— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/07
Auli I

Fyrsta smásagan af nokkrum til þess að rifja upp ástæðu nafns míns.

Hann opnaði fataskápinn og tók út skyrtuna sem hún hafi keypt handa honum. Klæddi sig í og lagaði hárið. Spegilmyndin blasti við og hann hugsaði með sér að betra yrði það víst ekki.
Hann hljóp upp tröppurnar og byrjaði að elda matinn. Mamma hans hringdi til þess að óska honum góðs gengis. Heppinn var hann að þau voru ekki í bænum og hann einn í húsinu. Annars hefði hann kannski þurft að gera þetta á veitingastað.
Hjartað hamaðist og svitinn spratt fram.
Ding Dong.
Sjitt.
Dyrnar voru opnaðar og þarna stóð hún. Ástin í lífi hans. Hann hleypti henni inn og fylgi henni til sætis. Bar matinn fram. Þau borðuðu og töluðu ekki mikið. Hann var of stressaður til þess. Eftir nokkrun tíma nær hann í lítinn svartan kassa í hægri vasann.

Tíminn leið hægt.

„Elísabet, viltu giftast mér?"

„Nei."

   (11 af 56)  
4/12/07 02:01

Andþór

Æji.

4/12/07 02:02

Huxi

Hahahahahaha.. [Hlær eins og hálfviti, einn fyrir framan tölvuna]

4/12/07 02:02

krossgata

Gengur bara betur næst.

Hjá honum.

4/12/07 02:02

Bleiki ostaskerinn

Ætli hann hafi eldað eitthvað vont.

4/12/07 02:02

Garbo

Þú hefur ekkert þurft að hugsa málið?

4/12/07 02:02

Regína

Var þetta fyrir eða eftir desert?

4/12/07 02:02

Álfelgur

Hahahahaha! Auli!

4/12/07 02:02

Herbjörn Hafralóns

Hvað varstu gömul þarna, 16, 17, 18? Ég held að það hafi ekkert legið á að segja JÁ.

4/12/07 02:02

Hexia de Trix

Það er nú kannski bara ekki löglegt að segja JÁ á þessum aldri? [Glottir]

4/12/07 03:00

Galdrameistarinn

Snilld.
[Ljómar upp]

4/12/07 03:00

Offari

Afhverju var Elísabet svona neikvæð?

4/12/07 03:00

Aulinn

Ég var orðin 18 ára. Þetta gerðist ekki fyrir svo löngu. Í fyrsta lagi er ég alltof ung og svo trúi ég ekki á hjónabönd. Það er bara ekki möguleiki að ég verði með sama manninum að eilífu.

4/12/07 03:00

Jarmi

Nú ertu búin að fæla flest alla gestapóa frá að biðja þín.

4/12/07 03:00

Aulinn

Eins og það væri eitthvað að fara að gerast.

4/12/07 03:01

Jarmi

Það er aldrei að vita upp á hverju þessir ruglubullar hérna taka.

4/12/07 03:02

Garún

Það er eitthvað svo endanlegt við að segja bara nei, hefði ekki verið hægt að strá salti í sárin, snúa hnífnum í hjartasárinu... dæsir.

4/12/07 04:01

Dexxa

Hehehe.. snilld. [glottir eins og fífl]

4/12/07 04:01

Tigra

Haha. Ég fékk einu sinni bónorð... ég benti viðkomandi bara á hversu lítið við þekktumst... honum fannst það engin fyrirstaða, þannig að ég flúði heimsálfuna.

4/12/07 05:01

Jóakim Aðalönd

Gott hjá þér að segja nei. Sambönd eru af hinu illa...

4/12/07 06:01

Skreppur seiðkarl

"Ég hef enn ekki náð mér eftir þetta Elísabet. Plís, plís, viltu ekki allavega horfa einu sinni enn á Brókbekk fjall með mér að minnsta kosti? VEEEIIIII!"

Hvað varstu búin að liggja lengi undir þessum gæja áður en hann spurði þig að þessu? Þetta er alveg rosalega sniðug saga, ég held ég hafi ekki hlegið svona mikið að óförum annarra síðan ég var lítil stelpa!

4/12/07 06:01

Hvæsi

Ef þetta hefði verið ég.. þá hefði maturinn verið svo góður að þú hefðir sagt já, og við værum gift og skilin í dag.

En kallaði hann þig aula fyrir að segja nei ? Byrjaði nafnið svoleiðis ? Eða er hann aulinn ? <Klórar sér í rassinum>

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.