— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/07
Þið eruð æðisleg

Ég vil bara segja nokkur orð. Gestapó er mitt annað heimili, hingað get ég komið og leyft mér að vera ég og enginn dæmir (fyrir utan nokkra leiðindardólga). Ég hef kynnst ykkur öllum á þessu ágætis vefsvæði, sumum meira en öðrum.

Þarfagreinir var sá sem kynnti mig fyrir þessum yndislega heim og vil ég þakka honum fyrir allt sem hann hefur fyrir mig gert, hann lít ég á sem einn af mínum bestu vinum.

Tigra er mér sem stór systir, gullfalleg og stórgáfur, blanda sem maður sér ekki alltaf. Er ég svo ánægð með hennar velgegni og hennar metnað. Mikið lít ég upp til hennar.

Nornin og Bjúgving er par sem lætur mig trúa á ást.

Herbjörn er maður sem er hin fullkomna föður ímynd. Ættleiðing hans á mér var meira en eitthvað grín, sú ákvörðun var mér mikils virði

Regína er kona sem ég einnig lít mikið upp til, fögur kona á besta aldri, viðkunnarleg og kurteis. Mikið langar mig að verða eins og hún.

Galdri er maður sem er töffari án aldri, opin og merkileg sál... skemmtilegt er að lesa allt sem hann skrifar og ég vona ég að allt gangi vel hjá honum.

Dula er svo hress og skemmtileg. Duludjammið var frábært og bros hennar er svo smitandi.

Anna Panna, íslenskuséní með meiru, frábær persónuleiki með yndislega söngrödd og hefur gefið einum af mínum bestu vinum svo mikla hamingju. Takk fyrir það.

Ég elska ykkur, ég virkilega elska ykkur... öllsömul, líka þau sem ég er að gleyma að nefna... ég elska ykkur.

Þrátt fyrir ölvun vil ég að þið vitið þetta, ég veit ekkert um hvort ég eyði þessu riti á morgun, það kemur bara í ljós.

Bara ekki kalla mig froðusnakk.

   (12 af 56)  
4/12/07 05:02

Aulinn

Og Jarmi, gullfalleg manneskja bakvið þessa grímu. Þrátt fyrir erfiði veit ég að hann á eftir að hafa það gott.

4/12/07 05:02

Herbjörn Hafralóns

Gott hjá þér dóttir góð.

4/12/07 05:02

Hexia de Trix

Ég elska þig líka Aulinn minn og reyni að fyrirgefa að þú gleymdir mér [Glottir eins og fífl]

4/12/07 05:02

Billi bilaði

<Reynir að vera pínulítið æðislegur>

4/12/07 05:02

Anna Panna

Það er sama hvað þú skrifar, ef þú nefnir nokkur Gestapóanöfn í félagsritinu þá kemur enginn til með að kalla þig froðusnakk!
Þú ert nú líka alveg eðalmannverueintak (svona af aula að vera) og ert að fullorðnast á þinn eigin hátt, sem er bara alls ekki svo slæmur... [sendir ölvunar-trúnó-knús yfir hafið]

4/12/07 05:02

Jarmi

Takk. Þú ert líka frábær bakvið 'showið'.

4/12/07 05:02

Skabbi skrumari

þú ert æði... Skál

4/12/07 05:02

Upprifinn

Knús.

4/12/07 05:02

Regína

Aulinn minn, þú verður aldrei eins og ég. Á flestum sviðum verður þú betri.
En ég sauma fallegri dúka en þú. Og baka betri kleinur.

[Reynir að finna eitthvað fleira sem hvorug gerir hvort sem er.]

4/12/07 06:00

Grýta

Þú ert sosum ágæt og það verður örugglega missir af þér ef þú heldur ekki áfram að skrifa flott félagsrit.

4/12/07 06:00

B. Ewing

[Fær óeðlilega mikið af ryki í augað] Ó, svo sætt af þér að segja þetta. [Lætur renna í heitt og notarlegt froðubað handa Aulanum]

4/12/07 06:00

Dula

Auli sæl, við skulum nú bara gleyma hjákátlega brosinu mínu við hliðina á stórfenglegum hlátri þínu[knúsar Aulann fast og innilega] Þú ert einstök.

4/12/07 06:00

Dula

já gleymdi M í endann á þínum, nennti ekki að skrifa hitt uppánýtt fyrir eitt M

4/12/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Auli, þú ert félaxritari góður, en þér hættir til að vera allt of væmin. Hvað á það að þýða?

4/12/07 06:00

Vladimir Fuckov

Yður er hjer með formlega fyrirgefið að hafa einhverntíma sagt oss vera krútt [Glottir eins og fífl].

4/12/07 06:00

Kargur

Krúttlega mælt, herra forseti.

