— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Tekið með trukki.

Vangaveltur um vegamál.

Ég er eins og efalaust einhverjir vita búsettur á Akureyri. Nú nýliðna helgi brá ég mér hinnsvegar til Reykjavíkur, svona til að hitta fólk og fleyra. En það er aukaatriði. Ég fór leiðina akandi á minni öndvegisbifreið. Íslenskir vegir eru nú ekkert sem er líklegt til að vinna til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum og alveg spurning hvort þeir séu yfirleitt boðlegir almennri umferð. En það versta er samt eftir. Það er þessi svakalega umferð stórra trukka. Maður gerir ekki annað en að mæta þessum skrímslum. Ég held að ég hafi mætt 20 - 30 svona bílum á leiðini Varmahlíð Akureyri. Vindgjósturinn frá þeim skekur minn littla bíl og snjódriftinn sem á eftir þeim kemur blindar manni vegsýn. Ég býð nú ekki í þá skelfingu ef maður myndi nú lenda í samstuði við einn svona.... 50 sinnum þyngri en minn bíll. En þetta er að sjálfsögðu vegna þess að einhverjum eðalsnillingum fannst vera alger óþarfi að sigla með vörur milli landshluta. Kanski er eini plúsin í þessu að þetta er atvinnuskapandi. Það þarf menn til að aka þessum trukkum og losa þá og lesta.

Ég held hinsvegar að þetta hafi mjög slæm áhrif á vegakerfið. Einn svona risatúkkur slítur vegunum á við mörghundruð fólksbíla. Tímir ríkið að borga skemdirnar?

   (88 af 97)  
2/11/04 05:02

blóðugt

Ég er alltaf skíthrædd við að mæta þessum skrímslum.

2/11/04 05:02

B. Ewing

Þú hefur væntanlega farið suður á föstudagssíðdegi, það er hrein geggjun því að þá er verið að fara með allt fyrir helgina.

2/11/04 05:02

albin

Þegar ég las fyrirsögnina hélt ég að fjallað yrði um alls óskylt mál.

2/11/04 05:02

Ívar Sívertsen

Það væri kannski ráð að taka upp farþegasiglingar milli staða... ekki geta menn ekið við þessar aðstæður!

2/11/04 06:00

albin

Það væri þjóðráð. Því þá get ég farið að aka í friði um þjóðvegi landsins. Mér finnst nefnilega mun meiri truflun af hinum ýmsu ökumönnum minni bifreiða. Þeir meiga þó eiga það á trukkunum þó stórir séu og þungir að þeir hafa að mínu mati reynst almennt tillitsamari í umferðinni.

En eins og alstaðar eru til rotin epli þar sem annarstaðar.

2/11/04 06:00

Litli Múi

Já þetta væri nú í lagi ef hvaða bjána sem er væri ekki hleypt á þessi skrímsli, þekki nefnilega nokkra svoleiðis.

2/11/04 06:01

Hvæsi

Hvað er þetta, við höfum líklega mætt hvor öðrum á leiðinni, þessir trukkar eru meinlausir, og vegirnir eru fínir, og þessir trukkar skila sliti sínu í ríkiskassann með svaðalegum bifreiðargjöldum.

2/11/04 07:00

Sundlaugur Vatne

Ég held nú að það skapi ekkert minni atvinnu að sigla með vörurnar. Vöruhafnir á landinu eru nú sem óðast að deyja drottni sínum vegna þess að þar hefur verið okrað svo á hafnagjöldum að það borgar sig frekar að senda vörurnar með trukkatröllum. Á Ýsufirði notum við ennþá strandferðaskipin til að flytja fólk og vörur og líkar vel.

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.