— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Barnið
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/11/05
Veröldin okkar

Víglína ungbarna.

Í desember er mamma mín að farast úr stressi, hún þarf að kaupa jólagjafir, jólaskraut og mat. Í dag lá leið okkar mömmu í Smáralindina, hún klæddi mig í miljónir flíka og henti mér í kerruna ...

Þegar við vorum komin í Smáralindina var ég settur í Veröldina okkar, barnaparadís í dulargerfi. Ég átti að vera þarna í eina klukkustund, eftir hálftíma af veru minni þarna átti ég að fá djús. Stúlkurnar sem áttu að passa mig voru með aflitað hár, tyggigúmmí og í kærastakrísu svo þær fylgdust varla með okkur börnunum.

Ég geng (já geng, tók mín fyrstu skref um daginn) að leiktækjunum, sé þar strax hrekkjusvínið, pirraðan tveggja ára strák með fulla bleiju, af lyktinni að dæma borðaði hann epla og gulrótarmauk í morgunmat. Hann var að að rífa barbiedúkku einnar stelpunnar í sundur. Í hinum enda herbergisins voru tvær stelpur í kubbó... í rennibrautinni var 4 ára strákur í fýlu, hann fékk víst ekki djús, í boltalauginni voru drengir að leika sér. Ég settist út í horn og skoðaði nokkra bíla áhugalaus. Eftir að ég var búinn að vera að leika í smá stund sé ég hrekkjusvínið vera að rífa í hárið á einni af stelpunni sem var að leika sér í kubbó, eftir barbiedúkku morðið sá ég að þessi strákur var ekkert lamb að leika við... ég ákveð að skerast í leikinn.

"Hættu þessu" segi ég.

"Og hvað ætlar þú að gera, kúkalabbi?" svarar hann frekjulega.

"Ég er bara að biðja þig um að láta stelpuna vera" og áður en ég vissi af kom hann og ýtti mér, ég nýbyrjaður að ganga. Ég dett og fer að gráta... loks kemur ein af stúlkunum sem á að vera að passa okkur og segir við hrekkjusvínið "Heyrðu, heyrðu þú færð engan djús núna!" ... Ég vann þennan bardaga... en ég hef það á tilfiningunni að við eigum eftir að hittast aftur... ég og hrekkjusvínið.

   (1 af 1)  
2/11/05 10:00

krumpa

Góð saga, nema.....tveggja ára börn eru hætt að borða maukmat, og börn sem eru nýfarin að labba fara ekki foreldralaus í Veröldina okkar. Ofsalega er ég leiðinleg - góð saga!

2/11/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Þú veizt of mikið um börn krumpa. Mikið er ég feginn að vita nákvæmlega ekkert um þessa sögu. Skál!

2/11/05 10:00

Offari

Og hvað með það þó að barnið sé ekki búið að læra allar reglurVeraldinar þá gera börn oft mistök og eru dugleg að læra af þeim, sagan er skemmtileg og segir okkur að það er ekkert sældarlíf að vera barn í þessari veröld.

2/11/05 10:01

Aulinn

Víst meiga þau fara foreldralaus þangað krumpa. Ég vann þar einu sinni og það er svona lítill krókur með litlum börnum í, það á samt að vera stanslaust eftirlit með þeim.

2/11/05 10:01

krumpa

Já - það er krílahorn - en lágmarksaldur er hærri en eins árs (18m - 2 ára (skv. heimasíðunni) - og miðað við að vera nýfarið að labba og valt á fótum er Barnið væntanlega 11-14 mánaða....en kannski er það seinþroska...
Annars er þetta fín saga -

2/11/05 10:02

Hakuchi

Haltu áfram baráttunni. Lífið er miskunnarlaust og þú verður að vera miskunnarlausara.

2/11/05 11:00

Ívar Sívertsen

það er öruggara að vera bara heima... þó svo að enginn annar sé þar.

2/11/05 14:01

Þarfagreinir

Uss ... á svona hrekkjusvín þýðir ekkert annað en að hakka sig inn í tölvur þeirra og skilja eftir ólöglegt efni þar og láta handtaka þau.

Hmm ... það virkar samt líklega ekki á smákrakka. Ansans.

Barnið:
  • Fæðing hér: 17/9/05 11:26
  • Síðast á ferli: 26/12/06 19:33
  • Innlegg: 13