— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/04
Snertur af lauslæti

Hvað í ósköpunum er þetta lauslæti sem menn og konur hafa verið að þrasa um undanfarna daga?

Allt frá því að sjónvarpskonan Oprah fjallaði í skemmtiþætti sínum í útlöndum um lauslæti Íslenskra kvenna, hefur Íslenskt samfélag ólgað. Mætar konur og merkir menn hafa æðrast yfir því hvort lauslæti Íslenskra kvenna sé mikið, óvenju mikið, eitthvað ýkt eða jafnvel sjaldgæft. Ég hef fylgst með þessari umræðu, enda varla hægt að komst hjá því . Ekki að ég ætli neitt að velta mér upp úr þessum þætti hennar Opruh, en fárið vakti mig til umhugsunar um lauslæti. Hvað eiga menn við með lauslæti?
Mér hefur skilst að stór hópur útlendinga telji að við, Íslenskar konur, séum lauslátar og að það sé vont. Til að geta tekið afstöðu í þessari áhugaverðu umræðu vantar skilgreiningu á lauslæti. Ég leita sannleikans og treysti á að þið eigið svarið.
Er það t.d. lauslæti að sofa hjá einhverjum sem maður hefur einungis þekkt í mjög stuttan tíma? Ef svarið er já, hvað þarf fólk þá að hafa þekkst lengi? Hvað með jafnrétti. Gilda sömu siðareglur fyrir pilta og stúlkur? Hvað þá um homma og lesbíur? Ef ég laðast að einhverjum sem ég þekki ekki er ég þá með snert af lauslæti?

   (22 af 29)  
5/12/04 05:02

Hexia de Trix

Ég myndi halda að það væri erfitt að skilgreina lauslæti. Þó þykist ég viss um eitt; að nunnur og munkar eru minnst lauslát.

5/12/04 05:02

Haraldur Austmann

Það þarf tvo í tangó.

5/12/04 05:02

Nornin

Ég er alveg einstaklega lauslát.
Það þýðir samt ekki að ég sofi hjá hverjum sem er.
Lauslæti er hugarástand.

5/12/04 06:00

Litla Laufblaðið

Nákvæmlega Norn.

5/12/04 06:00

Þarfagreinir

Lauslæti er afstætt fyrirbæri. Sjálfur telst ég sennilega lítt lauslátur, nema þá kannski helst þegar ég drekk áfengi. Sem er reyndar frekar oft. [Starir þegjandi út í loftið]

5/12/04 06:00

Bangsímon

Telst ég lauslátur ef ég vil sofa hjá mörgum stúlkum, sem vilja ekki sofa hjá mér?

Ef svo er þá er ég lauslátur.

5/12/04 06:01

Isak Dinesen

Ég held að við deilum meira um það hversu slæmt eða gott lauslæti sé heldur en hvað lauslæti þýði. Ég er til dæmis á því að lauslæti sé bara eðlileg mannleg hegðun (að því gefnu að hún skaði ekki annan aðila en þann lausláta.) Aðrir kunna að vera ósammála mér.

Í óspurðum fréttum get ég fullyrt að ég hef aldrei talað í neikvæðum tón um gjálífi annarra, hvort sem er í eyru viðkomandi eða á bak hans.

5/12/04 06:01

albin

Staðreynd 1.
Konur eru lauslátar á Íslandi.
Staðreynd 2.
Karlar eru lauslátir á Íslandi.
Hvert er vanda málið? Þetta hefur verið svona frá því að ég man eftir mér... og ég gæti ekki hugsað mér ástandið ef konur væru ekki lauslátar, ég meina... hvað ætti ég þá að gera?

5/12/04 06:01

kokkurinn

Sammála Isak. Lauslæti er bara eðlileg mannleg hegðun og ef við mannfólkið miðum okkur við önnur spendýr þá erum við ekki lauslát. Hins vegar þessi umræða um lauslæti Íslenskra kvenna er kannski vegna þess sem skeður í miðbæ Reykjavíkur þegar herskip er við höfnina og dátunum er gefið bæjarleyfi öllum 1000 í einu þá er eins og margar missi sig. Málið er bara að ef það kæmi herskip með 1000 meyjum sem allar fengu bæjarleyfi í einu þá mundi Íslenski karlpeningurinn ekki síður missa sig og raunar örugglega í mun meira mæli.

5/12/04 06:01

Ugla

Er ekki talað um að einhver sé lauslátur þegar hann eða hún stundar reglulega kynlíf sem engar tilfinningar eru á bakvið heldur fyrst og fremst verið að svala líkamlegum fýsnum?????

