— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/05
Æji bara sko þannig....

Smá svona fréttaskot og útskýring á fjarveru minni, ef nokkur tók þá eftir því.

Sko.

Rétt fyrir jól og kristmessu hófust hjá mér óskilgreinanleg veikindi. Svona til útskýringar þá er ég allsekki óvön slíku. Ég hef oft haldið því fram í fyllstu alvöru að næg rök séu fyrir því að ég sé af geimverustofni.

Á endanum var ég lögð inn um stund og hef síðan stundað heimsóknir til lækna af ýmsu tagi. Þeim finnst ég svo skemmtileg að þeir vilja endilega kynna mig fyrir fleirri læknum og heilbrigðisstarfsmönnum. Geri ráð fyrir að ekki líði á löngu þar til mér verður boðið að vera skemmtiatriði á árshátíð sérfræði lækna Íslands, Áslí...

Skemmtiatriðið fælist þá í framhaldssögu sem bæri keim af kvæðinu gamalkunna um kökuna í krúsinni. Sífelt væri bennt á nýjan sérfræðing sem afneitaði því að veikindi mín tengdust hans sérsviði.

Það góða í stöðunni er að ég er nú svo vel skrásett og rannsökuð að ef ég skyldi óvart forsníðast verður ekkert mál að endurkalla síðasta öryggisafrit.

Á meðan á Gettu Hundslappadrífu 2006 stendur æfi ég mig í að verða verkjalyfja fíkill og skemmti manninum mínum með minnisglöpum.

Ég þakka samveruna hlustendur góðir, góðar stundir...

   (2 af 13)  
2/12/05 02:01

B. Ewing

Vonandi gleymiru því ekki að líta inn aftur og verðiru lögð inn aftur þá skaltu segjast VERÐA að vera staðsett í þeim hluta sem býður uppá fartölvu og þráðlust net.

2/12/05 02:01

Hundslappadrífa í neðra

Hefurðu einhverja glóru um hvaða hluti það er? Var með fartölvuna en fann aldrei netið...

2/12/05 02:02

Offari

Tók nú eftir hvarfi þínu. Vonandi finna þessir doktorar hvað þig hrjáir, manslíkaminn er svo flókinn að örðug getur verið að finna meinið. Vonandi verður sjúkrasaga þín ekki löng.
Reyndu að koma hingað til okkar eins oft og þú getur. gangi þér vel.

2/12/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Láttu þér batna fljótt Drífa mín. Baráttukveðjur, Jóki

2/12/05 02:02

Anna Panna

[sendir batakveðjur til Drífu og knúsar hana svolítið] Mundu bara að Bagglútur er besta meðalið!

2/12/05 02:02

Ívar Sívertsen

Þetta er greinilega tennisolnbogi ...

2/12/05 02:02

Hundslappadrífa í neðra

[flissar] segi lækninum það Ívar...
Offari, oh jújú, er að reyna að bæta ráð mitt.
Jóki minn þakka þér fyrir:)
Anna Panna, það er nú það sem ég er að reyna að sannreyna. Hexía reddaði mér fix af göruga kakóinu sínu, það er strax farið að kikka inn held ég...

2/12/05 02:02

blóðugt

Hæ elsku Drífa mín!, auðvitað tókum við eftir því að þú varst ekki á staðnum. Ég a.m.k. saknaði þín, þó svo við höfum heilsast á stundum.

Láttu þér batna góða!

2/12/05 02:02

Grýta

Gangi þér vel Drífa í baráttunni við sjúkdóminn og læknastéttina.
Góða skemmtun á árshátíðinni! he he

2/12/05 03:01

Dr Zoidberg

Þetta minnir óneitanlega á veikindi glúms hér um árið, hve mikil kóbalts neitirðu daglega og hve mörg níru hefurðu?

2/12/05 03:01

Tigra

Afhverju segiru bara ekki upp?
Færð þér einhvern betri sjúkdóm.
Gallsteinar og gyllinæð eru víst vinsæl núna.

2/12/05 04:00

Sloppur

Hæ ástin mín! Ég vona að þér fari nú að líða aðeins betur elskan.. Held ég samt að ég hafi dulitla glóru um sjúkdóm þann er þig hrjáði.. Mig grunar að þetta hafi verið hjartasorg og söknuður, þar sem ég hef ekki verið hér svo lengi... :D
En nú er ég kominn til þín aftur og svo lengi sem vel er stjórnað í neðra, yfirgef ég þig ekki aftur!

Vona ég líka að þú munir eftir því að til stóð brúðkaup nú á næstunni... :P

2/12/05 04:01

Ísdrottningin

Mín kæra Drífa, þar eð ég hef ekki verið til staðar sjálf þá verð ég að játa að ég vissi ekki af fjarveru þinni. En hitt er að hún hryggir mig og því sendi ég þér mínar bestu óskir um ráðagóðan og skilningsríkan sérfræðing og skjótan bata.
Yðar einlæg,
Ísdrottningin.

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.