— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/04
Baggasveinn: Annar þáttur.

‹Dramatískt opnunarstef og myndavélin flýgur af nærliggjandi þaki og nálgast Hundslappadrífu í tignarlegum sveig frá vinstri. Hundslappadrífa hefur þáttinn með tilþrifaþrunginni upphafsræðu:›

Góða kvöldið og velkomin í annan þátt Baggasveins. Ég er Hundslappadrífa í neðra og er eins og áður kynnir þessa þáttar. Fylgið mér eftir í þessum fyrsta raunveruleikaþætti Baggalúts. Eftir spennandi og áhugavert umsóknarferli hefur hér safnast saman rjómi karlpenings Baggalúts og fer leikurinn nú að herðast til muna. Greinilegt er að gæði karlumsækjenda eru mikil því kvennumsækjendur flykkjast einnig inn. Þegar hafa sjö kvennkostir gefið færi á sér og hver öðrum vænlegri.

‹Skipt er yfir í myndavél á hægri hönd Hundslappadrífu. Hún hallar undir flat og heldur áfram:›

Í síðasta þætti kynntumst við karlpeningnum, og hófst eftir það spennandi kosning. Niðurstöðurnar verða kynntar seinna í þættinum. Þar kom ýmislegt á óvart og verður áhugavert að fylgjast með. En nú er komið að því að kynna kvennkost keppninnar.

Fyrsta kynnum við til leiks Nornina.

‹Mynd af Norninni birtist á skjánum og Hundslappadrífa þylur áfram›

Nornin er ung kvennvera af ættkvísl Homosapiens de facto. Hennar helstu áhugamál eru karlmenn og mökunarsiðir þeirra. Andlegt jafnvægi hefur verið vottað af Dr. Zoidberg. Líkamlegt ástand Nornarinnar er breytilegt eftir áfengisinnihaldi í blóði. Nornin er hreint út sagt makalaus.

Næsta kynnum við til leiks. Grýtu.

‹Myndin af Norninni blandast yfir í mynd af Grýtu.›

Grýta er gömul kona sem mestan áhuga hefur á menningu, mat og drykk. Hún sótti um til að láta vita af sér. Grýta hefur allt til að bera sem góða konu prýðir en er sérvitur og smámunasöm. Maki hennar samþykkir umsóknina. Hún virðist ekki vera viss um um hvað hún er að sækja en það skiptir varla máli.

‹Enn breytist myndin, að þessu sinni birtist mynd af Holmes›

Þriðji kvennumsækjandin í Baggasveini að þessu sinni er Holmes. Holmes mundi ekki hvors kyns hann/hún væri og var annað hvort þögull/l um eða vitgrannur/grönn um aðra umsóknarþætti. Það var ákveðið að taka umsókn hans/hennar gilda, og þar sem ekkert svar barst við umgrennslan þessa efnis hefur það verið ákveðið vegna kvennskorts að Holmes sé kvennkyns.

‹Myndin blandast yfir í mynd af Tigru.›

Fjórði umsækjandinn er Tigra sem auðvitað er tígrisdýr, Tigra varð tveggja ára nýlega. Hennar helstu áhugasvið eru þurrkaðir Færeyingar, blútur og að hrekkja Þarfagreini. Hún sótti um því hún var svöng. Hennar helsti kostur er að hún er mjúk og hlý og gott að knúsa hana. Hún er fullfær um að passa upp á kall sinn. Tigra er eins og önnur tígrisdýr með klær. Kallinn er því í slæmum málum ef hann gerir ekki það sem hún vil. Hún hefur fengið samþykki maka fyrir þáttöku (ætli hann hafi nokkuð þorað að neita).

‹Myndinn blandast yfir á mynd af Hundslappadrífu.›

Eftir örfá skilaboð frá auglýsendum komum við aftur með fleirri spennandi umsækjendur.

Auglýsingastef

‹Hundslappadrífa kemur fljúgandi tignarlega niður úr skýjunum› Baggasveinn auglýsir eftir skemmtilegum, rómantískum og frumlegum stefnumótahugmyndum. Hefur þú hugmynd? Endilega deildu henni með okkur. Einnig skal taka fram að laus eru til umsóknar auglýsingapláss í þættinum.

