— GESTAPÓ —
Alvitur asnastrik
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 8/12/04
Nöðrukynssaga, fyrsti mánuður: Gestapó opnar eftir sumarfrí

Alvitur asnastrik fjallar um sumarlokun og sumaropnun...

Ritstjórn sendi okkur í sumarfrí þar sem henni þótti við orðin heldur náhvít og viðbjóðsleg eftir langan og erfiðan vetur fyrir framan 85 megarið 16 tíma á dag. Þetta gafst þó ekki betur en svo en um fimmtíu Gestapóar skráðu sig á svokallað Sumargestapó þar sem kveðist var á og spjallað af miklum móð. Nafninu var seinna breytt í Skabbalút, enda stjórnandi þess vefs undir miklum áhrifum frá kotroskna liðinu sem rekur alvöru Gestapó.

Einhver fékk síðan þá "brilliant" hugmynd að færa spjallið yfir á íslenska vél og var þá opnaður vefur Galdrameistarans og færðist spjallið þangað en ekki kveðskapurinn (sér í lagi vegna duttlunga Gimljár). Það var líka eins gott því daginn eftir var ekki hægt að komast inn á vefsetrið á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. En það voru auðvitað bara mannleg mistök og nóg um það.

Að lokum opnaði svo alvöru Gestapó þann 5. ágúst með stórglæsilegu nýju útliti. Raunverulegur fréttaflutningur á Baggalút hófst svo þann 15. ágúst, en þar áður hafði verið starfrækt svokölluð handahófskennd fréttamennska (mikið í tísku í dag) þar sem sagt er frá bara einhverju sem gerðist í fortíðinni. Þjóðin ólgaði þegar sagt var frá innrásinni í Pólland, opnun Tomma hamborgara og lokun Miklagarðs.

Eftir opnunina hafa menn smám saman verið að tínast inn og nýjir gestir bæst í hópinn (eða gamlir gestir að búa til alteralteregó - vei). Skabbi lokaði Skabbalút og Gimlé er aftur orðinn hlewagastiR og hefur aftur skipt yfir í myndina af manninum með skítuga handklæðið á hausnum.

Jæja, er ég að gleyma einhverju?

   (1 af 1)  
8/12/04 18:01

Enter

Þú gleymir að kynna þig.

8/12/04 18:01

dordingull

Má ekki færa þetta í: Gettu gestapóann?

8/12/04 18:01

Þarfagreinir

Já, hann er sannarlega alvitur.

8/12/04 18:01

Isak Dinesen

Er möguleiki að einhverjir aðrir en innanbúðarmenn geti séð skrif okkar? Þarfagreinir? Hefurðu e.t.v. lekið þessum skjölum út, hrekkjalómur?

8/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Hmmm, þetta er e-ð dularfullt. Setjum Smart spæjara í málið.

8/12/04 18:01

Glúmur

[Hnusar út í loftið] Hér svífur einhver kunnugleg andans lykt í loftinu.

8/12/04 18:01

Vladimir Fuckov

[Kemur fyrir hátækninjósnatækjum]
Þetta er grunsamlegt, greinilegt er að gestur þessi gjörþekkir Gestapósögu sumarsins [Verður þungt hugsi].

En fróðlegt þætti oss að vita hvað Isak á við - það er hægt að sjá flest hjer og á sumargestapóunum án þess að vera innskráður. Eða er þetta misskilningur hjá oss ?

8/12/04 18:01

Isak Dinesen

Guð minn almáttugur! Er það?!

8/12/04 18:01

feministi

Kannski er þetta sá sem kvaddi okkur með tárum nýlega og sagðist ætla að snúa sér engöngu að þunglyndi og öðrum raunheima málum.

8/12/04 18:01

Alvitur asnastrik

Greinilega fáu við þetta að bæta. Ætlið þið að segja mér að þetta sé skallalaus frásögn?

8/12/04 18:01

Vladimir Fuckov

Skallalaus ? [Klórar sjer í höfðinu]

8/12/04 18:01

nirfill

Ohhhhhhhh, ég veit ekkert um hvað þið eruð að tala. Sumargestapó, Skabbalútur, galdrameistarar...Ég ætla aldrei að vera ekki stöðugt hér inni

8/12/04 18:01

Nornin

Er þetta ekki bara Smábaggi?
Hann var sá eini sem var eitthvað pirraður og fúll yfir að reynt væri að halda skáldagyðjunni í formi yfir sumarið.

8/12/04 19:01

Vestfirðingur

Engin furða að hlewagastiR sé byrjaður í guðfræðinni. Gott hjá honum, kristilegt og allt það. Ekkert að tvístíga. Verra með enter. Bíð bara eftir tækifæri til að þagga niður í þessum íslenska Dr. Goebbels. Enter vílar ekki fyrir sér að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni með daglegum Baggalút, svívirðir arfleið sögunnar og ofsækir mannorð þeirra sem voga sér að mótmæla. En, það þýðir ekki annað en herða upp hugann.

8/12/04 19:01

Alvitur asnastrik

Ég á bágt með að trúa því að þetta sé það eina sem gerðist í sumar. Er ég engu að gleyma?

8/12/04 19:02

Skabbi skrumari

Jah... þú ert að gleyma að segja okkur hverra manna þú ert...

Alvitur asnastrik:
  • Fæðing hér: 18/8/05 11:52
  • Síðast á ferli: 27/1/07 08:05
  • Innlegg: 1