— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/11/04
Tilgangslausar upplýsingar Frammhald.

Fyrir stuttu skrifaði ég félagsrit sem nefndist tilgangslausar upplýsingar. Nokkrum dögum eftir að ég hafði skrifað þetta rit var félagi minn eitthvað að skoða baggalút í tölvunni hjá mér og rakst hann á þetta félagsrit.<br /> Eftir að hann hafði lesið ritið benti hann mér á nokkrar bækur um svipað málefni. Tvær af þessum bókum hef ég verið að lesa undanfarið og þótt nokkuð magnaðar, þær heita "Not many people know this" og Not many people know this either" .<br /> Merkilegast þótti mér það þegar ég leit á höfundinn og þekkti ég andlitið nokkuð vel. Michael Caine heitir höfundurinn og er hann Frægur leikari (fyrir þá sem þekkja hann ekki lék hann t.d. pabbann í Austin Powers Goldmember, þjóninn Alfred í nýjustu Batmann myndinni og fleiri). <br /> Bækurnar eru báðar mjög góðar en finnst mér þó sú síðarnefnda betri og ætla ég hér að vitna aðeins í hana.

Vissir þú þetta um ávexti?

Í nokkrar aldir nudduðu konur krömdum jarðaberjum á brjóstin á sér í þeirri trú að þau mundu stækka.

Stærsta bananasplitt í heimi innihélt meira en 11.000 banana og var 1,6 kílómetri að lengd.

Sítrónur og jarðaber þroskast ekki eftir týnslu, perur og bananar gera það aftur á móti.

Ef einhver felldi epplatré á Írlandi hinu forna var hann dæmdur til dauða því epplatré voru talin heilög.

Þegar Woody Allen var spurður að því af hverju hann kallaði uppistand sitt árið 1971 "Bananas" sagði hann að það væri út af því að það væru engir bananar í því.

Vissir þú þetta um önnur lönd?

Bulgaría á stærstu rósagarða i heimi.

Allt gullið í giftingahringum í Englandi kemur frá Golgau í Wales.

Kínverjar hafa étið rabbabara alveg síðan 3.000 fyrir krist.

Ríkistjórnin i Dubai keypti snjóplóg til að blása sandi af vegunum.

Ekkert í Frakklandi er meira en 500km frá sjó.

Í Frakklandi er fyrsti apríl (April´s fools day) nefndur Fiskidagur.

Vissir þú þetta um slys?

Til að sleppa við slys þá hafði Englandsdrottning korónuna á höfðinu í nokkra daga, áður en hún var krýnd, til að venjast þunga hennar.

Eini Englendingurinn sem hefur verið páfi kafnaði á flugu sem hann gleypti fyrir slysni.

Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á því að vera sparkaður til dauða af múlasna heldur en að deyja í flugslysi.

Árið 1888 dóu 246 manneskjur í hagléli í Indlandi.

Ameríkani fékk rafstuð og dó þegar hann pissaði á
neðanjarðarlestarteina.

Versta flugslys sögunnar gerðist á jörðu niðri.

Vissir þú þetta um dýr?

Gíraffar geta sleikt á sér eyrun.

Simpansar hafa fleiri litninga en menn.

Krókódílar eru háværustu dýrin í dýraríkinu.

40 prósent allra spenndýra eru nagdýr.

Silkiorms mölflugan (silkworm moth) hefur ellefu heila.

Rauðir íkornar draga að sér fleiri flær en nokkuð annað dýr.

Vissir þú þetta um peninga?

Á nítjándu öld var ál dýrara en gull.

Á sautjándu öld var meiri peningum eitt í kerti fyrir konunglegar hallir heldur en mat.

Peningakassinn var fundinn upp árið 1884.

Te var einusinni gjaldmiðill síberíu.

Hin breska Peggy Hopkins Joyce varð einusinni ríkasta kona í heimi með því að giftast fimm milljónamæringum.

Og að lokum koma nokkur úr allskonar flokkum.

Vissir þú að:

Franskur böðull var einusinni rekinn fyrir að veðsetja búninginn sinn.

Sá sem fann upp skóreimina hét Harvey Kennedy.

Naut eru litblind, rauðu skikkjurnar eru til þess að fela blóðbletti en ekki til að reita nautið til reiði.

Jórdanía hefur lægstu sjálfsmorðstíðni í heimi.

Líkið af Alexander hinum mikla var geymt í hunangi í dágóðan tíma eftir að hann dó.

Breskur hermaðu gekk einu sinni í 6 daga 10 klukkutíma og 22 mínútur.

Indverska skáldið Sri Chinmoy samdi 843 ljóð á einum degi árið 1975.

Charlie Chaplin tryggði á sér fæturna fyrir meira en 150.000 dali.