Auglýsingastef

‹Hundslappadrífa birtist aftur á skjánum.›

Velkomin aftur, ég veit að allir eru á nálum svo ég læt ykkur ekki bíða lengur. Hér kemur næsti umsækjandi.

‹Myndir af umsækjendum koma upp um leið og nöfn þeirra eru nefnd.›

Litla Laufblaðið er ung en ekki of ung samt. Laufblaðið er af plöntukyni (verður gaman að kafa dýpra í þá greiningu) og hefur helstan áhuga á gróðri ýmis konar og karlmönnum..hönkí karlmönnum. Ástæða umsóknar er víst of gróf til birtingar. Laufblaðið Litla er létt og meðfærileg, enda laufblað. Gallinn er að hún á það til að fjúka í burtu í hvassviðri. En það er ekkert oft rok á Íslandi svo... Laufblaðið er makalaus.

Anna Panna er tuttuguogeitthvað ára Homo Sapiens Reykvíkingus. Hún hefur áhuga á ferðalögum, börnum og heimsfriði og var handvalin af þáttastjórnanda. Andlegt ástand Önnu er nokkuð stöðugt (horfi t.d. ekki á Ópru eða dokktor Phíl af ráði og á ekki eina einustu sjálfshjálparbók enda eru þær mannskemmandi). Líkamlegt ástand tekur stöðugum breytingum til hins betra. Helstu kostir Önnu eru að hún er einföld í notkun, örugg og þægileg
en hún á til að sofa yfir sig. Hún deilir heimili með karlmanni sem er alltaf í vondu skapi, hlustar ekki á hana og bít ef hún reynir að taka fjarstýringarnar af honum en hann er bara fugl svo að það ætti að vera í lagi.

Ormlaug er þroskuð eins og kafsæt hunangsmelóna og hefur áhuga á öllu forboðnu og fróðleiksfúsu. Þar sem enginn kvenmaður stenst samkeppni við hana þegar kemur að því að klófesta karlpening ákvað hún auðvitað að taka þátt, enda er hún ómótstæðileg. Verst að hún er aðeins til í einu eintaki. Ormlaug er makalaus.

blóðugt er nógu gömul til að yrkja klámvísur en of ung til að gera það vel. Hennar helsta áhugasvið er sverð og dagleg umhirða þeirra. Blóðugt vildi ekki verða útundan svo hún sótti um enda mjög kostugleg. Blóðugt er ekkert mikið að púkka upp á tískuna, heldur klæðir sig bara í þann galla sem þægilegur er hverju sinni. Ekki náðist í maka sökum fjarvista og sambandsleysis svo skoðun hans á málinu verður sniðgengin. Enginn ræður yfir blóðugu!

‹Myndavélin beinist enn og aftur að kynni þáttarins.›

Greinilegir kvennkostir hér á ferð og verður úr vöndu að velja fyrir Baggasveininn. Eftir stutt auglýsingahlé verður tilkynnt óvænt niðurstaða í kosningu hans. Fylgist með.

Auglýsingastef

‹Rósir og rómantískar myndir af hrærivélum og skuggapörum á gangi á strönd flýtur inn á skjáinn undir panflaututónlist.› Kvennkynsbagglýtingar af öllum gerðum takið eftir, enn er tekið við umsóknum í þáttinn og verður það svo áfram þar til kosningu um Baggasvein verður lokið. Ekki láta þetta tækifæri sleppa úr höndum ykkar.

Auglýsingastef

‹Hundslappadrífa kemur á skjáinn og hefur málæði:›

Sæl og velkomin að skjánum enn á ný! Kosningin um Baggasveininn var einstaklega spennandi. Niðurstaðan var einnig óvænt eins og nú skal skýrt frá.

