— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Pistlingur - 3/11/03
Bardagabombur

Rambókynslóðin tekur við.

Ég vaknaði upp við vondan draum af doða og sleni því sem gjarnan fylgir myrkri og ofáti desembermánaðar. Stökk upp á nef mér og ákvað að hella úr skálum reiði minnar yfir ykkur sakleysingjana. Þið viljið auðvitað vita hvað gerði ljúfan feminista nógu úrlilla til að skrifa pistil, en það hefur ekki gerst síðan fyrir breytingarnar alræmdu. Jú það eru blessaðar sprengjurnar sem seldar eru í mannúðarskyni fyrir hver áramót. Ég hef svo sem tekið þátt. Til að styrkja gott málefni, gjörspilla börnunum mínum og ekki síst að halda hr. feminista góðum. Þetta sprengjuæði fer þó æ meira í taugarnar á mér. Ég vildi helst vera laus við þessa mengun og slysahættu. Þangað til í dag hef ég spilað með en hugsað mitt.
Nú eru markaðs- og sprengjusérfræðingar björgunarsveita Íslands farnir að selja eitthvað sem þeir kalla Bardagabombur. Ég veit ekki um ykkur hin en þetta minnir mig of mikið á skriðdreka, vélbyssur og fl. í þeim dúr. Ég vona að mig hafi verið að dreyma eða í það minnsta að þeir séu ekki farnir að selja jarðsprengjur til að fjármagna snjósleðakaupin.

   (26 af 29)  
3/11/03 03:02

Haraldur Austmann

Bardagabombur verða ekki keyptar á mínu heimili.

3/11/03 03:02

Rasspabbi

Vælið í þér feministi!

Þessar "bombur" eru til að minnast frækinna bardaga hér fyrr á öldum.
Hver vill ekki minnast þeirra dýrðartíma á sjálfu gamlárskvöldi???

Sjálfur ætla ég að minnast eins bardaga eða tveggja þessi áramót.

Reyndar minnir mig að þessar bardagabombur hafi verið í fyrra...

3/11/03 03:02

hundinginn

Áramót eru tími þversagna og húmors gagnvart okkur sjálfum er það ekki? Eða er jeg ekki að fatta þetta?

3/11/03 03:02

moni

jú rétt er það húmör og kynbombur það er eitthvað vit í því

3/11/03 03:02

Limbri

Ég tek undir með feminista. Aðgát skal höfð í nærveru hins einfalda og fáfróða almennings. Auðvitað ætti ekki að tengja sprengjur sem huxaðar eru fyrir skemmtun, við árásir og ofbeldi.
Auðvitað getum við hin, þessi vel upplýstu og vel meðvituðu, tekið réttar ákvarðanir og ekki skotið í átt að fávitanum í næstu íbúð. En það eru bara of margir sem geta farið á heimskulegt flipp við hina minnstu ábendingu (sem orðið "Bardagi" utan á sprengju hiklaust er).

Þörf og góð ábending feministi.

-

3/11/03 04:00

Hakuchi

Úúú bardagabombur. Þá get ég kannski loksins rústað fíflinu í númer 76. Þetta verða skemmtileg áramót.

3/11/03 04:00

Golíat

Aldrei skilið tilganginn með því að brenna peninga eða skjóta þeim upp í loftið. Tek ekki þátt í þessari vitleysu að öðru leiti en því að kaupa stjörnuljós handa yngstu börnunum og lofa þeim að horfa á nágrannafíflin puðra tugum þúsunda upp í himininn.
Tel þessa meðferð á fjármunum álíka heimskulega og að kaupa sér tóbak og reykja það.

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Takið peningana sem þið mynduð eyða í flugelda og styrkið í staðinn vel valið málefni. Af nógu er að taka hér heima, að ég tali nú ekki um áfallasvæðin í Asíu eða sviðna jörð Bandaríkjahers.
Börn hafa hvort eð er oft mest gaman af blysum, innandyrasprengjum og öðru smálegu sem þau sjálf taka þátt í, fyrir þeim er ekkert svo mikill munur á því hvort mamma kveikir í tívolíbombunni eða fólkið í næstu götu.

3/11/03 04:01

Kuggz

Þetta er áhugaverð tillaga Gvendur. Útfærsla á slíku yrði eflaust efnilegri ef fólk væri boðið að skipta út flugeldum í staðinn fyrir DVD diska með óklipptu myndefni frá hinum ýmsu bardögum, s.s. Falluja nú eða mikla skarði í Afganistan. Heilnæm fjölskylduskemmtun sem hægt er að taka fram við hin ýmsu tækifæri. Ég veit það fyrir víst að ég myndi leggja flugeldana á hilluna ef slíkt væri í boði. Þangað til verð ég að láta mér nægja að sprengja upp módel af tvíburaturnunum með litlum púðurkerlingum.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.