— GESTAPÓ —
Anar
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/12/05
Fimm DimmaLimm

~Sumt er auðveldara að sjá með lokuð augu~

Ég fór í feluleik um daginn. Veit ekkert hver faldi sig. Veit bara að ég leitaði. Leitin var löng og ströng. Stöng var oft 'stikkfrí' í Gamladaga! Þar var gott fyrir lítinn kút að laumast. Vera snöggur í skjól. Hól fá þeir sem þora. Stubburinn þorði ekki miklu. Kannski varð hann útundan þess vegna. Kannski var hann alltaf útundan. Á undan storminum kemur lognið segja þeir. 'Lognið' hans var æska hans. Nú er komið að storminum... heldur hann. Orðinn stór og sterkur... vonar hann. Duglegur og klár... segja þau. Þrautin er að uppfylla kröfurnar og helst brosandi. Vínandi. Hann veit vel... guttinn... að það er stutt í flöskuna og enn styttri hálsinn á henni. Elskunni. Sykursætri og ljúfri. ... ... ... KLUKK-ERT'ANN!

~Hollinnskollinn! ... ég er 'ann aftur~

   (3 af 11)  
1/12/05 11:00

HeMan

KLUKK ÞÚ ERTANN!

1/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Athyglisverð pæling. Æskan er oft erfið og mótar oftar en ekki fullorðinsárin. Ég veit að það er þannig í mínu tilviki, en ég reyni samt mikið að brjótast úr æskuminningunum, sem eru flestar fremur slæmar. Horfum því björtum augum til framtíðarinnar og reynum að vera góð við blessuð börnin.

Skál!

1/12/05 12:00

Leibbi Djass

1/12/05 12:00

Rósin

Blessuð börnin eru grimm, og það er fullorðnafólkið líka. Koníakið er svosum gott til síns brúks. Bráðum fljótlega.

1/12/05 12:01

Jóakim Aðalönd

Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að börnin séu grimm. Þau vita oft bara ekki hvað þau gera. Fullorðna fólkið á hins vegar að vita betur.

1/12/05 13:02

Jarmi

Fannstu þann sem þú leitaðir að?

Anar:
  • Fæðing hér: 6/8/05 12:47
  • Síðast á ferli: 8/5/06 11:05
  • Innlegg: 0