— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Saga - 5/12/04
Hvernig láta á hund mjálma og kött gelta.

Fyrir löngu þegar ég gekk í skóla heyrði ég þessa sögu af nemanda sem las yfir sig. Þessi dæmisaga sýndi mér og félögum mínum að maður á ekki að læra of mikið. Þetta er óviðkunnaleg saga og ættu viðkvæmir dýravinir ekki að lesa lengra og þeir sem lesa samt lengra ættu að muna að þetta er bara saga.

Sagan gerist í lessal bókasafns í ónefndum háskóla. Allir sitja einbeittir við lesturinn. Skyndilega er hurðinni hrundið upp og fölur piltur, nemi á fyrsta ári hrópar yfir salinn. Vitið þið hvernig á að láta hund mjálma, fátt var um svör og ekki laust við að viðstaddir yrðu vandræðalegir. Svarið kom frá piltinum, og hann útskýrði rólegri röddu. Þið setjið hundinn í frysti og þegar hann er gegnfrosinn rennið þið honum í vélsög og þá heyrist miiijjjááááá. Rólega og yfirvegað gekk hann úr salnum og lokaði á eftir sér. Fólk vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið. Sumir hristu hausinn í vandlætingu, nokkrir brostu skömmustulega en flestir störðu í fullkominni undrun á dyrnar sem neminn hvarf út um. Var það hálftíma síðar eða hálfum degi síðar. Það var alltént þegar allir voru hættir að hugsa um þessa undarlegu truflun, niðursokknir í lesturinn. Hurðinni var þeytt upp af enn meiri krafti en í fyrra skiptið. Pilturinn föli stóð grafkyrr og þrumaði svo yfir salinn. Vitið þið hvernig á að láta kött gelta. Ekki orð, það var eitthvað við þennan pilt sem fékk viðstadda til að halda aftur af tilfinningunum. Eins og fyrr kom hann sjálfur með svarið. Þið skvettið á hann bensíni, kveikið í og þá heyrist boff.

Eftir uppákomunar í lessalnum sást neminn föli ekki aftur og óstaðfestar sögur hermdu að hann hefði endað á Kleppi.

   (23 af 29)  
5/12/04 06:00

Ísdrottningin

Ja hérna hér, ég segi nú ekki meir en það...

5/12/04 06:01

Isak Dinesen

Hann á sem sagt að hafa "lesið yfir sig" giska ég á? Eru slíkar sögur ekki bara tóm þvæla?

5/12/04 06:01

Skabbi skrumari

hehe... mér þótti þetta fyndið... en ég mæli samt ekki með að menn geri þetta heima hjá sér...

5/12/04 06:01

Berserkur

Flestir íbúar Vesturbæjar Reykjarvíkur og Seltjarnarness kannast við "prófessorinn." Hávaxinn einfari, með alskegg, hatt og í druslulegum fötum sem talar við sjálfan sig og nærstadda á norsku, þýsku og hver veit hverju. Hann rápar allan daginn, með sérstöku göngulagi undarlegum líkamsburði og leggur gjarnan að baki gríðarlegar vegalengdir, svona fyrir hádegi. Hann er gjarnan með röð af pennum í vasanum og fulla vasa af plástrum. Allir yngri en 12 ára á fyrrgreindum svæðum hræðast hann meir en sjálfan kölksa, en hann er samt hið mesta gæðablóð ef á reynir. Það kannast allir við hann í sjón, en ekki tengja allir andlitið við nafnið. Kannski er það bara flökkusaga að hann hafi lesið yfir sig en allavega hef ég alltaf trúað henni.

5/12/04 01:01

Þarfagreinir

Fyrsti maðurinn sem sögum fer af að hafi lesið yfir sig mun hafa verið Don Kíkóti frá La Mancha. Hins vegar er ég ekki trúaður á að slíkt sé mögulegt. Mun frekar held ég að fylgnina milli mikils lestur og geðveilu megi skýra með því að einrænt fólk sem hneigist til geðveilu er líklegra til að grúfa sig yfir bókum en annað fólk.

5/12/04 01:01

Isak Dinesen

Nákvæmlega það sem ég hefði haldið!

5/12/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef aldrei heyrt hund segja: ,,boff".

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.