— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Talandi upp úr svefni!

Ég hef ekkert á móti Furðuveru!

Ég hef verið þekkt fyrir að tala upp úr svefni frá unga aldri. En alltaf hefur það verið eitthvað saklaust og fyndið. En í fyrranótt... ‹Getur vart haldið áfram vegna hláturs› Þá gisti ég hjá kærastanum, ég fór fyrr að sofa (eins og vanalega) og því gat hann auðvitað heyrt ef ég færi að tala.

Nú jæja. Næsta dag vakna ég og hann segir eitthvað "Já þú talaðir uppúr svefni í nótt". Ég var æst í að fá að heyra hvað ég hafi sagt en hann vildi bíða með það því að hann var svo þreyttur.

Hann mundi ekki eftir þessu fyrr en í dag. Ég hafði víst sagt eitthvað á þessa leið... "Furðuvera er "fokking" drusla" (Vil benda á að ég hef alls ekkert á móti henni, þess vegna fannst mér þetta svo fyndið)... Svo sagði ég eitthvað "Oj ég var að ríða eitthverjum pabba"... og ekki man hann meira. En ég hélt ég yrði ekki eldri, hann vissi auðvitað ekkert hver þessi Furðuvera var, þar sem hann veit ekki af tilveru Gestapós og var hann furðulostinn.

En vildi bara deila þessu með ykkur elskurnar. Og Furðuvera mín þú ert engin drusla!

‹Skellihlær af þessum ósköpum›

   (45 af 56)  
2/11/04 04:01

Offari

Veit hann ekkert um líf þitt hér í Gestapó?

2/11/04 04:01

Furðuvera

Hehe, þú ert bara afbrýðissöm, undir niðri.

2/11/04 04:01

Furðuvera

Hey! Af hverju er ég með gömlu myndina hérna?

2/11/04 04:01

Offari

Þú varst svona í draumnum!

2/11/04 04:01

Hakuchi

Hvað var hann gamall?

2/11/04 04:01

Aulinn

Hvað var hver gamall?

2/11/04 04:02

Hakuchi

Séra Hallgrímur.

2/11/04 04:02

Rasspabbi

Ríða einhverjum pabba? [Hrökklast aftur á bak og hrasar við]

Minnir mig á kvæði eftir Megas..

Rangheiður biskupsdóttir, brókar var með sótt og beiddi þegar Daði mælt' á latínu...

Æ þið kunnið afganginn.

2/11/04 04:02

Hakuchi

Helvítið hann Brynjólfur.

2/11/04 04:02

Sundlaugur Vatne

Já, aulinn þinn. Svona er að vera lausmál í svefni. Þú verður eiginlega að troða einhverju í eyrun á þessum gaur sem þú gistir svo þú getir talað um okkur eins og þig lystir í draumheimum.
Þakka þér fyrir að deila með okkur nóttinni þinn. Var ég ekki annars örugglega þarna líka?

2/11/04 05:00

blóðugt

En talaðu bara ekki upp úr svefni, því enginn okkar syndir vita má! [syngur hástöfum]

2/11/04 05:00

Sæmi Fróði

[Umlar upp úr svefni] kartöflur og ýsa, með smjöri.

2/11/04 05:00

Guðmundur

Haha, en vitið þið að oft er hægt að tala við fólk sem talar upp úr svefni. Jafnvel spyrja það spurninga! Nú vitum við flest hversu áreiðanlegur karakter við erum í draumum okkar - getum við treyst honum?

2/11/04 05:01

Offari

Einhevrtímann heyrði ég að ekki mætti halda uppi samræðum við þann sem talar upp úr svefni?

2/11/04 05:01

Litli Múi

Já ég tala nú uppúr svefni næstum á hverri nóttu, en því miður er það aldrei neitt gáfulegt.

2/11/04 05:01

blóðugt

Ég get ekki losnað við þetta lag af heilanum!

Manstu kvöldin okkar úti í Hamborg...

2/11/04 05:01

Tigra

Já.. ég tala mjög mikið upp úr svefni.
Ég labba reyndar líka í svefni.. og já.. ég hef meira að segja verið staðin að því að syngja upp úr svefni.

2/11/04 05:01

Litla Laufblaðið

Mér var nú bara sagt um daginn að ég hlæ víst í svefni.

2/11/04 05:02

Dexxa

Já ég hef líka talað upp úr svefni, labba og hef einnig sprungið úr hlátri upp úr svefni.. en gera það ekki margir?

2/11/04 06:00

Hakuchi

Þetta minnir mig allt á gamalt 80's lag þar sem meginlínan er: I hear the secrets that you keep, when you're talking in your sleep.

2/11/04 06:01

Þarfagreinir

Sama hér Hakuchi ... man ekki hvað lagið heitir né flytjandinn, en það er víst auðvelt að gúgla það.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.