— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/04
Busadagurinn

fiskiþema

Dagurinn byrjaði á saklausum stærðfræðitíma, enginn gat einbeitt sér. Svo kom að leikfimi og líffræði, og líffræðikennari minn ku vera endaþarmsfræðingur, skemmtilegt það. Og í miðjum líffræðitíma heyrum við skelfingarhljóð og sjáum fjórðubekkinga hlaupa úti. Bankað var á hurðina og kortað á okkur og okkur hent útí horn.

Látin skríða um allan skólan á meðan efribekkir spörkuðu í okkur og hlóu. Svo var okkur troðið öllum inní pínulítið herbergi, engir gluggar, ofna á hæsta, lokaðar dyr.

Svo var horft á mynd, leiðinlegt það.

Eeeen svo var haldin veisla! Fiskur með lakkríssósu, lýsi, mysa, hafragrautur í bland við túnfisk og fleira gúmmulaði. Og ég var næstum búin að æla, og það var ælt á bekkjafélaga minn. Látin dansa vals, hoppa og skoppa, liggja ofan á stúlku og dansa, gera leikfimisæfingar... og já borða meiri viðbjóð.

Svo þegar þetta var loks afstaðið lenti ég í bíl sem var á leiðinni uppí kringlu, helt á mig mjólk, hveiti, kæfu og svo veit ég ekkert hvað hitt var en það angaði ekki vel. Bundin við eitthverjar stúlkur, vafin í sellófón.

Svo komst ég loks heim... og orðin hrein og sæt eins og ég á mér að vera.

Svona er að vera auli, alltaf tekinn fyrir í öllu.

   (55 af 56)  
9/12/04 01:01

Þarfagreinir

Hvaða mynd var þetta sem þið horfðuð á? Einhver niðurbrjótandi heilaþvottur?

Svo vil ég einnig benda á að matvæla á ekki að neyta útvortis. Einhver ætti að segja þessum efribekkingum það. Maður hefði haldið að þeir væri fróðari en þetta.

9/12/04 01:01

Aulinn

myndin var ein ömurlegasta mynd sem ég hef séð, efribekkingar að reyna að vera fyndnir, léleg stuttmynd. Þoli ekki svona kvikmyndagerð!

9/12/04 01:01

Stelpið

Ég var nú hálffúl yfir því á minn busadag í denn að það var bara ekkert gert við mig. Var látin nudda axlirnar á einhverjum eldri nemendum og syngja smávegis. Svo var ég búin snemma í skólanum hvort sem er, mér leiddist og ég fór heim.

9/12/04 01:01

Limbri

Þú hefur þó ekki fúlsað við hollum mat ?

Þeir sem framkvæma busunina vita fátt verra en ef ekki text að hræða þá sem undir árásununum liggja. (En mér hefði kannski verið nær að segja þér það í gær.)

-

9/12/04 01:01

B. Ewing

Gamlar busaaðferðir eru ógeðslegar. Var gríðarlega fegin er ég komst að því að skólinn sem ég var í leyfði ekki svona vígslur árið sem ég hóf nám vegna slæmrar umræðu eftir þetta árið áður.

9/12/04 01:02

Prins Arutha

Busadagurinn! Vá! Það er svo langt síðan.

9/12/04 02:01

voff

Bus bus bus bus ... ó hvað það er orðið langt síðan. Aqua sanitas, in vino veritas o.s.frv. Já það vildi ég að ég væri aftur kominn í menntó.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.