— GESTAPÓ —
Krókur
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 3/12/05
Gúglí

Sniðugur bolti og gott vopn fyrir snúningskastara að hafa

Það má í grófum dráttum skipta krikketkösturum upp í tvo hópa. Þeir sem kasta hratt og þeir sem kasta hægt með miklum snúningi. Það fer mikið eftir aðstæðum hve mörgum súningskösturum er stillt upp fyrir hvern leik og spilar ástand flatarinnar mestu máli. Til dæmis er oft rakt og kalt í Englandi og flatirnar mýkri og "grænni" og henta því ver fyrir snúningsbolta en flatirnar á Indlandi þar sem enska liðið spilar einmitt núna við það indverska.

Snúningskasttækni er nánast eins og svartigaldur fyrir marga. Allir kastarar þurfa auðvitað að reyna að spila á kylfinginn og plata hann á einhvern hátt en þegar þú hefur ekki hraða þá þarftu að grípa til annara hluta eins og flugs og snúnings. Góður snúningsbolti lendir aðeins of langt fyrir framan kylfinginn til þess að hann geti slegið hann áður en hann skoppar en nógu nálægt honum þannig að hann hefur ekki tíma til þess að átta sig á hve snúningurinn er mikill.

Gúglí (e. googly) er bolti sem lítur út fyrir að vera snúningsbolti sem snýst frá hægri til vinstri úr hendi rétthents leggsnúnings kastara en snýst örlítið frá vinstri til hægri í staðinn (þessu er öfugt farup fyrir örvhentan kastara). Aðalatriðið er að það er engin leið að sjá muninn og því kjörin leið til að plata kylfinginn. Enski kylfingurinn Ian Bell varð einmitt úr síðastliðna nótt á gúglí bolta frá Kumble sem hann lét vera því hann hélt að hann myndi snúast í burtu en í staðinn snérist hann beint í markið (e. wicket) sem hann var að verja.

   (2 af 10)  
3/12/05 09:02

Jarmi

Þetta rit er líka svona gúglí, maður heldur að þetta sé merkilegt, en svo snýst þetta út í eitthvað rugl. Hefði átt að verja mig gegn þessu en þú skoraðir wicket á mér, það er ljóst.

3/12/05 09:02

Haraldur Austmann

Out for a duck.

3/12/05 09:02

Nermal

Einstaklega gagnlegur fróðleikur atarna

3/12/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er ansi merkilegt rit og gaman að skoða þetta. Jarmi kann bara ekki gott að meta.

3/12/05 10:00

Golíat

Sammála Jóakim, miðað við til dæmis ruglið í honum Haraldi upp á síðkastið þá höfum við hér loksins brúklegan fróðleik og skemmtilegan. Þakka þér Krókur.

3/12/05 10:00

Krókur

Kærar þakkir. Það er eins og með góðu kylfingana. Aðalatriðið er að hafa "gott auga" fyrir boltanaum sem kastað er að þeim.

3/12/05 10:02

Jarmi

Jóakim, þú ert alveg að misskilja mig (og þá líklega innihald ritsins).

Gúglí er sterkur bolti, gott spil, fín framistaða. Það er afrek að ná gúglí. Ég kallaði ritið gúglí, ergo. ritið er gott.

Krókur:
  • Fæðing hér: 8/6/05 14:20
  • Síðast á ferli: 15/11/15 19:21
  • Innlegg: 37
Eðli:
Afar friðsamur og helst til feiminn. Á erfitt með að skilja af hverju fólk er alltaf að rífast en hefur samt gaman af að rífast sjálfur.
Fræðasvið:
Er þeirrar skoðunnar að "Hve mörg köst þarf til að ná 6 sexum?" sé í rauninni dulbúinn krikketleikur hér á Baggalúti.
Æviágrip:
Heyrst hefur að foreldrar mínir hafa verið sannir Sálin hans Jóns míns aðdáendur, en það eru getgátur einar. Eftir langt og strangt uppeldi í Windows höllinni, hef ég um alllangt skeið verið fyrirliði Sörrei krikketliðsins ásamt þess að vera konuglengur pólóþjálfari og rúðuþurrka.