— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/04
Tilgangslausar upplýsingar.

Ég var áðan að vafra um netið að skoða hitt og þetta. Flest af því sem ég fann voru einhverjar tilgangslausar upplýsingar (Useless information). Hér koma nokkrar ykkur til skemmtunar.

Vissir þú að:

Rotta getur lifað lengur en kameldýr án vatns.

Þegar önd kvakar gefur það ekki frá sér bergmál.

Andrésar andar teiknimyndarsögurnar voru bannaðar í Finnlandi af því að hann er ekki í buxum.

Það var svo mikill skortur á járni í seinni heimsstyrjöldinni að stytturnar á óskarsverðlaunahátíðinni voru gerðar úr viði.

Það eru til 318,979,564,000 leiðir til að leika fyrstu fjóra leikina í skák.

Nafnið Wendy var ekki til áður en Pétur pan bókin var gefin út.

Fyrsta sprengjan sem sleppt var á Berlín í seinni heimsstyrjöldinni drap eina fílinn í Dýragarðinum í Berlín.

Ef þú setur minnstu ögn af áfengi á sporðdreka þá brjálast hann og stingur sig til dauða.

Bruce Lee var svo snöggur að það þurfti að hægja á bardagaatriðunum í myndunum hanns til að hreyfingarnar sæjust almennilega.

Með því að lyfta fótunum hægt og leggjast á bakið þá getur þú ekki sokkið í kviksyndi.

Charlie Chaplin vann einusinni þriðju verðlaun í Charlie Chaplin eftirhermu keppni.

Ef þú tyggur tyggjó meðan þú skerð lauk þá sleppur þú við það að grenja.

The Guinness Book of Records á metið í því að vera oftast stolið af bókasöfnum.

Leðurblökur beygja alltaf til vinstri þegat þær fljúga út úr helli.

Fíls prump er nógu kröftugt til að halda bíl gangandi nokkra kílómetra.

Rauðir bílar eru þeir bílar sem lenda oftast í árekstri á hverju ári í Bandaríkjunum.

Höfrungar eru einu dýrin fyrir utan manneskjuna sem stunda kynlíf sér til skemmtunar.

Hnetur eru eitt af efnunum sem notuð eru í dýnamít.

Vinstri hendin gerir 56% af því sem þú vélritar.

Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar uppfinningamaðurinn labbaði framhjá radar og súkkulaðistykki í vasanum hjá honum bráðnaði.

Það eru 336 doppur á golfbolta.

Rafmagnsstóllinn var fundinn upp af tannlækni.

Amerísku flugfélögin spöruðu 40,000 dali árið 1987 með því að taka eina ólívu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.

Konur blikka augunum tvisvar sinnum oftar en menn.

Tungan í gírafa er 55cm löng, svört með bleikum doppum.

Upprunalega var orðið butterfly futterby.

Og síðast en ekki síst vissir þú að Clint Eastwood er með ofnæmi fyrir hestum.

   (6 af 11)  
1/11/04 03:02

Furðuvera

Ég vissi u.þ.b. níu atriði af þessum... hehe.
Og reyndar stundar ákveðin tegund af sjimpönsum kynlíf sér til skemmtunar ásamt höfrungum og mönnum.

1/11/04 03:02

Don De Vito

,,Með því að lyfta fótunum hægt og leggjast á bakið þá getur þú ekki sokkið í kviksyndi.'' Þetta á eftir að koma sér vel.

1/11/04 03:02

Jóakim Aðalönd

,,Þegar önd kvakar gefur það ekki frá sér bergmál."

Þetta er bull. Kvak andar bergmálar rétt eins og annað hljóð.

1/11/04 03:02

dordingull

Þeeeaar ööönddn kvvaakaaar.

1/11/04 03:02

Litli Múi

Mér fannst þetta líka skrítið þannig að ég fletti þessu upp. http://www.acoustics.salford.ac.uk/acoustics_world/duck/duck.htm

1/11/04 03:02

hlewagastiR

Vinstri hendin gerir 56% af því sem þú vélritar.
Ég leyfi mér að fullyrða að þetta eigi ekki við um íslensku. Þ, Ð, Æ og ekki síst komma yfir staf eru algeng tákn hægra megin.

Vinstru megin eru Z og X sjaldan nootuð, en Q og W og C enn sjaldnar. Við erum greinilega hægri menn, við Íslendingar.

Og loks: Það heitir Vinstri hönd, ekki hendi. Hendi er þágufall af hönd.

1/11/04 03:02

Hildisþorsti

Skemmtilegt fræðasvið.

1/11/04 04:00

Sæmi Fróði

Þetta er rangt með höfrungana, það er fuglategund í Ástralíu sem gerir slíkt hið sama.

1/11/04 04:01

Tanngarður

Ég stunda kynlíf mér til skemmtunar

1/11/04 04:01

blóðugt

Ég er ekki hissa á því að það hafi verið tannlæknir sem fann upp rafmagnsstólinn.

1/11/04 04:01

Ísdrottningin

Lestu ekki skilaboðin þín eða viltu ekki leiðrétta textann þinn?

1/11/04 04:01

Litli Múi

Ég býst við því að fólk lesi svörin ásamt því að lesa textann. Þannig að ég sé ekki tilgang í að leiðrétta.

1/11/04 04:01

Ísdrottningin

Ég sé það líka á Póststöðinni að skilaboðin frá mér eru ólesin en þar bendi ég þér á þær stafsetningarvillur sem er að finna í félagsriti þínu. Það er satt hjá þér, ég hefði getað birt þann lista hér en fannst það ekki viðeigandi, þín vegna.

1/11/04 04:01

Litli Múi

Þakka þér fyrir það ég athuga þetta.

1/11/04 05:00

Jóakim Aðalönd

Hvaða fuglategund er það Sæmi? Bara forvitnast...

1/11/04 05:01

Sæmi Fróði

Góð spurning Jóakim, ef ég man rétt er þetta einhver spörfugl í Ástralíu, hann býr í hópum í trjám, hver ættbálkur fuglanna býr alltaf í sama tré (nema eitthvað komi uppá). Man ekki hvað hann heitir, en þetta sá ég í náttúrulífsþætti í ríkissjónvarpinu þegar þeir stóðu sig enn við að birta slíkt.

1/11/04 05:01

Gunnar H. Mundason

Hvað í ósköpunum áttu við með tilgangslausar? Það er fínt að vita þetta.

1/11/04 05:01

Litli Múi

Þetta kallast "useless information" ef þú googlar þetta.

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.