— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/04
Eru reykingar böl?

Ég var á röltinu í kvöld með kærustunni, þegar sígarettu þörfin kemur upp hjá henni.
Okkur til mikillar hamingju erum við við hliðina á krambúðinni svo við stökkvum þar inn til að kaupa nokkra nagla.
Hún biður um pakkann og sölumaðurinn slær
inní kassann 535Kr.
Ég horfi á töluna hristi hausinn og segi vá þetta kostaði ekki nema 500Kr síðast þegar ég vissi.
sölumaðurinn hlær og segir já það er sko böl að reykja þetta hækkar með hverjum deginum.
mér finnst þetta ekkert findið því með því að hækka verðið á sígarettum er ekkert annað en verið að níðast á fíklunum. Ég lít undan og hugsa með mér var ekki einhverstaðar minnst á sölumann dauðans í einhverri bók.
Seinna um kvöldið kem Ég heim og er að flakka á netinu, rekst þá á þessa grein á mbl.is.
Þannig að ég fór ósjálfrátt að hugsa með mér er það þess virði að reykja.
Ég sjálfur er ekki reykingamaður og veit þess vegna ekki um þann unað sem það er að reykja eins og margir tala um.
Af því sem ég heiri er annar hver maður að reyna að hætta að reykja og aðferðirnar til þess orðnar svo margar að ég gæti ekki talið þær bæði á puttum og tám.
Þannig að í lokin gat ég ekki annað en verið pínulítið sammála sölumanninum.

   (11 af 11)  
31/10/04 04:02

Litli Múi

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1161688
Þetta er greinin á mbl.is, hún hefur ekki komið inn að einhverjum ástæðum.

31/10/04 04:02

Doofus Fogh Andersen

Plottið er að fíklarnir hafi ekki efni á að kaupa sér mat. Þeir koma til með að svelta til dauða fyrir fíknina. Það gefur peninga í ríkiskassann fyrir tóbakið og draga úr langvarandi sjúkrahúslegu vegna reykingatengdra sjúkdóma.

31/10/04 05:00

Ísis

Sígarettur eru bara ein tegund af lofti sem reykingamenn þarfnast, rétt eins og reyklausir þarfnast reyklauss lofts. Það er því fáránlegt að takmarka aðgang reykingamanna að sígarettum. Það væri eins og að takmarka aðgengi reyklausra að súrefni.

31/10/04 05:00

Ívar Sívertsen

Ísis, þetta er rangt hjá þér og það veistu. Reykingar er eitthvað sem þú getur verið án en þú getur ekki verið án súrefnis. Það er hægt að hætta að reykja en það er ekki hægt að hætta að anda. Þeir reykingamenn sem ég þekki sem hætt hafa að reykja eru sammála um það að reykingar séu böl á ýmsa vegu. Eftirfarandi hlutir hafa þessir aðilar verið sammála um að hafi batnað við það að hætta að reykja:

Meira bragð af mat
Meira úthald
Meiri kynlöngun
Fleiri sem vilja hitta þá (sökum lyktar)
Mun minni sljóleiki
Færri veikindadagar

Og svo væri hægt að telja lengi. Að hefta aðgang okkar sem ekki reykjum að súrefni með því að reykja er groddaleg aðför að grunn mannréttindum. Með því er reykingamaðurinn að stuðla að krabbameini vegna óbeinna reykinga. Að hindra hins vegar reykingamanninn í að nálgast tóbak er góðmennska þar sem þá eru minni líkur á því að reykingamaðurinn skaði bæði sjálfan sig og þá sem í kringum hann eru. Reykingar eru böl hvernig sem á það er litið.

31/10/04 05:00

Ísis

Smá leiðrétting Ívar:
Nú hef ég reykt í 8 ár og ég nýt matar míns til hins ytrasta, ég fer allar mínar ferðir hjólandi eða gangandi, kynlöngun mín er stöðug og mikil, ég á reyndar enga vini, hvað er sljóleiki?, og ég hef aldrei á minni starfsævi tekið veikindadag.

