— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/06
Læknanemi

Ég ætla að reyna að orða þetta rit siðsamlega. Það verður þó áskorun.

Ég settist í rjómalitaðan stólinn, með þessum ístöðum sem ég virðist aldrei geta komið mér fyrir í hjálparlaust. Ó guð hvað ég þoldi ekki þessar skoðanir, hálft ár getur ekki verið svona fljótt að líða? Kannski ég hætti bara við þessar reglulegu skoðanir, ég er hvort eð er ekkert að fá neitt.

"Jæja elskan, þá byrjum við bara"

Treður hann þessu helvítis járndrasli inn. Af hverju er það svona kalt? Af hverju gerir hann ekki eins og konan sem ég fór einu sinni til og setur járnið undir heitt vatn? Jæja, ég kann ekki við að kvarta.

"En já elskan það verður hérna læknanemi og fylgist með"

Ég lít til hægri og þar sé þennan gullfallega dreng. Nei andskotinn! Ekki sjens! Hvað á ég að segja?! Má ég segja nei?!

Ég klemdi saman fæturnar í flýti til þess að hylja klofið en mundi þá að ég var komin með járnógeðið inn í mig. ÁI!!!!!

"Taktu þetta út! Taktu þetta út!"

"Vertu róleg vina mín, ég skal laga þetta. Æj elskan mín, þú ert bara komin með sár"

Já... ég er með sár þarna niðri. Gullfallegur strákur gaf mér sár þarna niðri... án þess að koma við mig. Gæti ég kært?

   (25 af 56)  
1/11/06 06:01

Texi Everto

Ég skal kyssa á báttið.

1/11/06 06:01

Offari

Þa var ekki honum að kenna hvað hann var sætur. Skemmtilegt rit hjá þér.

1/11/06 06:01

Galdrameistarinn

Einvhern vegin læðis að mér sá grunur að þessar skoðanir hafi verið fundnar upp af pervertískum læknum þeim tímum sem þókti ósiðlegt að sæist í bert hold kvenna. Þeim hefur langað að komast inn fyrir brókina hjá sem flestum kellingum og því fundið upp þessa aðferð.
[Pælir í þessu og hristir haus]

1/11/06 06:01

Dula

Þetta er náttúrlega bara óþolandi að maður sé til sýnis , og þar að auki sagt það eftir að maður er kominn í stólinn þar sem maður liggur útglenntur í þessum líka flúorljósum, ég skil ekki af hverju járnið er kalt og af hverju það er svona ógeðslega vont að fá það inní sig, og svo er krukkað inní mann með enn öðru járni til að fá sýnið....ojjjojjjojjjojjjjojjjjjj. Ekki skánar það ef maður vill vera sætur á meðan fyrir strák sem fylgist með því allr heilagasta. 100 % samúð með Aulanum.

1/11/06 06:01

Regína

Ertu nú búin að láta einhvern telja þér trú um að það þurfi að fara á hálfsársfresti til kvensjúkdómalæknis? Það ætti nú ekki að þurfa nema til að fá lykkju, fara í krabbó og auðvitað ef eitthvað bjátar á.
Strákurinn hefur örugglega ekkert pælt í þessu eins og þú heldur, alveg sama hvort hann er sætur eða ljótur. Sárið grær strax.

1/11/06 06:02

Tigra

Hahaha... bráðfyndið.
Ég fór einu sinni til kvensjúkdómalæknis... sem þurfti einmitt að vera mjög ungur og ansi myndarlegur karlmaður.
Mér fannst það hreint ekkert þægilegt að skríða upp á bekk og glenna mig fyrir framan þennan myndarlega mann á meðan hann þuklaði mig að innan.

1/11/06 06:02

albin

Er til karlsjúkdómalæknir?

1/11/06 06:02

Aulinn

Nei, kynfæri karla eru svo einföld að þess þarf ekki.

1/11/06 06:02

Dula

Neibb ekki frekar en föðurlíf.

1/11/06 06:02

Stelpið

Undarlegt að þú hafir ekki verið spurð fyrirfram hvort læknanemi mætti fylgjast með, mér fyndist það sjálfsögð kurteisi.

Annars gæti ég nú alveg trúað að þetta sé vandræðalegt fyrir læknanemana líka, að vera svona að fylgjast með eins og hálfgerðir aðskotahlutir.

1/11/06 06:02

Upprifinn

Ef læknar eru guðir þá er þetta nú varla vandamál.
en hvað eru læknanemar? Kannski hálfguðir eða eitthvað svoleiðis.

1/11/06 06:02

Nornin

Regína:
Stelpum sem stunda óábyrgt kynlíf er ráðlagt í dag að fara nokkrum sinnum á ári til doksa... bara til að vera vissar um að þær séu ekki komnar með einhvern kynsjúkdóm.

Nú veit ég ekki hvernig kynlíf Aulinn stundar, en miðað við allar aðrar lýsingar hjá henni, þá held ég að smokkurinn sé ekki alltaf ofarlega í huga hennar.

1/11/06 06:02

Regína

Jú, þetta er góður punktur hjá þér Norn.

1/11/06 06:02

Tina St.Sebastian

albin: snúðu höfðinu til hægri og hóstaðu. [Dregur á sig gúmmíhanzkana]

1/11/06 06:02

Aulinn

Smokkurinn er drasl, þó nota ég hann yfirleitt.

1/11/06 07:00

Dula

Ég er einmitt farin að öðlast áður óþekkta virðingu fyrir smokknum því að nú á ég ungling sem er farinn að líta hitt kynið hýru auga, hann er einmitt ekki drasl.

1/11/06 07:01

Dexxa

Ég hefði húðskammað lækninn fyrir að spurja mann ekki hvort læknaneminn megi fylgjast með fyrir fram!!

1/11/06 07:01

B. Ewing

Er hægt að panta tíma í kvennaskoðun? Mig vantar reyndar meira svona tíma í kvennagreiningu.... [Glottir eins og fiífl]

1/11/06 08:02

Jóakim Aðalönd

Ég fór einu sinni til kollusjúkdómalæknis og hún rak mig á dyr og hélt því fram að ég gæti ekki einu sinni verpt eggjum! Ég fór því út í búð, heimtaði að fá fúlegg ókeypis og grýtti í téðan lækni.

Svo er föðurlíf bara vízt til. Læknir (annar en þessi ofangreindi) hefur talað um það við mig...

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Konur skulu eigi tuða yfir skyldusýningum kuntna sinna, vér karlmenn þurfum oft að sýna undir okkur... Svo ekki sé talað um er læknar fá til sín menn sem þurfa að láta skera undan sér gyllinæð eða annan viðlíka andskotann.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.