— GESTAPÓ —
Krókur
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 6/12/04
Engar krikket lýsingar

Ég hafði hugsað mér að vera með beinar lýsingar á þeim krikket leikjum sem fara fram núna í sumar, en þar sem vefurinn verður í dvalarleyfi, þá verð ég víst að halda áfram að þröngva þessum lýsingum uppá mína nánustu með tölvupósti, eins og vanalega. Það hefði samt verið spennandi að gefa ykkur kost á að fygjast með keppninni um Öskubikarinn því þetta árið þykir staðan vera ansi jöfn. Englendingar hafa farið á kostum undanfarin misseri, og ekki tapað heimaleik í mörg ár, en Ástralir eru sem fyrr lang sterkastir í krikket. Ég skora á ykkur að fylgjast með þessari æsispennandi keppni sem hefst þann 21. júlí á Lords leikfanginum í Lundúnum.

   (9 af 10)  
6/12/04 09:01

Júlía

Sendu mér lýsingarnar í pósti góurinn. Þetta hljómar æsispennandi.

6/12/04 09:01

Skabbi skrumari

Fátt er betra en að sötra Ákavíti og fylgjast með Krikket... hver leikur tekur heilu dagana... [ljómar upp]

6/12/04 09:01

Krókur

Jahá, góð ástæða að taka sér "smá pásu", sitja út í sólinni, glápa á krikket og borða gúrkusamlokur og hvítvín ... eða ákavíti ef menn eru þannig stefndir. Ég skal gera mitt besta varðandi lýsingar.

6/12/04 09:01

Hakuchi

Leitt að missa af þessu. Þetta hefði verið úrvalsviðbót við Gestapóið.

6/12/04 09:01

B. Ewing

Eru Suður Afríkumenn orðnir slappir í krikketleik aftur? Ég sem hélt svo mikið með þeim hérna um árið!
Hvernig eru Vestur Indíur annars að standa sig núna? [Glottir]
Ég verð að fá Sky diital aftur. sama verð og Digital Ísland á mánuði en bara margfalt betra efni.
[Dæsir mæðulega og lítur út um gluggan en þar er enginn móttökudiskur á krikketútsendingum. Tekur svartan plastpoka og límir fyrir gluggann]

6/12/04 09:02

Krókur

Suður Afríkumenn eru ennþá þrælsterkir en Englendingar hafa tekið sig svo vel á að þeir hafa náð öðru sætinu og það með tveimur "raðsigrum" á S.A. Vestur Indíur eru nákvæmlega hvergi. Ó hve heimurinn saknar þeirra Curtley Ambrose og Courtney Walsh. Brian Lara getur þetta ekki einn.

6/12/04 09:02

Rasspabbi

Hljómar þræl spennandi.

Spila þeir enn krikket í Búrkína Fasó eða var landsliðið þeirra étið af mannætum?

[Les matseðilinn: Flamberaður landsliðsmaður á krikketkylfu með grasgrænku.]

[Klórar sér í höfðinu]

6/12/04 09:02

Krókur

Þarna rekuru mig á gat Rasspabbi. Hafa þeir nógu mikið af grasi þarna í Búrkína Fasó til að spila? Ég er alveg viss um að um leið og þeir þróa hjá sér lýðræði byrja þeir að spila krikket!

6/12/04 09:02

Vladimir Fuckov

Þetta var óvænt ánægja, allur texti kemur núna sjálfkrafa í fagurgrænum lit [Ljómar upp og veltir fyrir sjer hvort þessi sviðslýsing muni eyðileggja græna litinn]

6/12/04 09:02

Krókur

Já, það er rétt. Svona eins grænt og grasið í Búrkína Fasó er ekki. [Eymdarlegð hryggð umlykur hugann]

6/12/04 10:01

B. Ewing

Þeir settu upp krikketvöll í sandkaasalandinu Kúveit einhverntíman. Búrkína Fasó hljóta að hafa þó ekki væri nema einn krikketvöll til að hlaupa um á.

6/12/04 10:01

Krókur

] Krikketið sem spilað er á Indlandsskaganum (Sri Lanka, Indland, Pakistan og Bangladesh) er aðeins öðruvísi vegna þess að það er meiri sandur og þurrari jarðvegur. Ég get samt ekki ímyndað mér hvernig eyðurmerkurkrikket væri, en það má eflaut útfæra þetta. Kannski að það ætti að láta ICC vita af þessu.

Krókur:
  • Fæðing hér: 8/6/05 14:20
  • Síðast á ferli: 15/11/15 19:21
  • Innlegg: 37
Eðli:
Afar friðsamur og helst til feiminn. Á erfitt með að skilja af hverju fólk er alltaf að rífast en hefur samt gaman af að rífast sjálfur.
Fræðasvið:
Er þeirrar skoðunnar að "Hve mörg köst þarf til að ná 6 sexum?" sé í rauninni dulbúinn krikketleikur hér á Baggalúti.
Æviágrip:
Heyrst hefur að foreldrar mínir hafa verið sannir Sálin hans Jóns míns aðdáendur, en það eru getgátur einar. Eftir langt og strangt uppeldi í Windows höllinni, hef ég um alllangt skeið verið fyrirliði Sörrei krikketliðsins ásamt þess að vera konuglengur pólóþjálfari og rúðuþurrka.