— GESTAPÓ —
Anar
Nýgræðingur.
Pistlingur - 10/12/04
Eftirsjá helgarinnar.

~Bömmer sem flestir þekkja~

Jæja, öllu má nú ofgera. Ég ofgerði koníakinu um helgina. Helgin og ég giftum okkur, áttum í það minnsta sannkallaða Vegas-Upplifun. Hvort sem átt er við í orði eða á borði. Ég pantaði staup á borðið. Eitt borð, mörg staup. Engill vakti yfir mér, passaði að ég braut ekki af mér nema þegar slíkt væri óhætt. Mér varð eitthvað heitt og fletti klæðum, vægt brot. Ég braut glas, alvarlegt brot. Sjónin varð undarleg, líklega ljósbrot. Meig utan í hús, lögbrot. Kyssti yngismey, hjúskaparbrot. Hrundi niður tröppur, næstum fótbrot. Undir rest vildi ég helst hlaupast á brott. Skítt að vera hlekkjaður við peningaætuna. Hún var ekki kát þegar ég kom heim. Öllu má hún ofgera!

~Keisarans hallir skína~

   (6 af 11)  
10/12/04 03:01

Ugla

Helvítis brennivínið.

10/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Þetta er flottur pistlingur... skál...

10/12/04 03:01

Sundlaugur Vatne

Nei, líklega hefði hún orðið enn ókátari hefðir þú ekkert komið heim, Anar minn.

10/12/04 03:01

Anna Panna

Það er alla vega betra að sjá eftir því sem maður gerir heldur en því sem maður gerir ekki...

10/12/04 03:01

Prins Arutha

Engar áhyggjur, þetta verður gleymt á föstudagskvöldið og hægt að gera allt aftur.

10/12/04 03:01

Hakuchi

Glæsilegar hamfarir.

10/12/04 03:01

Heiðglyrnir

Hvað sem má segja um öll þessi brot, þá er þetta þó ekki stílbrot, af hálfu okkar manns. Sjálfum sér samkvæmur fram í rauðan dauðann.

10/12/04 03:01

feministi

Það hefur hver sinn djöful að draga.

10/12/04 04:01

Tigra

Endalaust hvað ég hef gaman að lesa þín skrif.

10/12/04 04:02

Anar

Takk.

Anar:
  • Fæðing hér: 6/8/05 12:47
  • Síðast á ferli: 8/5/06 11:05
  • Innlegg: 0