— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/06
Hvar hafið þið verið?

Ég er búin að leita og leita og leita um allt alnetið en hef ekki fundið ykkur fyrr en núna og það gleður mig. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verð ég að viðurkenna að ég leitaði ekki stanslaust, hedur bara í dauða tímanum. Það var nefnilega mikið að gera hjá mér. Ég ætlaði í framboð en það klúðraðist eitthvað og ég er ekki á neinum lista. Laginu mínu var hafnað í Eurovision svo poppstjörnudraumarnir fóru fyrir lítið. Þá datt mér í hug að taka þátt í fegurðarsamkeppni en ég var of lágvaxin miðað við þyngd, og svo voru reglurnar svo strangar að ég hefði orðið að raka mig undir höndunum. Feministi gerir nú ekki hvað sem er fyrir frægðina. Eftir nokkra viský og expresso með hinum vinum mínum, datt mér í hug að búa bara til mína eigin fegurðarsamkeppni. Þar skyldi allt leyfilegt nema að svindla. Nú er ber ég sem sagt stolt titilinn varadekk 2007 og á næsta ári verð ég fyrrverandi fegurðardrottning.

   (15 af 29)  
5/12/06 04:01

Offari

Við vorum allan tíman hér. Er nokkuð annað en að skella sér í framboð og fegurðarsamkeppni hér, Hér er ekki farið eftir einhverju hlutfalli mill lengdar og þyngdar hér er það eingöngu fegurðin sem ræður

5/12/06 04:02

Vímus

Til hamingju með titilinn Fenmetralín ... Fyrirgefðu Feministi meina ég. Ég veit ekki hvers vegna þetta valt upp úr mér. Fenmetralín er virka efnið í megrunartöflunum preludin sem er eitt albesta örvandi lyf sem ég komist í kynni við.
Annars var ekki meiningin að spjalla um lyf heldur ætlaði ég að benda þér á að það er auðvelt fyrir þig að hirða einhvern titil á hverju ári.
Það hefur t.d. aldrei verið keppt í fjölbragðaglímu kvenna hér. Ég skal þjálfa þig og svo hnoðarðu einhverjum kerlingum saman næsta ár o.s.f. v.

5/12/06 04:02

Herbjörn Hafralóns

Ég get víst ekki sagt "Aldrei fór ég suður" því ég er fyrir sunnan og fór ekki neitt.

5/12/06 04:02

krossgata

Til hamingju með titilinn.
[Ljómar upp]

Ég hef hugsað mér að vera frú "aldrei of mikið af góðri konu" um óákveðinn tíma. Þar er einmitt kostur að vera lágvaxin miðað við þyngd.
[Allar fiturfrumurnar syngja "HAAAALELÚJA" og dilla sér með]

5/12/06 04:02

Þarfagreinir

Ég er hér.

5/12/06 04:02

Grágrímur

Ég er hérna...já eða þarna, nei bíddu hvar setti ég mig aftur... andskotinn... hjálp, ég er týndur!

5/12/06 05:00

Skabbi skrumari

Til lukku með titilinn...

5/12/06 05:01

Texi Everto

Datt þér virkilega ekki í hug að leita við varðeldinn? Ég er búinn að vera þar allan tímann. Gott samt að sjá þig aftur, fjallkóngur og drottning verða auðvitað að sjást öðru hvoru saman á almannafæri! [Ljómar upp]

5/12/06 05:01

Hakuchi

Voðalega ertu áttavilt femínisti minn.

Til allrar hamingju með titilinn.

5/12/06 06:01

Steinríkur

Ég hef það bara í skápnum við hliðina á lökunum.

5/12/06 06:02

krumpa

Þú ert fögur!

5/12/06 07:01

Gvendur Skrítni

Vertu velkominn Feministi. Hvers vegna kjósa annars feministar að kalla sig karlkyns orði? Er það ekki kynferðisleg mismunun? [Kastar sér í poll svo Feministinn geti gengið um Gestapó þurrum fótum]

5/12/06 07:02

feministi

Til að sýna samstöðu með þeim sem kalla sig kvennmenn.

5/12/06 08:02

Blástakkur

Af hverju er Sólin „hún“ en ekki „hann“ gætirðu allt eins spurt. Þess má geta að Bretar töluðu a.m.k. áður fyrr um Sólina sem karlkyns. Held að það sé ekki lengur þannig. Annars ætti kannski bara að leggja niður kynjamismuninn í málinu. Það myndi einfalda mikið alla málfræði og stuðla að jafnara samfélagi um leið. Í staðinn fyrir son og dóttur myndi koma afkvæmi og við fæðingu yrði varpað hlutkesti um hvort móðir eða faðir séu þar á undan. Eða bara leggja niður öll nöfn og taka upp númerakerfi. Síðan væri hægt að strikamerkja fólk og þá þyrftum við ekki lengur að burðast með skilríki eða kort af einhverju tagi. Bara skanna strikamerkið. Þetta myndi náttúrulega duga skammt ef allir fengju að klæða sig eins og þeim sýnist. Þannig að ég legg til að allir verði í eins fötum... og með eins klippingu. Þar með væri stuðlað að jafnræði meðal allra samfélagsþegnanna. Því miður er því samt þannig farið að sumir eru einfaldlega betri en aðrir, þannig að nauðsynlegt væri að jafna það út líka. Þeir sem eru með of góða sjón myndu fá sjóntemprandi gleraugu sem valda fjar- eða nærsýni. Þeir sem eru of sterkir myndu þurfa að ganga um með lóð og dót hangandi utan á sér. Þeir sem eru of fljótir að læra myndu ekki fá eins mikla kennslu og aðrir svo að þeir taki ekki fram úr hinum. Þjóðþrifaverk allt saman.

5/12/06 10:01

blóðugt

Ég elska þig feministabeljan þín!

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.