‹Ómþýð rödd Hundslappadrífu hljómar yfir bláum skjá þar sem nöfn og myndir umsækjenda þeirra sem kosningu fengu svífa inn og um leið og hver stöðvast sést atkvæðatalan birtast:›

Einungis fimm hlutu atkvæði og dreifðust þau svo:

Lærði Geoff... ...eitt atkvæði

Hilmar Harðjaxl... ...eitt atkvæði

Smábaggi... ...eitt atkvæði

Þarfagreinir... ...þrjú atkvæði

Dauðinn... ...þrjú atkvæði

‹Hin tignarlega Hundslappadrífa birtist enn á skjánum með kankvíst glott á vör›

Eins og þið sjáið hefur komið upp JAFNTEFLI ! Dauðinn og Þarfagreinir eru jafnir að stigum með þrjú stig hver. Þetta kom þáttarstjórnanda allgerlega í opna skjöldu. Hvað var nú til ráða? Svo Hundslappadrífa spurði Búkollu, og Búkolla sagði: Taktu nú hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina. Enn Hundslappadrífa sá strax að þetta var ekki gagnleg leið. Hvað hefði Salómon gert í mínum sporum? Þreifað eftir Göthiunni og vakið sig upp til að leysa málið? Ætli það væri ekki of langt gengið. Best að teygja bara lopann og treina málið eins og hægt er. Við blásum til annarar lotu atkvæðagreiðslunnar! Nú verður kosið milli Þarfagreinis og Dauðans. Til að auðvelda kosninguna koma hér nákvæmar útlistingar á hvorum keppandanum fyrir sig!

‹Myndskeið af Þarfagreini í villtum dansi og ríðandi hesti með makkann svífandi í vindinum rúllar undir á meðan farið er yfir þær staðreyndir sem um hann eru þekktar.›

Þarfagreinir er ungt eintak af tegundinni Homo Sapiens. Hann er réttnefndur eftir sínu helsta áhugamáli og sá greinilega þörf á veru sinni hérna eftir að hafa séð hinar umsóknirnar. Hans helsti kostur er hæfileiki hans til að greina þarfir óaðfinnanlega og vita því nákvæmlega hvað konur vilja. Helsti galli hans er að eyða stundum óhóflega miklum tíma í þarfagreiningu og of litlum í fólk. Samþykki maka þarf ekki.

Innan Gestapó er Þarfagreinir, friðargæsluliði og heiðursgestur. Hann er einnig titlaður sem Einkamódel Tinu St. Sebastian • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Umboðsmaður Pognorkíam • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur • Drykkjurútur.

Í uppáhaldi hjá Þarfagreini eru eftirfarandi þræðir:
Kvikmyndaatriðagetraun¬arleikur Illa Apans
Kaffi Blútur
Gagnslaus viska frá A¬til Ö
frjáls leikur Ívars, á¬hvað eigum við að¬hlusta?
X er skotin(n) í Y
Mannlýsingaleikurinn
bíófrasaquizzie
Gettu teiklínuna
Í ljósaskiptunum
Ég man. /Vjer munum
Heyrst hefur...
Tómi þráðurinn
Vísnagátuleikur...
Hvað dettur ykkur í¬hug II??
Gettu gestaspóann
Ásar vinna
Glefsur úr¬dægurlagatextum, lag¬og flytjendur ?
Spesaleikur Órækju:¬Hver er maðurinn.
Léttar og leikandi¬stærðfræðiþrautir
Rökfræðiþrautir
• Summur

Og eftir hann liggja eftir talin félagsrit:
• Sýn mín á yfirborðið
• Símaraunir
• Summur
• Tyggja
• Hjólar
• Fegurð
• Hégómagirnd
• Faðir minn prófessorinn
• Bláóskeggur
• Um tvíundakerfið
• Bílaauglýsingar
• Kanarnir og¬kynvillingarnir
• Grand Rokk
• Skyldleiki
• Um greiningu þarfa og¬aðrar leiðir til að¬greina kjarnann frá¬hisminu

Þarfagreinir var fædur hér á Gestapó þann fimmta október tvöþúsund og fjögur klukkan 0:11. Síðast var hann hér á ferli 09/10/05 - 23:46 og liggja eftir hann 7981 innlegg.

Í persónulýsingu hans komumst við ennfremur í eftirfarandi sjálfslýsingar:

Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.

Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.

Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við hugbúnaðarhús í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.

Og snúum við okkur nú að Dauðanum.

