— GESTAPÓ —
Kikyou
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/04
Örlítil íslenskuritgerð

Fyrirmynd mín

Kvikmyndir, ljós endurvarpast af hvítu tjaldi og í augu áhorfendans, sumar eru gerðar einungis til að skemmta aðrar vekja áhorfendann til umhugsunar eða eru kómískar ádeilur á samtímann. Fólk horfir á kvikmyndir af mismunandi ástæðum annarsvegar til þess að hafa gaman, en sumar kvikmyndir eru ekki gerðar til þess samt er maður límdur við skjáinn en aðrar kvikmyndir eru í senn skemmtilegar og krefjandi. Af þessum kvikmyndum má nefna, Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb & Jisatsu saakuru
Stanley Kubrick fæddist árið 1928 í New York, hann var álitin greindur þrátt fyrir slakar einkunnir. Á þrettánda afmælisdegi sínum fékk hann myndavél að gjöf og varð fljótt áhugasamur um myndatöku og fór ferðir um New York og framkallaði myndirnar í myrkraherbergi vinar síns. Hann fékk reglulega verkefni frá tímaritinu Look og byrjaði að vera mjög áhugasamur um kvikmyndir. The killing færði honum athygli Hollywood og eftir hana leikstýrði hann myndinni Paths of glory Þessi ógeðslega saga sýnir geðveiki stríðsreksturs þar sem litið er á menn sem tölur fremur en manneskjur.
Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb – er eitt þekktasta verk Stanley. Myndin hefur öðlast verðskuldaðan sess í kvikmyndasögunni og er álitið af mörgum vera meistaraverk leikstjórans sem var bendlaður við fullkomnunaráráttu. Geðveikur foringi í Bandaríska flughernum sendir sprengjuflugvélar (vopnaðar kjarnorkusprengjum) í árás á Sovétríkin. Hann grunar að kommúnistar standi á bakvið samsæri um að menga líkamsvökva Bandaríkjamanna. Forseti Bandaríkjanna fundar með ráðgjöfum sýnum og ræðismanni Sovétríkjanna sem upplýsir þá um að verði Sovétríkin fyrir kjarnorku árás muni sjálfvirkt fara af stað dómsdagsvél sem muni eyða öllu lífi á jörðinni.
Að lokum tekst að afturkalla vélarnar en til þess þurfti sérstakan kóða því t aðgerðin sem sveitin var að framkvæma gekk út frá því að samskiptakerfi hersins væri í molum. Nema hvað fjarskiptabúnaður einnar vélarinnar er ónýtur og flugvélin heldur því áfram og varpar kjarnorkusprengju á eina af stöðvum Sovétmanna svo að dómsdagsvélin fer í gang. Eitt eftirminnilegasta atriði kvikmydasögunnar er þegar kjarnorku sprengjunni er varpað á stöðina en á henni situr einmitt Maj. T.J. \\\'King\\\' Kong. Dr. Strangelove er án efa ein merkilegasta mynd sem búin hefur verið til og einnig ein sú áhrifamesta. Þessi mynd er í stuttu máli stórfengleg og er talin af mörgum vera besta grínmynd allra tíma.

Jisatsu saakuru – eða Suicide circle Ekki taka mið af neikvæðum ummælum sem sumir gagnrýnendur hafa látið falla um þessa mynd. Sumt fólk þarf bara týpískan línulegan söguþráð til að kunna að meta mynd en fyrir þá sem vilja stíga út fyrir það og opna huga sinn fyrir einhverju ófyrirsjáanlegra og athyglisverðara þá er Suicide circle eitthvað fyrir þá.
54 Japanskar skólastelpur henda sér fyrir neðanjarðarlest, þetta virðist vera upphaf sjálfsmorðsæðis. Sagt er frá rannsóknarlögreglumönnum sem rannsaka sjálfsmorðið og Mitsuko sem leikin er af Saya Hagiwara en kærasti hennar drepur sig og hún uppgötvar hverjir skipuleggja sjálfsmorðin.
Kvikmyndatakan í myndinni er einstök, fáar myndir hafa svona mismunandi stíl milli skota til að henta svona merkilega súrrealískum atriðum. Sjónarhorn, hreyfing, filterar, lýsing & samsetning: Allt er þetta meistaralega gert og því ert myndin uppfull af rosalega fallegum skotum. Þetta er mynd sem verðskuldar sannarlega að horft sé á hana margsinnis, enda átta fáir sig fyllilega á henni í fyrsta skipti.
Leikstjórinn kvartar yfir því að samtíma menning Japans hafi alltof lítið sjálfsgildi að fólk hafi glatað tengingunni við sjálft sig meðan það er reiðubúið að þjóna öllum öðrum, ef það er satt þá ætti sjálfsmorð ekki að vera erfitt þar sem manni þætti lítið vænt um sig.
Þetta er því ekki beiðni til áhorfendans til að drepa sig heldur beiðni til hans um að elska sig. Ekki furða að saklaus börn standa á bakvið samsærið. Börn sem hafa enn ekki verið heilaþvegin af samfélaginu og kaldhæðnislega notast við fjölmiðla til að hreinsa heim fullorðinna.
Suicide circle er kyngimögnuð mynd og tímabær sjálfsskoðun. Suicide circle tilheyrir nýrri kynslóð Japanskra hryllingsmynda sem fylgdu í kjölfar hinar víðfrægu myndar Ring/Ringu, af þessari kynslóð má helst nefna Uzumaki, Kairo, Ichi the killer & Dark Water. Þráður þessara mynda er oft sjálrýni og samtíminn en þrátt fyrir alvarlegan boðskap eru þær oftast skemmtilegar og mjög framandi.