4/12/07 06:00

Kondensatorinn

Þú ert frábær.

4/12/07 06:00

Huxi

Það eru mikil öfugmæli að þú skulir kalla þig Aula, því það ertu alls ekki. Þú ert bara flott og frábær félaxritari.

4/12/07 06:00

Vladimir Fuckov

Vjer tökum undir með Huxa og bendum á að það er hægt að hafa samband við Enter og skipta um nafn. Slíkt er auðvitað sjaldgæft en hefur komið fyrir (Dula er t.d. dæmi um slíkt).

4/12/07 06:00

Tigra

Æii knús krúttið mitt! Mér þykir svo vænt um þig! Þú ert æði!
Farði svo að finna þér annað nafn eins og Huxi segir!

4/12/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Nafn- og myndbreytingar eru verkfæri djöfulsins og ætti enginn að brúka!

4/12/07 06:00

Bægifótur

Og? Hvar er ég ljúfan mín?

4/12/07 06:00

Galdrameistarinn

[Er hálfhissa að vera talinn upp með slíkum öðlingum sem nefdir eru og fer óstjórnlega hjá sér, roðnar verður feiminn og borar báðum stórutánum ofan í gólfið]
Hverjum getur annað en þótt vænt um þig stelpa?
Það er þá eitthvað meira en lítið andlega bilaður einstaklingur því þú hefur svo mikið að gefa af þér.
Skelin sem þú brynjar þig með, grófur kjafthátturinn á köflum felur svolítið þá hlýju og blíðu manneskju sem er fyrir innan og þú reynir svolítið að halda leyndri. En maður hefur lesið félagsritin þín, litlu sögurnar og þá skilur maður.
Er því annað hægt en þykja vænt um þig? Nei því það mættu fleiri vera eins og þú í þessum heimi.
[Knúsasr Aulann]

4/12/07 06:01

Ívar Sívertsen

[skellir upp úr við að minnast hláturrokanna í aulanum og fyrstu viðbragða Galdrameistarans við þeim hláturrokum]

En þú gleymdir að nefna mig... svona yndislegur frábær eins og ég er.

4/12/07 06:01

Galdrameistarinn

Ó já Ívar, það er sko eitthvað til að skella upp úr yfir og má náttúrulega ekki gleyma yndisfögrum hlátri Aulans.
[Brosir aftur á hnakka yfir minningunni]

4/12/07 06:01

Dúlli litli

Þú ert algjör snillingur og eini gestapóinn sem ég hef nennt að lesa aftur í tímann.

4/12/07 06:01

Þarfagreinir

Gallinn við svona rit er að þeir sem eru ekki nefndir verða fúlir. Sem betur fer er ég ekki í þeim hópi núna. Takk fyrir mig!

4/12/07 06:01

Grágrímur

Ég verð ekkert fúll (Ekki það að ég telji mig eiga eitthvað hrós skilið).. en mér finnst Aulinn samt æðisleg.

4/12/07 06:02

Næturdrottningin

Já, ég fyrirgef þér líka að þú skulir ekki nefna mig.Og jú veistu ég held að Gestapó væri pínulítið fátæklegt ef að þú værir ekki hérna. Þú getur verið óttarlegt krútt. Já og ég hef sagt áður að þú hefur alveg yndislega skemmtilegan hlátur. Þið Dula eigið það alveg sameiginlegt.
Haltu áfram að vera þú sjálf og haltu áfram að skrifa skemmtileg félagsrit. Ég þarf að taka mig á í félagsritaskrifum

4/12/07 06:02

Aulinn

Hvað er að verða um Gestapó? Síðan hvenær var tekið svona vel í fyllerísvæl? [Glottir eins og aul]

4/12/07 06:02

Grágrímur

FyllerísVæler alltaf betraen fyllerísÆl...

4/12/07 06:02

krossgata

Ég myndi örugglega segja eitthvað voða væmið núna ef ég væri búin að fá mér í tána, en.... ég er bara ekki búin að því. Svo ég segi bara óvenju vel stafsett fyllerísvæl hjá þér.
[Glottir]

En ég tek undir með það sem ýmsir hafa sagt nú og áður þú ert náttúrulega enginn auli.

4/12/07 06:02

Lopi

Ég veit að ég er æðislegur eins og við öll hér á Gestapó og Aulinn þú ert aldeilis góður penni!

4/12/07 01:01

Dexxa

Ja.. filleríisvæl getur nú bara verið sætt og skemmtilegt

4/12/07 01:01

Næturdrottningin

Sammála..

Hæ fævar Dexxu

4/12/07 02:01

Texi Everto

Auli er auðvitað skammstöfun:
Aldeilis Undraverður Laglegur Innipúki

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.