Heilagur Simeon yngri eiddi 45 árum sitjandi uppi á súlu í Sýrlandi.

Fyrir um 450 milljón árum var Suðurpóllinn staðsettur þar sem Sahara eyðimörkin er núna.

Skákin er fundin upp í Indlandi.

Ég gæti haldið svona áfram lengi en er að spá í að hætta núna, hvet alla til að lesa þessar bækur því þær hafa mikinn og skemmtilegan fróðleik að geyma.

   (3 af 11)  
2/11/04 06:02

B. Ewing

Þetta var nú gagnslaus fróðleikur og skemmtilegur [Ljómar upp]

2/11/04 06:02

albin

Vissir þú þetta um mig:
Ég hef aldrei lesið þessar bækur.

2/11/04 06:02

Bölverkur

<i>Árið 1888 dóu 246 manneskjur í hagléli í Indlandi.</i>
<b>Nú, var haglél til þá?</b>

2/11/04 06:02

Hildisþorsti

Gaman. Haltu þessu áfram.

2/11/04 06:02

Don De Vito

Ég hef líka einhvern tímann heyrt að um 500 manns hafi dáið í Indlandi þegar að hitinn hafi farið niður í 5°C eina nóttina.

2/11/04 06:02

Bölverkur

Já, en þeir dóu úr elli, voru reyndar allirí fríi á Flórída þegar það gerðist.

2/11/04 06:02

Nermal

Alltaf gott að vita svonalagað...

2/11/04 06:02

Offari

Hvernig bragðast hunangshúðaður Alexander?

2/11/04 06:02

Dexxa

Svona fróðleikur er alltaf skemmtilegur... [brosir breitt]

2/11/04 01:00

Hvæsi

Snilld. áttu til meira af uppl. um þetta flugslys ?
Eða einhver bara, man ekki eftir að hafa heyrt um það, og er voða forvitinn.

2/11/04 01:00

blóðugt

Ég þekki gítarleikara sem getur spilað og haldið uppi partýstemningu þó hann sé sofandi!

2/11/04 01:00

Von Strandir

Epli = eplatré.

2/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Allur fróðleikur gagnast, þakka þér fyrir Litli Múi.

2/11/04 01:00

Litli Múi

Því miður var ekkert meira minnst á þetta flugslys, það væri kannski ráð að athuga þetta betur.

2/11/04 01:01

Offari

Ég held að flest flugslys endi á jörðinni.

2/11/04 01:01

Aulinn

[Makar jarðaberjum á brjóstin á sér vongóð]

2/11/04 01:01

albin

Ég held þú þurfir meira af jarðarberjum...

2/11/04 01:01

Illi Apinn

[Makar eplum á rassinn]

2/11/04 01:01

Órækja

Merkilegasta staðreyndin sem ég las þarna kom ekki fram beint, en hún er sú að á Írlandi vaxi yfirleitt eplatré.

2/11/04 01:01

Litla Laufblaðið

[Makar líka jarðaberjum á júllurnar] Þarf nú ekkert á þessu að halda...þetta er bara svo sexy! Svo nenni ég ekki að læra fyrir próf. [Skottast um með jarðaberja brjóstin sín]

2/11/04 01:01

albin

Vart hefur verið við alvarlegan jarðaberja skort...

2/11/04 01:01

Don De Vito

Ókey, ég skal umorða fyrra innlegið mitt: Ég hef líka einhvern tímann heyrt að um 500 manns hafi dáið úr kulda í Indlandi þegar að hitinn hafi farið niður í 5°C eina nóttina.

2/11/04 01:01

Skoffín

"Krókódílar eru háværustu dýrin í dýraríkinu."

Þetta er rangt, steypireiðurin er háværasta dýr jarðar þar sem lágtíðnihljóð hennar geta orðið 188 desíbel og heyrast um mílur vegar í sjónum. Á eftir henni kemur svo hinn Suður-Ameríski öskurapi en hljó hans geta borist um 4.8 km leið. Þess má einnig geta að mannlegt eyra finnur til sársauka nemi það hljóð yfir 120-130 desíbel.

Vá, djöfull er ég leiðinlegt Skoffín í dag. En annars var þetta skemmtileg lesning.

2/11/04 01:01

Skoffín

Steypireyður á það víst að vera, afsakið mig. Til gamans má geta að ég er á fljúgandi þermisstigi í dag enda í próflestri.

2/11/04 02:00

blóðugt

Svo kemur völsastigið...

2/11/04 02:00

Limbri

Vaselín ? Einhver ?

[Réttir fram nýja dós af júgursmyrsli]

-

2/11/04 02:02

Tigra

Haha.. ég get lesið svona staðreyndir endalaust

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.