— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Nermal
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Stress

Það er fátt sem mér finnst jafn leiðinlegt og stress. Sérstaklega þegar fólk er að stressa ig útaf náhvæmlega engu. Ég er með doldið strekktann yfirmann. Hann er stundum að þusa yfir smáatriðum sem littlu sem engu máli skipta. Vil að allt gangi sem allra hraðast, og að menn dirfist ekki af fara í pásu fyrr en klukkann er búinn að hringja. Samt skreppur hann næstum því daglega frá í vinnutímanum til að fara með bílinn heim til konunar sinnar..... Ég reiknaði það út að 15 mínútna skreppitúr daglega gera c.a 7 vinnudaga á ári......

   (90 af 97)  
2/11/04 01:02

Hvæsi

7 vinnudaga á ári já. Það er greinilegt að þessi yfirmaður þarf að reka þig áfram ef þú ert að standa í svona stærðfræði í vinnunni. [Hlær sig máttlausann]

2/11/04 01:02

Bölverkur

Gott hjá þér, en mér þykir þetta nú ekki mikið ef þú mátt líka. Það verða allir að mega.

2/11/04 01:02

Dexxa

Já... sumt fólk er stanslaust stressað...
það getur verið v e r u l e g a pirrandi...

2/11/04 02:00

Limbri

Æji, vertu nú ekki að stressa þig yfir þessum yfirmanni. Mér finnst þú vera að gera stress úr náKvæmlega engu. Enda kemur þér tæplega við hvort hann skreppi, það er í verkahring yfirmans hans að fylgjast með þessu. (Nema þú sért að vinna í einhverju ofur-sósíalísku fyrirtæki.)

Annars ætla ég ekki að vera stressa mig yfir þessu félaxriti, þetta er svo smátt í sniðum að þetta er eiginlega "náKvæmlega ekkert" og þarmeð engin ástæða til að gera nokkuð veður úr þessu hjá þér.

-

2/11/04 02:00

Hugfreður

Athugasemd Limbra veldur mér áhyggjum. Ég stressaði mig ekkert yfir þessu félagsriti fyrr en ég las athugasemd Limbra. þá fannst mér eins og ég þyrfti að stressa mig yfir þessu, sem ég gerði ekki fyrst. Nú finnst mér ég vera eitthvað óeðlilegur og það gerir mig mjög stressaðan [Myndar áhyggjuhrukkur á enninu svo höfuðið virðist ætla að klofna í sundur]

2/11/04 02:00

Lærði-Geöff

Fyrir stressaða einstaklinga er til náttúrulegt lyf. Það er þeim eiginleikum gætt að þú gleymir öllum áhyggjum en einnig mörgu öðru. Ég mæli hins vegar frekar með góðri tónlist (misjafnt eftir smekk) og réttri blöndu af æðru- og kæruleysi. Þannig lærir maður að flestir hlutir skipta nákvæmlega engu máli svo erfitt verður að stressa sig yfir þeim.

2/11/04 03:00

Lopi

Þetta er snilldar félagsrit. Það er reyndar svo langt síðan að ég var að læra íslensku í fjölbraut að ég búinn að gleyma hvað svona nefnist á bókmenntamáli. Andhverfa eða eitthvað svoleiðis; þú kvartar undan smámunasemi yfirmannsins en ert greinilega miklu verri en hann þegar þú ert að reikna út hve mikinn tíma á árinu hann er að skjótast úr vinnuni.

2/11/04 03:00

Lopi

Þverstæða var það.

2/11/04 03:01

Litli Múi

Ég er mjög stressaður maður og ekki veit ég í andskotanum afhverju. Stress er sjúkdómur arfgengur sjúkdómur í mínu tilfelli því pabbi minn er nákvæmlega eins og ég. Ætli yfirmaðður þinn verði ekki bara að byrja að reykja kannabis, það virkaði fyrir mig á tímabili þangað til ég varð stressaður yfir því að ég væri að reykja of mikið kannabis og hætti.

2/11/04 03:01

hundinginn

Finn til með þjer! ...

2/11/04 03:02

Nermal

Maður leiðir stressið í honum bara hjá sér. Og þessi útreikningur var nú bara gerður svona í gríni. Og kannabis væri örugglega málið fyrir hann... þá yrði hann sennilega næstum normal

Nermal:
  • Fæðing hér: 24/9/05 16:56
  • Síðast á ferli: 16/11/15 23:37
  • Innlegg: 25038
Eðli:
Einn af örfáum sem ekki er þjáður af þágufallssýki
Fræðasvið:
Alskyns fánýtur fróðleikur, gagnslausar orðlengjur, Pub Quiz og almenn vitleysa
Æviágrip:
Ekki er margt vitað um uppruna Nermals. Þó er vitað að hann fannst í sífrera í norðanverðri Síberíu. Þar skammt frá fannst ein gjöfulasta plútoníum náma veraldar. Talið er að skrítileika Nermalsins megi rekja til óhóflegrar geislunar. Aldursgreining með geislakolsaðferð hefur ekki borið árangur.