— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 10/12/04
Þunglyndisröfl

Röfl um þunglyndi og ritstíflur sem það veldur

[Röfl]

Nú hef ég gengið hér meðal Baggalútsfólks í nokkurn tíma. Engin hafa komið félagsritin þótt mikið hafi verið reynt.

Hvers vegna?

Jú ég þjáist af þunglyndisgöllum nokkrum. Oft hef ég skrifað heilu síðurnar og svo sagt: "Uss þetta stenst nú enga staðla hér. Hér skrifa hvílíkir snillingar vísur og kvæði og pistlinga um áhugaverða hluti, og svo ætlar þú að fara að röfla um þetta! Uss segi ég!" Og svo er innlegginu eytt.

Nú hef ég ákveðið að ég geti ekki staðið í þessu lengur. Of lengi hefur Hundslappadrífan hopað undan sjálfri sér. Nú skal reynt að skrifa af og til, því æfingin skapar jú meistarann og besta leiðin til að vinna á Þunglyndispúkanum er að skapa. Betra er að skrifa ræfilsslega en ekki neitt. Gagnrýnin kennir manni tökin á þessu.

Skal það nefnt að títt röfl meðal frjórra Baggalútsmeðlima hefur undraverð áhrif á geðheilsu mína.

[/Röfl]

   (13 af 13)  
10/12/04 03:01

Heiðglyrnir

Heyr heyr..!..

10/12/04 03:01

Prins Arutha

Þarna hefurðu náð góðu taki á sjálfu þér, ekki sleppa því.

10/12/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Gott

10/12/04 03:01

Tigra

Flott! Ekki hafa öll mín félagsrit verið innihaldsrík... né fræðandi.
Skrifaðu bara ef þér dettur það í hug!

10/12/04 03:01

Don De Vito

Þetta er nú bara mjög gott félagsrit að mínu mati. En þó ekki eins gott og félagsritið mitt sem heitir Án titils [glottir eins og fífl]

Það má finna hér: http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=1625

10/12/04 03:01

Don De Vito

Vó, djöfull kom þetta skringilega út.

10/12/04 03:01

feministi

Mér finnst það ágætis stefna hjá þér að skrifa ræfilsleg fégagsrit, þessi löngu eru ekkert endilega innihaldsíkari eða skemmtilegri.

10/12/04 03:01

Hundslappadrífa í neðra

Takk takk, svona er þetta alltaf, maður kvíðir og kvíðir og svo er ekkert að kvíða yfir [gleiðbros]

10/12/04 03:01

Krókur

Mér finnst þetta mjög gott hjá þér og margi mega taka mark á þessu. Maður verður auðvitað að vanda sig þegar maður skrifar félagsrit en ekki svo mikið að maður skrifi ekkert.

10/12/04 03:01

Sverfill Bergmann

Heyrðu, þetta er fínn pistill.

10/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Þetta er flott byrjun... salút...

10/12/04 03:02

Þarfagreinir

Já, tek undir það sem hér hefur verið sagt. Það er algjör óþarfi að vera hræddur um einhverja áfellisdóma hér - hérna er öllum tekið eins og þeir eru.

10/12/04 04:00

Sundlaugur Vatne

Þokkalegt byrjendaverk. Enginn Nóbell samt.

10/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

[felur sig bak við tré]

10/12/04 04:01

Hundslappadrífa í neðra

Nei Sundlaugur minn, enda ekki við að búast það kemur bara með æfingunni.

10/12/04 04:01

Hundslappadrífa í neðra

[Kíkir bakvið tréð] Er ekki allt í lagi Ívar minn?

10/12/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Mikið rétt, Hundslappadrífa í neðra (má kalla þig Drífu?). Æfingin skapar meistarann. Þess er ég svona góður í sundi og glímu.

10/12/04 04:02

Hundslappadrífa í neðra

Þú mátt kalla mig Hrífu ef þú vilt eða Ljá [Það glottir]

10/12/07 06:02

Geimveran

Það er ástæða fyrir lamupúkun minni hér. [Laumupúkast]

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.