Áhrif á mig – Frumraun Binna & Diego kvikmynda: Andlegt Ójafnvægi keppti á stuttmyndakeppni Verzlunarskólans Ljósinu myndin var illa tekin, undirlýst, lélaga klippt og full af mistökum. En þrátt fyrir það hafði hún eitthvað fram að færa og var eftirminnileg vegna atriðisins þar sem Diego tekur upp innyflin úr Binna. Nú vinna Binna & Diego kvikmyndir að mun metnaðarfyllra verki Andlegt Ójafnvægi II og er þegar búið að taka upp mörg atriði fyrir myndina.
Nú verður hinsvegar mikil áhersla lögð á gæði myndatöku og það verða meðal annars teiknaðir partar í myndinni. Myndin mun samt hafa ýmislegt sameiginlegt með þeirri fyrra enda reyndist margt í henni vel. Þar að segja innyfli og blóð munu þjóna stóru hlutverki ásamt hrottafengnu ofbeldi.
Áhrif á myndunum Requiem for a dream og Suicide circle eru mikil enda eru báðar myndirnar feiknagóðar og í samræmi við dramatískan smekk höfundar.
Stanley Kubrick og Sion Sono eru snillingar á sýnu sviði. Stanley skyldi eftir sig slóð meistaraverka á borð við Full Metal Jacket, The Shining, A Clockwork Orange, 2001: A Space Odyssey & Spartacus. Sion Sono hefur ekki jafn fagran eða langan ferill en maður vonar að hann komi með mynd í nálægri framtíð sem jafnast á við Suicide circle enda er þar hrein fegurð á ferð. Furðu vekur hinsvegar að íslensk kvikmyndahús geta lítið sýnt annað en Bandarískar myndir það hafa verið nokkrar góðar í ár Sin City og Land of the dead t.d. en það mætti alveg skipta út myndum eins og The fantastic four fyrir einhverjar asískar bardagamyndir eða hvað annað áhorfalegt sem stendur til boða. Er fólk of þröngsýnt og fast í þeirri skoðun að myndir sem víkja frá því hefðbundna séu af hinu illa og að myndir verði alltaf að vera hlægilegar?

   (2 af 7)  
9/12/04 18:02

Hildisþorsti

Það minnist enginn á myndina: The Cook the Thief His Wife & Her Lover eftir Peter Greenaway. Mér finnst hún best.

9/12/04 19:01

hlewagastiR

Það eru þrjár alvarlegar stafsetnignarvillur í fyrirsögninni hjá þér. Stórt Í og stórt R eiga þarna ekkert erindi. Þá er íslenskuritgerð eitt orð ekki tvö. Ef ég væri íslenskukennarinn þinn myndi ég hætta eftir lestur þessarar voðalegu fyrirsagnar, gefa þér 2 fyrir viðleitni og snúa mér að næstu ritgerð.

9/12/04 19:01

Kikyou

Enda er ég meira fyrir kantonsku...

9/12/04 19:01

hlewagastiR

Þá horfir málið allt öðruvísi við. Leiðréttingarnar sem þú ert búinn að gera síðan ég dissaði þig hér að ofan eru algerlega ótækar í kantonsku!

Kikyou:
  • Fæðing hér: 4/6/05 18:08
  • Síðast á ferli: 11/5/06 16:58
  • Innlegg: 0
Eðli:
Kikyou telur tilfinningar veikleika, hefur óbeit á ósiðsamlegu líferni hvarvetna og leggst alfarið gegn saurlífi í öllum sínum byrtingarmyndum. Kikyou er sjálfskipaður siðapostulli og andlegur leiðtogi Bafista ásamt því að festa á blað helstu kennisetningar þeirrar stefnu.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í hagfræði frá Glasgowar háskóla og sjálfmenntaður í siðfræði.
Æviágrip:
Kikyou fæddist í Rotterdam árið 1840 og hafði lifibrauð af því að veiða rottur fyrir menntamenn þar. Kikyou safnaði sér fyrir fari til nýja heimsins og settist að í Nýju Mexikó og hóf Maís rækt, en um það leyti braust út borgarastyrijöld. Kikyou gekk til liðs við her Suðurríkjamanna og barðist með þeim en særðist í orrustunni við Gettysburg. Hann neyddist til að yfirgefa nýja heimin ásamt eiginkonu sinni Maríu Rodriguez. Hann hafði svarið eið að snúa aldrei aftur til evrópu svo hann settist að á Íslandi vestan sprungunnar og þverneitar að stíga á evrópska jörð.Þegar félagshyggjumenn réðust inn í friðsæla landið Vietnam sat hann ekki arðgerðalaus heldur stofnaði her og barðist við herisveitir Víetkong í 2 ár en særðist af völdum handsprengju og snéri að því búnu aftur til Ameríku og hóf samstaf við Sergio Leoni og tók að sér aðal hlutverkið í nokkrummyndum á borð við “A fistfull of dollars”, “For a few dollars more” og “The good the bad and the ugly”. Að því búnu snéri hann aftur til Íslands og hóf þar mikið uppbyggingar starf og var helsti frumkvöðull íslensku iðnvæðingarinnar. Sögur af afrekum Kikyou enda ekki þar heldur stofnaði hann einnig fyrsta Baf söfnuðinn, sem gerði það mögulegt að sigrast á hinum illu dríslingum sem eyðilögðu alla maís uppskeru Íslendinga svo þeir neyddust til að leggja sjávarhræætur sér til munns.