— GESTAPÓ —
Krókur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 2/12/05
Englendingar rassskelldir

Það er ekki nóg að vinna erfiðustu keppnina ef ekki er hægt að fylgja því eftir með öðrum sigrum

Fyrir jól heimsóttu Englendingar Pakistan heim og skíttöpuðu fyrir þeim. Þetta hefði svo sem ekki verið neitt óeðlilegt hér áður fyrr en með þessu lauk mikilli sigurgöngu Englendinga í krikket, sem hófst í Vestur-Indíum fyrir rétt tæpum tveimur árum og endaði með sigri þeirra á Áströlum í Öskubikarnum í haust, eins og við munum svo öll vel eftir.

Englendingar náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit í leikjunum þremur, né heldur í þeim fjórum einsdagsleikjum sem á eftir komu. Það hefði mátt halda að liðið væri með einskonar timburmenni eftir viðureignina við Ástrali, en Michael Vaughn, Andrew Flintoff og Steve Harmison léku mun ver en vel. Helstu tilþrifin áttu þeir Marcus Trescothic og Kevin Pietersen að það kom ekki að neinu gagni. Einnig háði það Englendingum að eiga ekki neina góða snúningskastara en vellirnir í Asíu eru sérlega vel til þess spils fallnir sökum þess hve þurrir þeir verða.

Það er nú reyndar óréttlátt af mér að segja að frækilegur sigur Pakistans hafi eingöngu komið til út af óförum Englendinga. Liðið þeirra var sérlega skemmtilegt á að horfa. Þeir eru með gott, ungt lið sem spilar af miklum innblæstri. Þeir kylfingar Inzamam-ul-Haq og Younis Khan áttu mjög stigaháar lotur og Shoaib Akhtar og Danish Kaneria voru góðir með boltann gegn ólánsömum enskum kylfingunum.

Það verður því spennandi að sjá hvort Englendingar nái að endurheimta sigurformið í næstu viðureign þeirra gegn Indlandi í næsta mánuði. Indverjar hafa á að skipa mjög öflugum kylfingum, þar á meðal Sachin Tendulkar, sem er á meðal þeirra fremstu í heiminum.

   (3 af 10)  
2/12/05 03:01

Don De Vito

Ljótt að heyra það að Englendingarnir séu að skíta á sig, velkominn aftur!

2/12/05 03:02

fagri

Bretar eru sérfræðingar í því að skíta í buxurnar.
Kannski af því að þeir borða of mikið kex.

2/12/05 03:02

Grýta

Æi en slæmt fyrir englana... eða hvað..?
Gaman að sjá þig aftur Krókur. Hvar hefur þú verið?

2/12/05 04:00

Jarmi

Shoaib Akhtar til sigurs!

Hann er sko minn maður á kantinum, frontinum, húddinu og sílsunum!

(Hvað er annars þetta krikket sem þú talar um?)

2/12/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Er ekki Younis Khan einn af þeim betri í heiminum? Annars var gott hjá Englandi að vinna Ástralíu. Þeir voru orðnir allt of kokhraustir. Eins og MR. [Huxar með nostalgíu til taps MR í fyrra]

2/12/05 05:01

Krókur

Sæl verið og gaman að sjá ykkur aftur líka! Ég hef nú bara verið hér og þar ... aðallega þar.

Ætli það fari ekki eftir því með hverjum englarnir halda hvort tapið hafi verið vont eða ekki?

Ég veit ekki hvort Younis Khan sé með þeim betri í heiminum, en hann er ágætur samt. Hann var reyndar að falla í dag fyrir Pathan hinum Indverska en Pakistan og Indverjar spila núna í Karachi. Pathan tók svokallað "Hat-Trick" eða þrennu sem er afar sjalgæft og erfitt.

Ég er í smá vafa með þetta MR koment. Eru þeir farnir að stunda krikket eða talar þú hér um spurningakeppnina?

2/12/05 05:02

Litli Múi

Ekki veit ég mikið um krikket en vertu velkominn aftur Krókur.

2/12/05 06:00

Jóakim Aðalönd

Já, manstu ekki þegar MR tapaði fyrir Borgarholtsskóla í krikket? Reyndar var það í hitteðfyrra, en samt...

2/12/05 06:00

Krókur

Það eru nú góðar fréttir að þeir séu farnir að stunda krikket heima. Ég er greinilega ekki nógu vel að mér.

3/12/05 03:01

Pottormur

Ég fagna nú bara fyrir hönd Pakistana.
Skál!!!!!!

Krókur:
  • Fæðing hér: 8/6/05 14:20
  • Síðast á ferli: 15/11/15 19:21
  • Innlegg: 37
Eðli:
Afar friðsamur og helst til feiminn. Á erfitt með að skilja af hverju fólk er alltaf að rífast en hefur samt gaman af að rífast sjálfur.
Fræðasvið:
Er þeirrar skoðunnar að "Hve mörg köst þarf til að ná 6 sexum?" sé í rauninni dulbúinn krikketleikur hér á Baggalúti.
Æviágrip:
Heyrst hefur að foreldrar mínir hafa verið sannir Sálin hans Jóns míns aðdáendur, en það eru getgátur einar. Eftir langt og strangt uppeldi í Windows höllinni, hef ég um alllangt skeið verið fyrirliði Sörrei krikketliðsins ásamt þess að vera konuglengur pólóþjálfari og rúðuþurrka.