— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/04
Raunir hversdagsins 2 hluti

Framhald af þessu félagsriti:<br /> <br /> Ýmislegt rusl sem var að þvælast í hausnum á mér. Ákvað að skella því hingað svona þar til ég veit hvað ég á að gera við það. Látið mig vita ef ykkur dettur í hug not fyrir það.<br /> <br /> Þessa dagana virðist mér ekkert verða úr verki. Ég næ að skrifa hitt og þetta hér, en það er um það bil það eina sem kemur af viti frá mér. Veit ekki hve mikið vit er í því heldur.<br /> <br /> Á þriðjudaginn næsta er nokkuð að gerast í mínu lifi sem veldur mér miklu stressi og kvíða. Nokkuð sem líklega veldur engum afleiðingum en truflar sálarró mína meira en nokkuð sem komið hefur fyrir mig áður. Fyrir þann tíma þarf ég að klára undirbúning.<br /> <br /> Og þar hefst vítahringurinn. Vegna þess hve ég kvíði fyrir þriðjudeginum kemur yfir mig lamandi þrungi. Lamar mig, og dregur úr mér allan mátt. Ég sit heima allan daginn og hugsa um verkið sem fyrir liggur.<br /> <br /> Ég ákveð að hefja verkið, ég næ að standa upp og geri mig líklega til að leysa þrautina. Ég geng að sófanum og byrja. Fyrstu mínútuna gengur allt vel en hægt og rólega er eins og einhver hafi dælt í mig lömunarlyfi. Ég fell í sófann og ætla að hvíla mig stutta stund til að ná upp orku aftur.<br /> <br /> En orkan er horfin, örvæntingin kemur yfir mig, ég veit að ég næ ekki að klára verkið á réttum tíma og allt er glatað. Ég hef brugðist enn á ný. Þungi mistakana bætist við kvíðann sem fyrr er og ég reyni að hefja mig upp aftur og legg af stað í nýjan hring.<br /> <br /> Þriðjudagurinn nálgast óðfluga.

Þriðjudagurinn kom.

Alla helgina var ég í losti vegna yfirvofandi atburðar. Þrem klukkutímum fyrir þann tíma er hann afboðaður. Vegna hégóma. Þannig að ég get bara hangið í lausu lofti áfram til áttunda nóvember.

Og ég er reið. Vegna tillitsleysi hlutaaðeigandi, vegna þess að ég hef ekki stjórn á kvíðanum og stressinu, vegna þess að undibúningurinn kláraðist ekki allveg. En mest vegna þess að hægt sé að koma manni í svona aðstöðu af illmennskunni einni saman og að það eina sem hægt er að gera er að kyngja því.

Þriðjudagurinn er farinn, en áttundi nóvember vofir í stað hans yfir.

   (7 af 13)  
1/11/04 03:00

dordingull

Ef þú berð vandamál sem þetta undir Dr.Saxa, þá kallar hann það kvíðaröskun og gefur þér pillur, en þá ert þú fyrst komin í vítahring.
Þessi tilfinning er í raun eðlileg, við reynum öll að forðast það sem okkur finnst óþægilegt.
Þekki þetta vel sjálfur og þegar ég hef mig ekki upp í að taka á leiðindamáli sem ég þó veit að leysist ekki nema á því sé tekið, þá reynist ávalt best að fara út að skokka.
Gleyma vandamálinu með því að stilla hugann inn á skemtilega fantasíu eða að æfa sig í því að tæma hann alveg og hugsa ekki neitt.
Hugsaðu bara um allt það skemmtilega við lífið og vandamálið sem kúk er sturta þurfi niður til að losna við.

1/11/04 03:00

Sæmi Fróði

Þetta er ansi óþægileg tilfinning, kannast við hana, er sjálfur í svipaðri aðstöðu núna, nema hvað það sem hefur frestast í nokkrar vikur verður sjálfssagt að veruleika einhvern tíman á eftir og undirbúningurinn er ekki nægur. Ég hef ákveðið að taka því með jafnaðargeði sama hvernig það fer, hugsa sem svo að ef ég geri mitt besta þegar á hólminn er komið, þá verði þetta í lagi.

1/11/04 03:01

Narfi

Vandamál eru bara fyrir kerlingar og homma.

1/11/04 03:01

Sæmi Fróði

Ertu að kalla okkur kerlingu eða homma? Þetta er illa sagt, hvernig sem á það er litið.

1/11/04 03:01

Leir Hnoðdal

Í gær var ég nærri búinn að keyra yfir ókunnann mann á grænu beygjuljósi í Kðben. Hann var að tala við vin sinn og notaði meira hendur en munn þannig ég hélt hann væri að gefa mér merki um að fara yfir. Ups það varð nætum banaslys og það fór ekki á milli mála hvað hann átti við með handahreyfingum sínum sem blöstu við í baksynispeglinum þegar ég náði valdi á bílnum og komst ofan af gangstéttinni aftur án frekari skakka falla...svo eru allir á hjólum og maður verður að hafa allstaðar augu

1/11/04 03:01

Tímaflakkarinn

Það er bara einfaldast að nota bara klúttara. (Beint að Leiri Hnoðdal)

1/11/04 03:01

Narfi

Nei ég meinti þetta þannig að best væri að láta hverjum degi nægja sínum þjáningum, ekki að hafa ÁHYGGJUR af því hvað gæti gerst.
Ég biðst afsökunar Sæmi minn ef ég hefi móðgað þig með orðum mínum hér á undan og tek fram að aldrei hefi ég hitt kynvísari mann en þig.

1/11/04 03:01

Hundslappadrífa í neðra

Bíður...

1/11/04 03:01

Heiðglyrnir

Kemur..!..
.
Í alvöru talað, þetta verður allt í himmmmmnalagi.

1/11/04 03:01

Hundslappadrífa í neðra

Þakkar þeim viðstöddum sem sýndu stuðning.

1/11/04 04:00

Sæmi Fróði

Ég sé það núna að kvíði minn var óþarfur og vona ég að þú lagist af þínum kvíða, Drífa mín.

1/11/04 04:01

Hundslappadrífa í neðra

<Þakkar umhyggjuna> Ég er barasta öll að jafna mig <Brosir gleitt>

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.