— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/05
Kynþokki eða ekki

Það er alltaf gaman að gera könnunn.

Ég rakst á athyglisverða könnunn á netinu um daginn. http://thephoenix.com/article_ektid7852.html Þar var verið að velja minnst kynþkkafullu karlmenn í heimi. Í fyrsta sæti þar var hin stórfurðulegi Gilbert Godfrey,sem er sennilega landsmönnum helst þekktur fyrir að koma ansi oft framm í Jay Leno þáttunum, oft þá sem einhver heimsþekkt persóna, t.d englandsdrottning. En það er ekki atriðið hérna. Mig langar að gera samsvarandi könnunn hérna. Hver er minnst kynþokkafulli karl Íslands? Er það Geir Ólafs? Halldór Ásgrímsson, Pétur Blöndal eða bara einhver allt annar? Ég bið því ykkur mína ágætu félaga á Baggalút að skrifa niður fimm nöfn þekkta karlmanna og raða þeim í sæti 1-5. 5. sæti fær 1 stig, 4 sæti 2 og svo frammveigis. Svo ættla ég að telja saman stigin og birta hver er talinn minnst kynþokkafulli karlmaður Íslands.

   (76 af 97)  
5/12/05 02:00

Jarmi

Ég sting uppá Möggu tönn, steragaur. (Ekki ætla ég að bendla hana við fegurra kynið, það er nokkuð ljóst.)

5/12/05 02:00

Skabbi skrumari

Er ekki best að konurnar hér á Gestapó skrifi niður nöfnin... ég treysti mér allavega ekki til að skera úr um hvort hinn eða þessi karlmaður er kynþokkafullur eða ekki...

5/12/05 02:01

Nornin

Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson og bróðir hans sem ég man ekki hvað heitir, Geir Ólafsson, Ástþór Magnússon, Halldór Blöndal, Halldór Ásgrímsson, Gunnar Ingi Birgisson... ég gæti sennilega haldið áfram ef ég hugsaði aðeins dýpra... en ég nenni því ekki.

P.s. þetta er ekki í neinni ákveðinni röð... bara í þeirri röð sem mér duttu þeir í hug.

5/12/05 02:01

Gaz

Ég er bara búin að vera farin of lengi til að hafa svar handa þér, en ég vil hinsvegar minna á að kynþokki er meira en fallegt fés.

5/12/05 03:01

Ugla

Mér finndist nú skemmtilegra að kjósa þann með mesta kynþokkann. Hitt er bara hálf niðurlægjandi.

5/12/05 03:01

Anna Panna

Kynþokki er að sjálfsögðu mjög afstæður og smekkbundinn, eftirtaldir karlmenn þykja e.t.v. kynþokkafullir í einhverjum hópum en mér þykir þeir ekkert spes:

Eiður Smári
Arnar Grant
Björn Thors (Hommi eða Nammi, sá sem er ekki kvæntur Selmu)
Geir Ólafs
Magni á móti sól

Niðurlægjandi eða ekki, þessir eru alla vega minna spennandi í mínum augum en brokkólí.

5/12/05 03:02

Dexxa

það er nú bara pínu erfitt að velja...

Gísli Marteinn
Sigurjón Kjartansson
Jón Gnarrr
Haldór Ásgríms
Guðni Ágústs

Eins og bent hefur verið á þá byggist kynþokki ekki einungis á útlitinu einu.. enda er sá sem er efst á mínum lista þar vegna hvernig hann er.. ekki einungis vegna útlits.

5/12/05 03:02

Nermal

Svona er staðan núna:

1 .- 2. Jón Gnarr - 8
1. - 2. Sigurjón Kjartansson - 8
3. - 5. Magga Sterka - 5
3.- 5. Eiður Smári - 5
3. - 5. Gísli Marteinn - 5
6. - 7. Geir Ólafs - 4
6. - 7. Arnar Grant - 4
8. - 9. Bróðir Sigurðar Kjartanssonar - 3
8.- 9. Björn Thors - 3
10. Halldór Ásgrímsson - 2
11. - 13. Guðni Ágústsson - 1
11. - 13. Ástþór Magnússon - 1
11 - 13. Magni í L&S - 1

5/12/05 04:01

Ugla

Ég mótmæli því algjörlega að Jón Gnarr sé ekki kynþokkafullur!

5/12/05 05:01

Hakuchi

Hmmm...mikið er Jón Gnarr ljótur. Ef við miðum við að útlitið sé ekki það sem skipti öllu, þá hlýtur Jón að vera sérlega illa innrættur og vondur maður.

[Starir þegjandi út í loftið]

5/12/05 06:02

Nermal

Þá er það áhveðið...
JÓN GNARR er minnst kynþokkafulli maður Íslands!!

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.