— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/05
Kjánalegar reglur

Forræðishyggja stjórnvalda er undarlegt fyrirbrygði á stundum

Nú í gær gengu í gildi hertari viðurlög við hraðakstri. Á flestann hátt eru þessi lög bara ágæt. Hækkaðar sektir eiga vonandi eftir að draga úr ofsaakstri fólks um götur og vegi landsins.

En eitt er afspyrnu fáránlegt í þessum lögum. Það er lækkun vikmarka niður í FIMM kílómetra á klukkustund. Þannig að nú má sekta mann fyrir að aka á 56 km/h.

Þetta gengur eiginlega ekki upp. Hraðamælar í bílum eru langt frá því að vera fullkomin mælitæki. Ég veit ekki hvort það er rétt hjá mér en einhverntíma heyrt að skekkjumörk í venjulegum hraðamæli séu c.a 10%.

Þessi forræðishyggja gengur of langt. Það er ekki fólkið sem ekur á 55 eða 75 sem er hættulegt í umferðini, það er fólkið sem ekur 30..40..50 km yfir leyfilegum hámarkshraða. Það er fólkið sem þarf að stoppa.

   (63 af 97)  
2/11/05 02:01

krossgata

Þetta er náttúrulega út í hött! Trúlega vantar lögreglunni pening og nú ná þeir fleirum..... á 36 km/klst á öllum 30 km götunum.

2/11/05 02:01

Herbjörn Hafralóns

Sammála. Þessi 5 km. vikmörk eru fjarstæða.

2/11/05 02:01

Offari

Tómt bull Skekkjumörkin meiga vera meiri enda eru bílar ekki með nákvæma hraðamæla,

2/11/05 02:01

Mallemuk

90 er 90!

2/11/05 02:01

Hakuchi

Þetta þarf að reyna fyrir dómsstólum. Ég held að flest siðuð lönd gefi 10-15 í skekkjumörk.

2/11/05 02:01

Galdrameistarinn

Almennt er gert ráð fyrir 10% skekkjumörkum í hraðamælum bíla svo þetta verða ekkert annað en ólög.
Hins vegar er það ágætt að herða viðurlög við ofsaakstri og glannaskap.

2/11/05 02:01

Haraldur Austmann

Takið mig bara til fyrirmyndar - ég fer aldrei yfir 60 kílómetra hraða á klukkustund úti á þjóðvegum.

2/11/05 02:01

Offari

Það væri svo sem í lagi ef þú gætirhaldið þig þín megin á veginum.

2/11/05 02:01

U K Kekkonen

Nú er það einusinni svo að fólksbílar og aðrir óobreyttir bílar sína uþb. 5-7km/h meira en hraðin er í raun svo ef viðkomandi keyrir á 60 samkvæmt mæli þá er hann/hún líklega á um 53-55km/h.

2/11/05 02:01

Galdrameistarinn

Segi það nú.
Mætti halda að Haraldur héldi að hér væri vinstri umferð.

2/11/05 02:01

Offari

Hann hefur örugglega tekið prófið í Bretlandi.

2/11/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er fínt hjá þeim. Mér finnst reyndar að ganga hefði mátt lengra og hafa vikmörkin engin. Svo á líka að beita harðari viðurlögum við allskyns ótillitssemi, eins og t.d. að leggja ólöglega. Viðurlögin við því eiga að vera: Lemja þá í andlitið með stunguskóflu, þannig að þeir verði eins og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.

2/11/05 02:01

Þarfagreinir

Hahaha ... Árni Björnsson!

[Deyr úr hlátri]

[Lifnar við fyrir kraftaverk]

Ég ætlaði bara rétt svo snöggvast að spyrjast fyrir um hvort ekki væri gott að setja líka viðurlög við því að nota ekki stefnuljós?

[Deyr aftur]

2/11/05 02:02

Hrani

Hér er hægt að sjá hvar löggæslan er í lágmarki. Þ.e. rauðu svæðin.
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/umferd/umferdargreinar/hra di/

2/11/05 02:02

Undir réttu nafni

Einhverntíman heyrði ég því fleygt að lögreglan lækkaði niður allar þær tölur sem þeir læsu af sínum radarmælum um 7% til að taka tillit til skekkju í hraðamæli bíls og radartækis. Nú hef ég aldrei verið stoppaður af lögreglunni og því hefur mér ekki gefist færi á að spyrja út í þessa vinnureglu.

