— GESTAPÓ —
Anar
Nýgræðingur.
Dagbók - 5/12/05

~Upphaf og endir hafa hvort um sig hvort annað~

Einu sinni var lítil vera.

Hún vildi ekki vera ein. Og eins og hún var var hún ekki ásættanleg. Lega landsins bauð uppá fallegt líf og vingjarnlegt viðmót frá veröldinni sem þóknaðist henni vel. Velgjörðir voru ófáar og umhyggja var næg hverjum manni sem slíkt vildi fá. Fáir gátu sagst hafa það betra með góðri samvisku. En vitiði hvað! Lífið er ekki ævintýri og ævintýri eru ekki betri en lífið. Það er margt sem maður fær útúr erfiði og erfiði gefur margt af sér. En sér er hver um sitt. Hverjum er lífið um að kenna? Alveg eins og að þú núna skilur ekki alveg tengslin milli upphafspersónu þessa pistils og pistilsins sjálfs, þá skil ég ekki tengslin milli lífs míns og míns sjálfs. Er það mér að kenna að ég er á líf? Er það lífi mínu að kenna að ... hmmm, stoppum aðeins. Hversvegna þarf að finna blóraböggul?

Og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.

   (2 af 11)  
3/12/06 03:00

krossgata

[Dæsir mæðulega]
Þarf maður að vera forritari til að komast inná Fjörið eða Flipp13 eða er það sauðsvörtum almúganum mögulegt að finna dyrnar?

3/12/06 10:00

krossgata

Þetta er allt í lagi, búið að leysa úr þessu.
[Ljómar upp]

3/12/07 09:00

krossgata

Ha ha, og þá varð 9. mars!!!

2/12/10 06:00

Regína

Til hamingju með rafmælið Anar.

Anar:
  • Fæðing hér: 6/8/05 12:47
  • Síðast á ferli: 8/5/06 11:05
  • Innlegg: 0