31/10/04 05:00

Ívar Sívertsen

Prófaðu að hætta í u.þ.b. ár og sjáðu hvar þú verður. En ég vil benda þér á að þær niðurstöður sem ég birti hér að ofan eru byggðar á samtölum við vini og kunningja og þeir eru allir sammála um þetta. Ekki véfengi ég þá. Þar erum við að tala um fólk sem hafði reykt frá 3 árum upp í 20 ár. Þá værirðu að leiðrétta þessa einstaklinga en ekki mig og ég er ekkert viss um að þeim þætti það neitt sérstaklega gaman að láta vaða svona yfir reynslu sína og skoðanir. Lifðu bara áfram í þeirri blindni að þetta sé gáfulegt. Þeir sem reykja fá síður vinnu en þeir sem ekki reykja þó svo það sé ekki algilt. Þetta er nautn eins og að drekka kók, sumir geta ekki hætt því en ég hef nú verið kóklaus í rúmar tvær vikur og ég viðurkenni að það er helvíti erfitt en mér líður betur fyrir vikið.

31/10/04 05:00

Heiðglyrnir

Hvað með Kaffið Ívar minn, ertu líka hættur í því.

31/10/04 05:00

Ívar Sívertsen

neibb... það er þetta með sykurinn skilurðu... ég er víst farinn að taka of mikið pláss sko. En neysla þess hefur snar minnkað svona þegar þú minnist á það.

31/10/04 05:00

Prins Arutha

Ég hef reykt í 15-17 ár. Reykingar eru böl, og ef ég næ ekki að hætta þessu fyrir næstu áramót má hver sem er kalla mig vesaling.

31/10/04 05:01

Sæmi Fróði

Jú bölvað böl.

31/10/04 05:01

Barbapabbi

Reykingar eru völ,

31/10/04 05:01

Vladimir Fuckov

Og kvöl (a.m.k. fyrir þá er eigi reykja þó einstaka reykingafólk eigi e.t.v. erfitt með að ímynda sjer það).

31/10/04 05:01

Leir Hnoðdal

Ahh. Ég steinhætti fyrir 18 mán, ekki smókur síðan.
Þeim sem virkilega hafa áhuga á að hætta er velkomið að senda á mig prívat púst og ég skal segja mína sögu...Hallelúja ég er frelsaður.

31/10/04 05:01

Prins Arutha

Þetta er þá mjög gömul mynd af þér Leir minn geri ég ráð fyrir, en til hamingju samt sem áður.

31/10/04 05:01

Leir Hnoðdal

Já Prins (minnir mig á sígó og fæ smár flash back). Væriðér sama að vera ekkert að grúska í kennitölum. Kanski á ég eftir að fótosjoppana.

31/10/04 05:01

Barbapabbi

Wisky, vindlar, víf - þetta er háheilög þrenning lífsnautnamanna sem aldreigi má rjúfa því þá rífur maður sjálfa hamingjuna

31/10/04 05:01

Vladimir Fuckov

Vjer kjósum nú heldur fagurbláan drykk, kóbalt og víf við fagurbláa birtu frá daufum plútóníumljósum (kertaljós eru svo gamaldags) [Ljómar upp af augljósum ástæðum]. Að vísu er þetta þá orðið heilög ferning...

31/10/04 05:02

Nermal

Mér hafa alltaf þótt reykingar með eindæmum heimskulegar, veit að vísu ekki um þessa nautn sem á að fylgja. Það vita það ALLIR að reykingar eru óhollar, dýrar og sóðalegar. Samt byrjar fólk á þessu. Það er hlutur sem ég alls ekki fatta..

31/10/04 06:01

Barbapabbi

Þið eruð heilaþvegnir af falsmiðlunum - það vita allir sem eitthvað vita að kópaltbætt reyktópak sótthreinsar lungu, gefur hraustlegt og gott útlit, bætir meltinguna

31/10/04 08:01

Kargur

Ykkur reykingafólkinu vil ég benda á bókina Maðurinn sem hætti að reykja, eftir Tage Danielson. Frábær bók. Þar er einmitt talað um summu lastanna, brennivíns, kynlífs og reykinga.

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.