— GESTAPÓ —
Kikyou
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/04
Bönnum barneignir

Ofurtollar á áfengi og tóbak, enda falla neytendur þessarra efna í umvörpum beint í opin faðm heilbrigðiskerfisins sem er ekki álitið upp á marga fiska af sumum og hið opinbera verður að passa að þetta fólk fái tilhlýðilega þjónustu sem það þarfnast og fjármagnar hana meðal annars með sölu og skattlagningu á þessum efnum.

Sumir vilja ganga skrefinu lengra og segja að hitt og þetta eigi að vera ólöglegt t.d. að selja sterkt áfengi í matvörubúðum eða hafa kannabisplöntu í stofunni, et cetera & et cetera. Þessu til stuðnings er oft vísað til þjóðhagslegrar hagkvæmni.

Það má vera gott og gilt en ættum við þá ekki að ganga skrefið til fulls? Augljóslega er liggur þá næst við að gera barneignir kol ólöglegar, hugsið ykkur við gætum lagt niður fæðingadeildina og sparað milljarða og ég veit ekki fyrir hve margar milljónar barna föt et cetera eru flutt inn svo ekki sé talað um hið mikla vinnu tap.

Hvernig eigum við þá að halda okkur við? Það er einfalt við ættleiðum börn við um fimm ára aldur því þá hafa allir fæðingargallar komið í ljós þannig getum við orðið ríkasta og hamingjusamasta þjóð gervallrar veraldar. Það hnýga öll rök að ættleiðingum erlendra barna, fyrir eitt er það mun minna mál heldur en að bera börn og fólk yrði minna frá vinnu. Stúlkur frá Kína og drengir frá balkanlöndunum og afríku, svo virðist sem enginn önnur sjónarmið nema þau sem teljast kynþáttaleg eða sjálfhverf liggji með barnsburði.

Þeir sem umbera ekki fyrrgreinda neyslu og plöntuhald krefjast þess jafnframt að taka þátt í kostnaðinum sem stafar afþví, enda verður að bjóða reykingamönnum og öðrum sjálfskemmdar fíklum upp á fyrstaflokks heilbrigðisþjónustu þeim sjálfsögðu að kostnaðar lausu.

Megin innlegg þessara greinar er hversu fáránlegt það er að banna eitthvað afþví það er dýrt og þann hvata sem velferðarsamfélagið skapar til sjálfseyðingar. Rökvillan liggur i því að halda að fólk hafi ekki skyn til að meta hvað er sniðugt að gera við líf sitt, hinsvegar eru neytendur harðra fíkniefna upp til hópa leiðinda pakk og enda oftar en ekki sem aumingjar. Fólk sem getur ekki tekið ákvarðannir fyrir sjálft sig á heima á stofnunum hinum á að vera treyst fyrir því að taka þessar ákvarðannir.

Kveðja Kikyou

   (4 af 7)  
9/12/04 01:01

Krókur

Rökvillan liggur í því að halda að fólk hafi skyn til að meta hvað er sniðugt að gera við lífsitt og að neytendur hrðtra fíkniefnia séu bara leiðindapakk og aumingjar.

9/12/04 01:01

hundinginn

Eins gott jeg las pistilinn allan. Hjelt fyrst að þú hafir eitthvað versnað. Var það nú næginlega og fullkomlega slæmt fyrir. Verð að segja að jeg er þessu sammála.

9/12/04 01:01

Lafði Hlín

Ó, var þetta kaldhæðni? Ég var nefnilega alveg sammála þessu með að banna barneignir.

9/12/04 01:01

Kikyou

Ég vil nú samt ekki fullyrða neitt um neina hópa, en að vera heróín neytandi t.d. lofar ekki sérstaklega góðu.

9/12/04 01:01

Krókur

Það eru til dæmi um það út í hinum stóra heimi að fólk sé að taka heróín og standa sig ágætlega í starfi. Ekki kannski eðlilegasta lífernið sem til er en alls ekki það steríótýpulíf sem við hugsum okkur heróínfíkla lifa.

Hættan er að alhæfa útfrá þeim litla hópi sem við verðum var við. Ég vil alls ekki segja af eða á með þessa spurningu, (á að leyfa fíkniefni) en hún er ekki eins einföld og þú vilt vera láta.

9/12/04 01:01

hundinginn

Lifi frelsið! Lifi sannleikurinn!

9/12/04 01:01

Kikyou

Það hlýtur að vera spurning um að banna hluti, ég reyndi að passa mig að fullyrða ekki um fíkniefna neytendur.

9/12/04 01:01

Krókur

Jú jú þetta er spurning um að banna hluti eins og þú sagðir, nokkurnvegin orðrétt
,,Fólk sem getur ekki tekið ákvarðannir fyrir sjálft sig á heima á stofnunum hinum á að vera treyst fyrir því að taka þessar ákvarðannir.´´
Við hin höfum tekið þá ákvörðun um að enginn eigi að taka eiturlyf og við gerðum það vegna þess að við erum svo voða skynsöm.

9/12/04 02:01

Skabbi skrumari

Barnalegt allt saman, öll eiturlyf ætti að banna... nema Áfengi...

9/12/04 02:01

Vladimir Fuckov

En skemmtilegast væri auðvitað að banna ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna [Ljómar upp].

9/12/04 04:00

Ormlaug

Bönnum barnalegar meiningar

Kikyou:
  • Fæðing hér: 4/6/05 18:08
  • Síðast á ferli: 11/5/06 16:58
  • Innlegg: 0
Eðli:
Kikyou telur tilfinningar veikleika, hefur óbeit á ósiðsamlegu líferni hvarvetna og leggst alfarið gegn saurlífi í öllum sínum byrtingarmyndum. Kikyou er sjálfskipaður siðapostulli og andlegur leiðtogi Bafista ásamt því að festa á blað helstu kennisetningar þeirrar stefnu.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í hagfræði frá Glasgowar háskóla og sjálfmenntaður í siðfræði.
Æviágrip:
Kikyou fæddist í Rotterdam árið 1840 og hafði lifibrauð af því að veiða rottur fyrir menntamenn þar. Kikyou safnaði sér fyrir fari til nýja heimsins og settist að í Nýju Mexikó og hóf Maís rækt, en um það leyti braust út borgarastyrijöld. Kikyou gekk til liðs við her Suðurríkjamanna og barðist með þeim en særðist í orrustunni við Gettysburg. Hann neyddist til að yfirgefa nýja heimin ásamt eiginkonu sinni Maríu Rodriguez. Hann hafði svarið eið að snúa aldrei aftur til evrópu svo hann settist að á Íslandi vestan sprungunnar og þverneitar að stíga á evrópska jörð.Þegar félagshyggjumenn réðust inn í friðsæla landið Vietnam sat hann ekki arðgerðalaus heldur stofnaði her og barðist við herisveitir Víetkong í 2 ár en særðist af völdum handsprengju og snéri að því búnu aftur til Ameríku og hóf samstaf við Sergio Leoni og tók að sér aðal hlutverkið í nokkrummyndum á borð við “A fistfull of dollars”, “For a few dollars more” og “The good the bad and the ugly”. Að því búnu snéri hann aftur til Íslands og hóf þar mikið uppbyggingar starf og var helsti frumkvöðull íslensku iðnvæðingarinnar. Sögur af afrekum Kikyou enda ekki þar heldur stofnaði hann einnig fyrsta Baf söfnuðinn, sem gerði það mögulegt að sigrast á hinum illu dríslingum sem eyðilögðu alla maís uppskeru Íslendinga svo þeir neyddust til að leggja sjávarhræætur sér til munns.