‹Myndskeið af Dauðanum í sveiflandi ljánum og ríðandi bleikum hesti með makkann svífandi í vindinum rúllar undir á meðan farið er yfir þær staðreyndir sem um hann eru þekktar.›

Dauðinn er eitthvað í kringum 50.000 ára gömul fyrrverandi manneskja. Helstu áhugamál hans eru sálir dauðra manna/kvenna og annað í þeim dúr og ástæða umsóknarinnar er "dauður tími"

Innan Gestapó er Dauðinn, fastagestur með ritstíflu. Hann er einnig titlaður sem maðurinn með ljáinn.

Í uppáhaldi hjá Dauðanum eru eftirfarandi þræðir:
Bachelor Baggalúts¬(Eða jafnvel¬Baggasveinn)

Og eftir hann liggja eftirfarandi félagsrit:
• Vaktin loksins búin

Dauðinn var fæddur hér á Gestapó þann annan september tvöþúsund og fimm klukkan 13:49. Síðast var hann hér á ferli 07/10/05 - 13:06 og liggja eftir hann 125 innlegg.

Í persónulýsingu hans komumst við ennfremur í eftirfarandi sjálfslýsingar:

Eðli:
Tilfinningalaust kvikindi sem gengur um í svörtum kufli, heldur á ljá í annari hendi. Hann er Maðurinn með ljáinn.

Fræðasvið:
Allt um sálir, himnaríki og helvíti. Vissi áður fyrr mikið um garðyrkju en það er nú grafið og gleymt.

Æviágrip:
Fæddist sem maður í örófi alda. Var garðyrkjumaður mikill og vinnumaður áður en hann dó. Þá var hann valinn af Guði og Andskotanum til þess að sækja sálir dauðra manna og senda þær annað hvort í himnaríki eða helvíti. Sást fyrst á Miðöldum en hefur verið til mikið lengur en það. Öðlaðist heimfrægð í kvikmyndinni Monty Python: The meaning of life.

Nú köllum við á kosningaræðu frá hvorum umsækjanda og með og mótmæli frá öðrum Gestapóum. Í næsta þætti verður farið yfir stöðu mála og ýmislegt fleirra spennandi skoðað. Þangað til næst!

Þættinum lýkur.

   (11 af 13)  
31/10/04 10:01

Vamban

Einmitt það já. Skútan er farin og kemur aldrei aftur!

31/10/04 10:01

Lærði-Geöff

Stórgóður þáttur hjá þér, verst að ég á ekki sjö dverga sem hefðu þá kosið mig.

31/10/04 10:01

Goggurinn

Ég mótmæli! [Aftanvið Gogginn birtist múgur reiðra bænda, vopnaður hrífum, heyforkum og kyndlum] Ég er hinn eini sanni baggasveinn!

31/10/04 10:01

Ívar Sívertsen

ÉG mótmæli líka! Hvar fór kosning fram, hver kaus og hvernig var kosningu háttað?

31/10/04 10:01

Dauðinn

Ég mótmæli líka. Ég átti að vinna þetta með yfirburðum! Ekki eitthvað skítans jafntefli.

31/10/04 10:01

Heiðglyrnir

Hundslappadrífa í neðra. Það er unun að sjá, hvað þú leggur mikið upp úr vönduðum og skemmtilegum vinnubrögðum. Vel útfært.

31/10/04 10:01

Skari

Já, þetta er glæsilega gert. Verst að ég var aðeins of seinn til þess að ná að skrá mig.

31/10/04 11:01

Hundslappadrífa í neðra

Kosningin var auglýst í bak og fyrir og fór fram á þræði Baggasveins (Sæmi fróði kvartaði meira að segja). Og nú er bara að smala í lið fyrir seinni lið kosninganna Dauði og Þarfagreinir. Þið hafið þar til lok vikunnar. Þakka hrósinn annars.

31/10/04 11:01

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að vjer tökum að oss að falsa kosningaúrslit gegn hæfilegri greiðslu.

31/10/04 11:01

Sæmi Fróði

Jæja, á nú bara að gera einhvern nöldrara og kvartara úr mér [strunsar út og inn aftur, hlær síðan hrossahlátri] Gaman að þessu Hundslappadrífa og þakka þér fyrir þetta ómak.

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.