjafir ár. Að hluta til afþví að ég vill ekki vera með í þessari neyslu. Að mestu afþví að ég á ekki péning.

2/11/05 08:02

Vestfirðingur

Hakuchi spanderar á þig Philippe Starck safapressu ef þú biður fallega.

2/11/05 08:02

Offari

Gleðileg Jól ég fæ fullt af pökkum í ár..

2/11/05 08:02

Vestfirðingur

Ljótt að skrökva! Þú færð bara heimsókn frá Annþór og gluggaumslög.

2/11/05 08:02

Jóakim Aðalönd

Ég gef aldrei jólagjafir. Ég tími því ekki.

2/11/05 09:00

Barbapabbi

Jól fyrir Allah...eða heyrðu nei annars. En jólagjafir þurfa ekki að kosta mikið, ketlingarnir í Kattholti fást t.d. fyrir slikk og ef menn eru ekki fyrir dýragjafir þá þarf viðkomandi amk ekki að vera svangur um jólin.

2/11/05 09:02

krumpa

Við keisarabarnið setjum alltaf 2-3 gjafir undir tréð í kringlunni - það er kannski 3-4 þúsund kall sem fer í það. Veit ekki hvort við gerum þetta af einhverri hjartagæsku - held frekar að þetta sé góð leið til að sefja velmegunarsamviskubitið sem við fáum þegar við rjúkum að stað að kaupa playsteisjóna og sjónvarpstæki til að gefa öðrum.. En alla vega tapar enginn og manni líður vel á eftir!

2/11/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Það er gott að þið hafið efni á að að kaupa playsteisjóna og sjónvarpstæki til að gefa öðrum.

2/11/05 11:01

Von Strandir

Ég myndi heldur ekki merkja svona gjafir.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.