2/11/05 02:02

Rasspabbi

Hvaða grátkór er þetta eiginlega?

Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 2. mgr. 12.01 gr. segir: Leyfilegt frávik hraðamælis er allt að 10% yfir raunhraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða.

Skál fyrir því. Þetta ætti að þýða það að maður er nokkuð öruggur ef maður heldur sig bara á mottunni.

Hér er slóð á reglugerðina ef einhver vill (pdf skjal) http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0+um +ger%C3%B0+og+b%C3%BAna%C3%B0+%C3%B6kut%C3%A6kja+nr.+822_2004.pdf

2/11/05 03:00

Ívar Sívertsen

Um leið og bifreið hefur verið breytt á þann hátt að stærri dekk hafa verið sett undir þá skerðist nákvæmni hraðamælis all nokkuð og ógerlegt er að stilla hann rétt aftur. Þess vegna er það fráleitt að ætla sér að setja reglur eins og nú hefur verið gert. Fyrir utan það að allir bílar sem eru 10 ára og eldri eru með all ónákvæma hraðamæla bæði vegna slits og vegna þess að tæknin var bara ekki betri þá... Windows 95 þótti snilld á þeim tíma... og hvar erum við í dag?

2/11/05 03:00

Rasspabbi

Er ekki hægt að laga hraðamælinn? Er mannlufsan á verkstæðinu bara svona helvíti löt eða er það barasta ekki hægt?

Er skekkjan svo mikil í hraðamælum á breyttum jeppum og gömlum fólksbílum að þeir gefa kolrangar upplýsingar, sýna þeir of lága tölu miðað við raunhraða?

Þetta með að ná frekar hinum sem keyra svo og svo hraðar en við hin sem keyrum "bara" 15km+ yfir hámarkshraða.. það er allt í lagi því það eru aðrir sem keyra hraðar.

Einmitt.

2/11/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Góður punktur Rasspabbi. Drullist bara til að halda ykkur á mottunni!

2/11/05 03:01

albin

Verið bara ekki fyrir þegar þið sjáið mig nálgast í baksýnisspeiglinum. Víkið vel, þá þarf einginn að verða fyrir "óhappi" [glottir eins og fíll]

2/11/05 03:01

Sjálf

Hvað merkir orðið vikmörk ?
Eiga þau ekki við um bæði plús og mínus umræddan hraða?

2/11/05 03:01

Aulinn

Jii ég á ekki eftir að geta haldið mig á akkúrat réttum hraða!

2/11/05 03:01

Billi bilaði

Hvaðan hafið þið það að hraðamælar séu niðurstilltir? Eru þá þessir "blikkljósahraðamælar", sem eru komnir sums staðar um borgina, rangir? Því að þeir sýna alltaf nákvæmlega rétta tölu m.v. hraðamælinn í bílnum mínum (sem er bara 6 ára).

2/11/05 03:01

Rasspabbi

Nei sko... það eru leyfileg ákveðin vikmörk í hraðamæli bílsins. Það þarf ekkert að þýða að þinn mælir sýni of háa eða lága tölu, kannski er hann bara nokkuð akkúrat.

Segi það sama með minn bíl, nokkuð rétt tala á blikkdótinu og mínum hraðamæli.

Ég held að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera tekið á 66 km þar sem leyfilegur hraði er 60. Efast um að löggan nenni að standa í því. Aftur á móti verður sektin þeim mun hærri þegar fólk verður stoppað á annað borð.

2/11/05 04:00

Golíat

Hertari en hvað eru þessar reglur segirðu?
Þetta er sama ávaninn og segja ég berst fyrir bættari samgöngum osfrv.

2/11/05 04:02

blóðugt

Það er svolítið furðulegt að hertari viðurlög við umferðalagabrotum eiga að verða til þess að fólk brýtur ekki af sér í umferðinni á meðan því er mótmælt að herða refsilögin því það hafi engin áhrif á glæpatíðni.

Annars er ég sammála þessu með vikmörkin, 5 km. eru auðvitað bara bull.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.