— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Ný vinna!

Aulinn sagði upp og fékk aðra vinnu 5 mínútum seinna!

Ég hef unnið í ákveðinni verslun í rúmt ár, þar hef ég verið með 513 krónur á tíman og eitthvað um 700 krónur í yfirvinnu. Auðvitað ætti ég að vera löngu búin að fá launahækkun en nei nei, ég er of mikill auli til þess að biðja um launahækkun, svo þegar ég byrjaði að ræða launin mín þá var afsökuninn alltaf að ég væri svo ung, og að ungt fólk væri með svona laun.

Nú jæja, mér var svo boðin önnur vinna yfir jólin með helmingi hærri laun. Þá var rúmur mánuður til jóla, ég sagði yfirmanni mínum þetta og hún sagði að ég gæti ekki hætt, því að uppsagnafresturinn væri 3 mánuður. Ég hafði jú skrifað undir samning sem samþykkti það, en ég er nú ekki orðin sjálfráða, og enginn forráðamaður var viðstaddur. Svo ég ákveð að gera þeim greiða, vinna til 24 desember. Hún þakkar fyrir það.

Þarna var ég, í gömlu vinnunni minni, með lág laun, gæti verið með hærri. Þau höfðu klikkað á því að ráða fleira fólk svo að ég var að vinna 10-14 tíma í senn með 20-30 mínútna mat. Ég var þreytt og pirruð, en auðvitað brosti ég hringinn og sagði "Góða daginn" að venju. En yfirmaður minn var hræðileg við mig, setti útá allt sem ég gerði, gerði lítið úr því að ég væri enn með sömu laun og sagði að ef maður sýndi ekki framför í vinnu þá fengi maður ekki launahækkun. Ég veit ekki betur en svo að ég get afgreitt 5 manns á 2 mínútum á kassa, ég get selt það sem ég vil selja þann daginn. Ég get fyllt á allt á stuttum tíma. En ég sagði ekki neitt við þessum athugasemdum hennar, svo að reiðin ólgaði inn í mér.

Í gær fékk ég nóg, ég sótti dótið mitt og gekk að henni og sagðist vera hætt. Henni var ekki brugðið, enda var ég búin að vera köld við hana allan tíman. Hún sagði bara "Jább ókei bless bless".... svo að það var það.

Nú er ég komin með vinnu Í Sostrene Grene, þá hræódýru búð. Og er það dásamlegt starf! Ég fæ að raða upp sjálf og ákveða útstillingar, mikið að gera, mikið starfsfólk, 2 kaffi og 30 mínútna matur, helmingi hærri laun og betri starfsaðstaða.

Ég vildi bara deila þessu með ykkur. Alltaf að standa með sjálfum sér.

Takk fyrir lesninguna, ykkar auli.

   (43 af 56)  
2/11/04 22:00

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með þetta aulinn minn. Megi gamli yfirmaðurinn fara fjandans til, úr því hún fór svona með þig. Vonandi finnur þú þig betur á nýja staðnum.

Gleðileg jól og farsæld í námi og nýrri vinnu á komandi ári.

2/11/04 22:00

Limbri

Ef það er fátt sem ég þoli ekki þá er það barnaþrælkun. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki að börn vinni sem mest... það verður bara að gera það á réttum forsendum og með réttri niðustöðu. Þeas, að börnin séu ánægð.

Mér finnst gott að vita af því að þú stóðst á þínu undir lokin og færðir þig um set.

Aldrei að vita nema ég geri úttekt á búðinni hjá þér fyrir hönd dönsku verzlanasamtakanna.

-

2/11/04 22:00

Nafni

Frábært hjá þér og til hamingju með nýju vinnuna.

2/11/04 22:00

Offari

Til hamingju vina það er ömurlegt að vinna á þeim stað þar sem störf mans eru ekki rétt metin. Gremja og reiði gerir mann bara þreyttari. En þú ert hinsvegar snillingur að geta sýnt þitt bros á þessum launum. Gangi þér vel í nýju starfi og í námi. Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig. Takk fyrir og Gleðileg Jól.

2/11/04 22:01

fagri

Gott hjá þér að senda yfirmanninum puttann, hins vegar er hættulegt að fagna of snemma því vinnuveitendur eru upp til hópa skilnings og tilfinningalaust hyski.
Þannig að pas på þú gætir orðið fyrir vonbrigðum.

2/11/04 22:01

Þarfagreinir

Tja, það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum með helmingi hærri laun. Þetta er gleðilegt að heyra; gott að þú hafðir kjark til að gefa skít í þetta rugl, Auli.

2/11/04 22:01

Guðmundur

Passaðu bara að vinnuþrælkarinn þinn reyni ekki að halda eftir laununum þínum - athugaðu svo hvað þú átt inni mikið sumarfrí.

2/11/04 22:01

Sundlaugur Vatne

Til hamingju, aulinn minn. Megi þér vegna sem bezt í nýju starfi.
"Verður er verkamaður launa sinna" stendur í bókinni góðu og því fer ekki vel fyrir þeim sem vanvirðir starfsfólk sitt. Sá mun aðeins uppskera fyrirlitningu undirsáta sinna og falla af sínum háa stalli.

2/11/04 23:00

Ívar Sívertsen

Ég er ekki frá því að ég hafi séð Aulann í kvöld í Smáralindinni þegar ég var þar við vettvangsrannsóknir... Nema Aulinn hafi átt frí í kvöld...

2/11/04 23:00

Leibbi Djass

Leibbi Djass vinnur í Tónastöðinni skipholti 50d ef einhver kærir sig um að kíkja á hann í jólaösinni. Sérstakur Baggalútsafsláttur veittur þeim sem eru í góðu skapi.

2/11/04 23:02

U K Kekkonen

Til Hamingju og lukku! Og fyrst að svona er nú komið þá veit ég að Jólin verða gleðileg.

2/11/04 23:02

Kondensatorinn

Til hamingju kæri Auli og gleðileg jól. Gangi þér vel í nýja starfinu.

2/11/04 23:02

Aulinn

[Ég er ekki frá því að ég hafi séð Aulann í kvöld í Smáralindinni þegar ég var þar við vettvangsrannsóknir... Nema Aulinn hafi átt frí í kvöld...]

Var aulinn með jólasveinahúfu?

3/11/04 00:00

Ívar Sívertsen

ef aulinn var með jólasveinahúfu 22. des þá sá ég ekki aulann...

3/11/04 00:00

Ívar Sívertsen

Nei... ég var að sjá mynd af þér... og þú varst ekki að vinna þegar ég var að versla... ég mældi út alla starfsmenn og sé það núna að þú varst líklega bara að skrópa í vinnunni.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.