— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/05
Hvað er í matinn?

Alvöru matur á Sprengidag? Ég held nú ekki

Já í dag er sprengidagur. Þá er til siðs að belgja sig út af spikfeitu saltkjöti og lepja hnausþykka baunasúpu með.

Þess vegna bar ég þá von í brjósti að við fengjum nú saltkjöt og baunir í matinn í vinnunni. Maður vinnur jú einusinni hjá einu af stæðstu kjötframmleiðslum landsins. EN, það var ekki því að heilsa. Í stað þess var kjötbuðingur og lapþunn kartöflumús.

Ég meina það.... þetta er bara lélegt. Ég er viss um að stæðsti hlutinn af mötuneytum landsins hefur boðið uppá þennann íslenska eðalrétt. Allaveganna er saltkjöt mikklu betra en einhver déskotans kjötbúðingur.

En ég ættla að elda mér saltkjöt á morgun. Ég var á námskeiði til kl 19 í dag þannig að það var bara ekki tími til að elda saltköt eftir að ég kom heim. Ég kann að vísu ekkert að elda baunasúpu, en ég hef oft eldað eitthvað sem ég ekki kann að elda og tekist það bara með ágætum.

   (83 af 97)  
3/12/05 04:02

Útvarpsstjóri

Einhvern tímann er allt fyrst. Hvaða vesældarfyrirtæki er það sem ekki býður upp á saltket og baunir á þessum degi? Alveg er ég viss um að þú hafir fengið bollur í gær, eða hvað?

3/12/05 04:02

Offari

Blessaður Nermal og þakka þér fyrir síðast.
Saltkjötið er lostæti og ég er hissa að svona öflugt kjötiðnaðarfyritæki hafi ekki boðið þér Saltkjöt. Ég hef hinsvegar aldrei getað étið baunasúpuna svo þú mátt sleppa henni mínvegna.

3/12/05 04:02

Nermal

Vissulega fengum við bollur í gær. Já og takk sömuleiðis Offari. Þetta var heljardjamm

3/12/05 04:02

Ugla

Ég borðaði stafasúpu í kvöldmatinn. Tek mér langan tíma og reyni að mynda og borða ákveðin orð og setningar í einu.
Sennilega leiðist mér töluvert...

3/12/05 04:02

albin

Hneisa.

3/12/05 04:02

Nornin

Ég var fegin að sleppa við saltkjötið og baunirnar. Ég er ekki hrifin af þessum mat og var því voða glöð að geta borið önnum fyrir mig þegar mér var boðið í mat í kvöld.
Fékk mér brauð með osti í staðinn, það er talsvert betra.

3/12/05 01:00

Mosa frænka

Leitt að heyra, Nermal. Sjálf fékk ég baunasúpu að vestíslenskum sið, fyrst saltkjöt vantaði --einnig að vestíslenskum sið.

3/12/05 01:00

Sæmi Fróði

Ég á ekki orð, saltkjöt á að vera skylda á þessum degi.

3/12/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Ja hérna hér. Ég fékk meira ad segja saltket hérna í Brasilíu.

3/12/05 03:01

Sundlaugur Vatne

Saltket og baunir, túkall!

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.