5/12/04 06:01

Isak Dinesen

Skv. minni orðabók þýðir tilfinning:
1) líkamsskyn sem nemur sársauka, hita, kulda, snertingu og þrýsting, einkum í húð
2) skynjun, óljóst hugboð
3) geðhrif, kennd
(3ja útgáfa íslenskrar orðabókar, Reykjavík 2000)

Mér sýnist nú skv. þessu að alltaf sé um "tilfinningar" að ræða (ég er ekki að reyna að snúa út úr.) Það sem þú átt við er (held ég) að ekkert vitsmunalegt eða "djúpar" tilfinningar standi að baki.

En líkamlegar fýsnir munu eftir minni bestu vitund vera algerlega mannlegar og lítið við þeim að gera. Í mínum huga er alger óþarfi að vera að tala niðrandi um fólk sem hefur áhuga á að svala þessum þörfum - enda eðlilegt. Auðvitað að því gefnu að enginn beri skaða af nema (hugsanlega) þeir sem þátt taka í viðkomandi athöfn.

5/12/04 06:01

Isak Dinesen

Mjög góður punktur hjá kokkinum um hvað myndi gerast ef hingað kæmi herskip með 1000 meyjum.

5/12/04 06:01

Tigra

Ég held að íslenskt kvennfólk sé ekkert lauslátara en kvenfólk annarstaðar.
Við búum bara á eyju og þessvegna meira spennandi þegar erlendir aðilar eru staddir hér.
Sjálf held ég að það hafi verið geðveikt gaman að vera uppi þegar hernámið átti sér stað.. ástandið og allt það [Ljómar upp]

5/12/04 06:01

Limbri

Lauslæti. "Sá eða sú sem lætur auðveldlega undan viðreynslum annara varðandi að hafa kynmök." Einhvernvegin svona myndi ég vilja reyna að skilgreina þetta. Ég held að lauslæti snúist ekki svo mikið um hvort konan eða karlinn sem um er rætt sé endilega að bera sig eftir kynlífi, mikið frekar tel ég að átt sé við að auðvelt sé að sannfæra umræddan um að kynlíf væri góð hugmynd.

-

5/12/04 06:01

Júlía

Íslenska 'lauslætið' þýðist illa milli menningarheima. Held t.d. að viðhorf annarra Norðurlandabúa sé nokkuð svipað. Við höfum það líka okkur til afsökunar (ef við viljum vera að afsaka okkur) að við búum í mjög litlu samfélagi. Líkurnar á því að hitta gjörókunnuga manneskju eru heldur litlar, flestir kannast við hvern annan af afspurn, þekkja einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir viðkomandi o.s.frv. Þetta er frekar spurning um að koma sér að verki og drífa hlutina af, eins og okkur er svo tamt - er það ekki?

5/12/04 06:02

feministi

Það var þetta sem mig grunaði. Lauslæti er í raun ekki til, þetta er bara innihaldslaust orð svipað og jafnrétti, hámarkshraði og sinnuleysi.

5/12/04 06:02

Lómagnúpur

Vitleysa. Lauslæti er tiltekið form siðblindu sem brýst út í hömlulausu, innihaldslausu og tilgangslausu kynlífi tvist og bast oft án þess að velja sér makkera af kostgæfni. Ekki má rugla því saman við hóglífi.

5/12/04 06:02

Limbri

Jamm, ég held mig samt við mína kenningu.

-

5/12/04 07:01

Rasspabbi

Íslenskar konur eru ekkert lauslátar! Ég á ennþá sama smokkinn í veskinu mínu frá því ég var 13 ára! [Hrekkur við og uppgötvar að betra hefði verið að halda þessari staðreynd út af fyrir sig.]
Ehrm... *hóst*

[Læðist út af sviðinu og lokar hljóðlega á eftir sér]

5/12/04 12:00

Hverfill Kverúl

Á námsárum mínum í Svíþjóð kom fyrir, ef maður sté dans við óséðar konur, að þær buðu upp á te að dansleik loknum. Þegar heim var komið var ekkert minnst á te og málin þróuðust líkt og á Íslandi. Það þótti ruddaskapur að rukka um teið, sem gat leitt til neikvæðs kynferðislegs áreitis. Það gerðu menn aldrei, jafn vel ekki morguninn eftir. Gagnstætt því sem gerist á Íslandi sá maður þær oftast aldrei aftur. Svíþjóð er þessum mun stærri en Ísland.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.